Harpa með þrennu í fjórða sigri stelpnanna í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2016 16:51 Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrjú mörk í Minsk. Vísir/Hilmar Þór Guðmundsson/KSÍ Íslenska kvennalandsliðið er áfram með fullt hús í riðli sínum í undankeppni EM 2017 eftir flottan 5-0 útisigur á Hvíta Rússlandi í fyrsta mótsleik ársins. Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu í leiknum en það var fyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir sem kom íslenska liðinu í 1-0 eftir aðeins þrettán mínútna leik. Margrét Lára var þarna að skora sitt 76. mark fyrir A-landsliðið og bætir enn við metið sitt. Íslenska liðið er með tólf stig af tólf mögulegum og markatöluna 17-0. Liðið er enn í öðru sæti, þremur stigum á eftir Skotlandi en á leik inni á Skotana sem hafa líka unnið alla sína leiki. Íslenska liðið vann fyrri leik liðanna 2-0 á Laugardalsvellinum en heimastúlkur áttu fá svör við þeim íslensku á gervigrasinu í Minsk í dag. Næsti leikur íslenska liðsins er úti í Skotlandi 3. júní næstkomandi og er það án vafa annar af tveimur úrslitaleikjum riðilsins. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Íslandi í 1-0 á 13. mínútu með laglegu skoti frá vítateig eftir frábæra langa sendingu frá Fanndísi Friðriksdóttur. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði annað markið í tómt markið á 24. mínútu eftir að Dagný Brynjarsdóttir gaf boltann óeigingjarnt á hana. Harpa skoraði síðan fjórða markið á 34. mínútu með skalla eftir að Elín Metta Jensen skallaði fyrirgjöf Fanndísar Friðriksdóttur á hana. Harpa innsiglaði síðan þrennuna sína á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Fanndísi. Dagný Brynjarsdóttir kórónaði flottan leik sinn með því að skora fimmta markið á 86. mínútu og enn á ný kom markið eftir undirbúning Fanndísar Friðriksdóttur. Fanndís tók þá frábæra hornspyrnu og Dagný skoraði með laglegum skalla úr teignum. Það var lokamark leiksins og íslensku stelpurnar hafa farið á kostum í þremur útileikjum sínum í undankeppninni. Þrír sigrar og fimmtán mörk í þremur leikjum. Íslensku stelpurnar léku léttleikandi og skemmtilegan fótbolta í dag og helst mátti gagnrýna liðið fyrir fyrirgjafirnar sem voru oft ekki nógu góðar. Hápressan, samspilið og vinnslan í liðinu voru til mikillar fyrirmyndar og stelpurnar og þjálfarinn Freyr Alexandersson eigi mikið hrós skilið fyrir vel upp lagðan leik. Dagný Brynjarsdóttir vann boltann hvað eftir annað á miðjunni og Sara Björk Gunnarsdóttir stjórnaði spilinu eins og herforingi. Frábær leikur hjá þeim báðum. Fanndís Friðriksdóttir átti þrjár stoðsendingar í leiknum og eina sendingu að auki sem átti stóran þátt í marki. Fanndís var því allt í öllu í mörkum íslenska liðsins. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Margrét Lára: Verðum að brjóta þær snemma Kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar afar mikilvægan leik í Hvíta-Rússlandi á morgun í undankeppni EM 2017. 11. apríl 2016 16:30 Freyr: Ekkert svigrúm til þess að misstíga sig "Það eru allir heilir og í góðu líkamlegu ástandi. Það eru allir leikmenn klárir í að takast á við verkefnið á morgun,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins. 11. apríl 2016 20:30 Verð aldrei laus við meiðslin Margrét Lára Viðarsdóttir verður líklega aldrei 100 prósent laus við meiðslin sem hafa hrjáð hana undanfarin ár. Hún verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem mætir Hvít-Rússum ytra í dag. 12. apríl 2016 06:00 Elín Metta í byrjunarliðinu á móti Hvít-Rússum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í undankeppni EM. 12. apríl 2016 13:47 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið er áfram með fullt hús í riðli sínum í undankeppni EM 2017 eftir flottan 5-0 útisigur á Hvíta Rússlandi í fyrsta mótsleik ársins. Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu í leiknum en það var fyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir sem kom íslenska liðinu í 1-0 eftir aðeins þrettán mínútna leik. Margrét Lára var þarna að skora sitt 76. mark fyrir A-landsliðið og bætir enn við metið sitt. Íslenska liðið er með tólf stig af tólf mögulegum og markatöluna 17-0. Liðið er enn í öðru sæti, þremur stigum á eftir Skotlandi en á leik inni á Skotana sem hafa líka unnið alla sína leiki. Íslenska liðið vann fyrri leik liðanna 2-0 á Laugardalsvellinum en heimastúlkur áttu fá svör við þeim íslensku á gervigrasinu í Minsk í dag. Næsti leikur íslenska liðsins er úti í Skotlandi 3. júní næstkomandi og er það án vafa annar af tveimur úrslitaleikjum riðilsins. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Íslandi í 1-0 á 13. mínútu með laglegu skoti frá vítateig eftir frábæra langa sendingu frá Fanndísi Friðriksdóttur. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði annað markið í tómt markið á 24. mínútu eftir að Dagný Brynjarsdóttir gaf boltann óeigingjarnt á hana. Harpa skoraði síðan fjórða markið á 34. mínútu með skalla eftir að Elín Metta Jensen skallaði fyrirgjöf Fanndísar Friðriksdóttur á hana. Harpa innsiglaði síðan þrennuna sína á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Fanndísi. Dagný Brynjarsdóttir kórónaði flottan leik sinn með því að skora fimmta markið á 86. mínútu og enn á ný kom markið eftir undirbúning Fanndísar Friðriksdóttur. Fanndís tók þá frábæra hornspyrnu og Dagný skoraði með laglegum skalla úr teignum. Það var lokamark leiksins og íslensku stelpurnar hafa farið á kostum í þremur útileikjum sínum í undankeppninni. Þrír sigrar og fimmtán mörk í þremur leikjum. Íslensku stelpurnar léku léttleikandi og skemmtilegan fótbolta í dag og helst mátti gagnrýna liðið fyrir fyrirgjafirnar sem voru oft ekki nógu góðar. Hápressan, samspilið og vinnslan í liðinu voru til mikillar fyrirmyndar og stelpurnar og þjálfarinn Freyr Alexandersson eigi mikið hrós skilið fyrir vel upp lagðan leik. Dagný Brynjarsdóttir vann boltann hvað eftir annað á miðjunni og Sara Björk Gunnarsdóttir stjórnaði spilinu eins og herforingi. Frábær leikur hjá þeim báðum. Fanndís Friðriksdóttir átti þrjár stoðsendingar í leiknum og eina sendingu að auki sem átti stóran þátt í marki. Fanndís var því allt í öllu í mörkum íslenska liðsins.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Margrét Lára: Verðum að brjóta þær snemma Kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar afar mikilvægan leik í Hvíta-Rússlandi á morgun í undankeppni EM 2017. 11. apríl 2016 16:30 Freyr: Ekkert svigrúm til þess að misstíga sig "Það eru allir heilir og í góðu líkamlegu ástandi. Það eru allir leikmenn klárir í að takast á við verkefnið á morgun,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins. 11. apríl 2016 20:30 Verð aldrei laus við meiðslin Margrét Lára Viðarsdóttir verður líklega aldrei 100 prósent laus við meiðslin sem hafa hrjáð hana undanfarin ár. Hún verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem mætir Hvít-Rússum ytra í dag. 12. apríl 2016 06:00 Elín Metta í byrjunarliðinu á móti Hvít-Rússum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í undankeppni EM. 12. apríl 2016 13:47 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Margrét Lára: Verðum að brjóta þær snemma Kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar afar mikilvægan leik í Hvíta-Rússlandi á morgun í undankeppni EM 2017. 11. apríl 2016 16:30
Freyr: Ekkert svigrúm til þess að misstíga sig "Það eru allir heilir og í góðu líkamlegu ástandi. Það eru allir leikmenn klárir í að takast á við verkefnið á morgun,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins. 11. apríl 2016 20:30
Verð aldrei laus við meiðslin Margrét Lára Viðarsdóttir verður líklega aldrei 100 prósent laus við meiðslin sem hafa hrjáð hana undanfarin ár. Hún verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem mætir Hvít-Rússum ytra í dag. 12. apríl 2016 06:00
Elín Metta í byrjunarliðinu á móti Hvít-Rússum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í undankeppni EM. 12. apríl 2016 13:47