Afdrifaríkt tap fyrir Spánverja í kvöld | Erfið leið framundan á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 21:27 Sergio Ramos horfir á Króata fagna eftir að hann klikkaði á vítaspyrnu. Vísir/EPA Evrópumeistarar Spánverja þurfa að fara erfiðu leiðina að þriðja Evrópumeistaratitlinum í röð eftir að þeir misstu efsta sæti riðilsins til Króatíu í kvöld. Spánn komst í 1-0 á móti Króatíu og þurfti bara jafntefli til þess að vinna riðilinn. Króatarnir jöfnuðu fyrir hlé og nýtt sér síðan vel að Sergio Ramos lét verja frá sér vítaspyrnu í seinni hálfleiknum. Það var síðan Ivan Perisic sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok og tryggði Króatíu efsta sætið í D-riðlinum. Þetta var fyrsta tap Spánar í úrslitakeppni EM í tólf ár eða síðan á EM í Portúgal 2004. Króatarnir léku án stórstjarnanna Luka Modric og Mario Mandzukic en sýndu gríðarlegan styrk og karakter að koma til baka á móti svona sterku liði. Tapið þýðir hinsvegar að í stað þess að mæta einu af liðunum sem endaði í 3. sæti í sínum riðli þá bíður Spánverja leikur á móti Ítölum í sextán liða úrslitunum. Það er ekki nóg með það því takist Spánverjum að vinna Ítali á mánudaginn kemur mætir liðið væntanlega Þýskalandi í átta liða úrslitunum. Þýskaland mætir einu af liðunum úr þriðja sæti í sextán liða úrslitunum og síðan bíður leikur á móti annaðhvort Ítalíu eða Spáni. Í undanúrslitaleiknum mæta þessi lið síðan annaðhvort heimamönnum í Frakklandi eða Englandi sem eru líkleg til að mætast í átta liða úrslitunum. Frakkar mæta einu af liðunum úr þriðja sæti en Englendinga bíður leikur á móti liðinu í öðru sæti í riðli Íslands. Það gæti orðið Ísland. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira
Evrópumeistarar Spánverja þurfa að fara erfiðu leiðina að þriðja Evrópumeistaratitlinum í röð eftir að þeir misstu efsta sæti riðilsins til Króatíu í kvöld. Spánn komst í 1-0 á móti Króatíu og þurfti bara jafntefli til þess að vinna riðilinn. Króatarnir jöfnuðu fyrir hlé og nýtt sér síðan vel að Sergio Ramos lét verja frá sér vítaspyrnu í seinni hálfleiknum. Það var síðan Ivan Perisic sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok og tryggði Króatíu efsta sætið í D-riðlinum. Þetta var fyrsta tap Spánar í úrslitakeppni EM í tólf ár eða síðan á EM í Portúgal 2004. Króatarnir léku án stórstjarnanna Luka Modric og Mario Mandzukic en sýndu gríðarlegan styrk og karakter að koma til baka á móti svona sterku liði. Tapið þýðir hinsvegar að í stað þess að mæta einu af liðunum sem endaði í 3. sæti í sínum riðli þá bíður Spánverja leikur á móti Ítölum í sextán liða úrslitunum. Það er ekki nóg með það því takist Spánverjum að vinna Ítali á mánudaginn kemur mætir liðið væntanlega Þýskalandi í átta liða úrslitunum. Þýskaland mætir einu af liðunum úr þriðja sæti í sextán liða úrslitunum og síðan bíður leikur á móti annaðhvort Ítalíu eða Spáni. Í undanúrslitaleiknum mæta þessi lið síðan annaðhvort heimamönnum í Frakklandi eða Englandi sem eru líkleg til að mætast í átta liða úrslitunum. Frakkar mæta einu af liðunum úr þriðja sæti en Englendinga bíður leikur á móti liðinu í öðru sæti í riðli Íslands. Það gæti orðið Ísland.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira