Stærstu leikirnir alltaf skemmtilegastir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2016 06:30 Dagný Brynjarsdóttir. mynd/hilmar ksí Íslenska kvennalandsliðið getur annað kvöld stigið risastórt skref í átt að því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Hollandi aðeins nokkrum dögum áður en karlalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á EM í Frakklandi. Stelpurnar eru komnar til Skotlands þar sem fram undan er uppgjör toppliða riðilsins, tveggja liða sem hafa ekki enn tapað stigi í keppninni. Sá leikmaður íslenska liðsins sem þurfti að ferðast langlengst í leikinn en Dagný Brynjarsdóttir sem hefur þegar stimplað sig inn hjá bandaríska atvinnumannaliðinu Portland Thorns. Dagný var að spila leik á sunnudaginn í meira en sjö þúsund kílómetra fjarlægð. Dagný þarf því ekki aðeins að jafna sig á ferðalaginu heldur einnig tímamismuninum sem er átta tímar á milli Portland og Skotlands.Hefur gert þetta mörgum sinnum „Ég er í ágætisæfingu eftir að hafa búið á austurströndinni í fjögur ár en ég viðurkenni alveg að þetta tekur á. Ég er að jafna mig en þekki þetta vel því ég hef þurft að gera þetta mjög mörgum sinnum,“ sagði Dagný þegar Fréttablaðið heyrði í henni en þá var hún á leiðinni á sína aðra æfingu með landsliðinu þann daginn. Dagnýju líst vel á íslenska liðið. „Þetta lítur mjög vel út. Við höfum undirbúið okkur mjög vel og æfingarnar hafa gengið mjög. Ég held að þetta verði hörkuleikur og mjög spennandi,“ segir hún, Dagný yfirgaf Selfoss eftir síðasta tímabil og samdi við Portland Thorns. „Ég er mjög ánægð,“ segir hún. Liðið hefur unnið þrjá leiki og gert fjögur jafntefli sem skilar liðinu upp í annað sætið, stigi á eftir Chicago Red Stars. „Við erum ennþá taplausar en búnar að gera óþarflega mörg jafntefli. Það er samt skárra að fá eitt stig heldur en ekkert,“ segir Dagný. Hún hefur skorað tvö mörk í fyrstu sjö leikjunum og er búin að verja í byrjunarliðinu frá fyrsta leik. „Það er gaman að fá að spila mikið en það er samt ótrúlega mikil samkeppni í liðinu og mikið af stórum nöfnum,“ segir Dagný. Hún hefur spilað 597 mínútur af 630 í boði á tímabilinu. Það hafa tveir leikmenn liðsins spilað meira en hún. Dagný var ekki sú eina í Portland-liðinu sem var á leiðinni í landsliðsverkefnið. „Ég held að við höfum verið tíu af þessum tuttugu manna hópi sem vorum að fara í landsleiki,“ segir Dagný og það segir mikið um styrk Portland-liðsins.Vill sjá hápressuna áfram Skoska liðið hefur unnið fyrstu fimm leiki sína í riðlinum og skorað í þeim 27 mörk eða 5,4 mörk að meðaltali í leik. „Þær eru með hörkulið en ég held að það sé mikilvægt að við spilum okkar leik á móti þeim. Hápressan okkar hefur verið mjög góð og þá höfum verið að spila vel og nýta færin okkar vel í undanförnum landsleikjum,“ segir Dagný sem vill ekki að íslenska liðið breyti um leikstíl frá því í fjórum öruggum sigrum liðsins á slakari liðum riðilsins. „Ég sé enga ástæðu til þess að mæta eitthvað varnarsinnaðri í þennan leik en hina á undan þar sem hápressan okkar hefur verið að virka vel. Við erum með leikmenn til að spila hápressu og erum góðar í því að vinna boltann hátt á vellinum. Það er engin ástæða til að fara að breyta því,“ segir Dagný.Miðjumannahugarfarið Dagný er búin að skora fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjunum og er annar markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni. „Það skiptir ekki öllu máli hver skorar heldur að vinna leikina og skora mörg mörk. Kannski er ég bara með þetta miðjumannahugarfar að vilja bara vinna. Ég mun alltaf spila á manninn í besta færinu,“ segir Dagný. Hún hrósar líka samherjum sínum fyrir óeigingirni. „Það sem mér finnst við vera að gera vel að undanförnu er að við erum ekki að skjóta úr vonlausum færum heldur erum við að finna mennina í bestu færunum. Þess vegna erum við að nýta færin okkar betur og skora fleiri mörk,“ segir Dagný Íslenska liðið er með markatöluna 17-0 og hefur enn ekki fengið á sig mark eftir 360 mínútna leik. Íslenska liðið tryggir sig inn á EM með sigri í riðlinum og stórt skref í átt að því væri að vinna Skotana. „Við ætlum okkur að loka á þeirra sterkustu leikmenn og spila okkar leik. Eins og staðan er núna þá erum við í góðri stöðu til að vinna riðilinn. Ég hef fulla trú á því að við getum gert það. Stærstu leikirnir eru alltaf skemmtilegastir og öllum íþróttamönnum finnst það örugglega. Við höfum verið sterkari en liðin sem við höfum spilað við. Það er spennandi verkefni að fá núna hörkuleik,“ segir Dagný að lokum. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið getur annað kvöld stigið risastórt skref í átt að því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Hollandi aðeins nokkrum dögum áður en karlalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á EM í Frakklandi. Stelpurnar eru komnar til Skotlands þar sem fram undan er uppgjör toppliða riðilsins, tveggja liða sem hafa ekki enn tapað stigi í keppninni. Sá leikmaður íslenska liðsins sem þurfti að ferðast langlengst í leikinn en Dagný Brynjarsdóttir sem hefur þegar stimplað sig inn hjá bandaríska atvinnumannaliðinu Portland Thorns. Dagný var að spila leik á sunnudaginn í meira en sjö þúsund kílómetra fjarlægð. Dagný þarf því ekki aðeins að jafna sig á ferðalaginu heldur einnig tímamismuninum sem er átta tímar á milli Portland og Skotlands.Hefur gert þetta mörgum sinnum „Ég er í ágætisæfingu eftir að hafa búið á austurströndinni í fjögur ár en ég viðurkenni alveg að þetta tekur á. Ég er að jafna mig en þekki þetta vel því ég hef þurft að gera þetta mjög mörgum sinnum,“ sagði Dagný þegar Fréttablaðið heyrði í henni en þá var hún á leiðinni á sína aðra æfingu með landsliðinu þann daginn. Dagnýju líst vel á íslenska liðið. „Þetta lítur mjög vel út. Við höfum undirbúið okkur mjög vel og æfingarnar hafa gengið mjög. Ég held að þetta verði hörkuleikur og mjög spennandi,“ segir hún, Dagný yfirgaf Selfoss eftir síðasta tímabil og samdi við Portland Thorns. „Ég er mjög ánægð,“ segir hún. Liðið hefur unnið þrjá leiki og gert fjögur jafntefli sem skilar liðinu upp í annað sætið, stigi á eftir Chicago Red Stars. „Við erum ennþá taplausar en búnar að gera óþarflega mörg jafntefli. Það er samt skárra að fá eitt stig heldur en ekkert,“ segir Dagný. Hún hefur skorað tvö mörk í fyrstu sjö leikjunum og er búin að verja í byrjunarliðinu frá fyrsta leik. „Það er gaman að fá að spila mikið en það er samt ótrúlega mikil samkeppni í liðinu og mikið af stórum nöfnum,“ segir Dagný. Hún hefur spilað 597 mínútur af 630 í boði á tímabilinu. Það hafa tveir leikmenn liðsins spilað meira en hún. Dagný var ekki sú eina í Portland-liðinu sem var á leiðinni í landsliðsverkefnið. „Ég held að við höfum verið tíu af þessum tuttugu manna hópi sem vorum að fara í landsleiki,“ segir Dagný og það segir mikið um styrk Portland-liðsins.Vill sjá hápressuna áfram Skoska liðið hefur unnið fyrstu fimm leiki sína í riðlinum og skorað í þeim 27 mörk eða 5,4 mörk að meðaltali í leik. „Þær eru með hörkulið en ég held að það sé mikilvægt að við spilum okkar leik á móti þeim. Hápressan okkar hefur verið mjög góð og þá höfum verið að spila vel og nýta færin okkar vel í undanförnum landsleikjum,“ segir Dagný sem vill ekki að íslenska liðið breyti um leikstíl frá því í fjórum öruggum sigrum liðsins á slakari liðum riðilsins. „Ég sé enga ástæðu til þess að mæta eitthvað varnarsinnaðri í þennan leik en hina á undan þar sem hápressan okkar hefur verið að virka vel. Við erum með leikmenn til að spila hápressu og erum góðar í því að vinna boltann hátt á vellinum. Það er engin ástæða til að fara að breyta því,“ segir Dagný.Miðjumannahugarfarið Dagný er búin að skora fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjunum og er annar markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni. „Það skiptir ekki öllu máli hver skorar heldur að vinna leikina og skora mörg mörk. Kannski er ég bara með þetta miðjumannahugarfar að vilja bara vinna. Ég mun alltaf spila á manninn í besta færinu,“ segir Dagný. Hún hrósar líka samherjum sínum fyrir óeigingirni. „Það sem mér finnst við vera að gera vel að undanförnu er að við erum ekki að skjóta úr vonlausum færum heldur erum við að finna mennina í bestu færunum. Þess vegna erum við að nýta færin okkar betur og skora fleiri mörk,“ segir Dagný Íslenska liðið er með markatöluna 17-0 og hefur enn ekki fengið á sig mark eftir 360 mínútna leik. Íslenska liðið tryggir sig inn á EM með sigri í riðlinum og stórt skref í átt að því væri að vinna Skotana. „Við ætlum okkur að loka á þeirra sterkustu leikmenn og spila okkar leik. Eins og staðan er núna þá erum við í góðri stöðu til að vinna riðilinn. Ég hef fulla trú á því að við getum gert það. Stærstu leikirnir eru alltaf skemmtilegastir og öllum íþróttamönnum finnst það örugglega. Við höfum verið sterkari en liðin sem við höfum spilað við. Það er spennandi verkefni að fá núna hörkuleik,“ segir Dagný að lokum.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn