Þyngdarstjórnunarlyf

Fréttamynd

Ekki megrunar­lyf heldur lyf við of­fitu

Sérfræðilæknir í meðferð offitu hefur áhyggjur af því að nokkur hópur fólks noti þyngdarstjórnunarlyf án þess að þurfa þau. Með lyfjunum sé hins vegar loksins komin meðferð við offitu og mikil fjölgun notenda þeirra sé aðeins byrjunin á því sem koma skal.

Innlent
Fréttamynd

Of þung en annars hraust á Ozempic

Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu.

Innlent
Fréttamynd

Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund

Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Of­fita er lang­vinnur sjúk­dómur

Langvinnur sjúkdómur er, samkvæmt skilgreiningu, sjúkdómur sem varir í meira en eitt ár, felur í sér þörf fyrir viðvarandi heilbrigðisþjónustu og/eða veldur takmörkun á athafnargetu einstaklings.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég hef engan hag af því að á­vísa þessum lyfjum“

Sérfræðilæknir sem þegið hefur hæstu greiðslurnar hér á landi frá danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk sem framleiðir sykursýkis-og þyngdarstjórnunarlyf segist engan hag hafa af því að ávísa lyfjunum. Embætti landlæknis segist ekki geta lagt mat á hvort viðeigandi sé af heilbrigðisstarfsmönnum að þiggja slíkar greiðslur.

Innlent
Fréttamynd

Kostnaður SÍ vegna offitulyfja tæpir tveir milljarðar á árinu

Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna sykursýkislyfja sem einnig eru notuð til þyngdarstjórnunar hefur tólffaldast á síðustu fimm árum. Það segir í tilkynningu frá stofnuninni en kostnaður á þessu ári er nær tveir milljarðar. Sviðsstjóri segir stofnunina ekki sjá fram á að breyta reglum um niðurgreiðslu. 

Innlent
Fréttamynd

Tak­mörkun á of­fitu­lyfjum leiði til mis­mununar eftir efna­hag

Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vilja að Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands endurskoði á ný greiðsluþáttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði voru kynnt í byrjun mánaðar sem sérfræðingar segja mismuna sjúklingum eftir efnahag. 

Innlent
Fréttamynd

Novo Nordisk orðið verð­mætasta fyrir­tæki Evrópu

Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Danskir elli­líf­eyris­þegar mala gull á megrunar­lyfjum

Ofsa­gróði danska lyfja­fyrir­tækisins Novo Nor­disk vegna sölu þess á megruna­lyfinu Wegovy mun hafa gríðar­leg á­hrif á efna­hags­legan upp­gang í Dan­mörku og mikinn gróða í för með sér fyrir fjöl­marga Dani sem eru hlut­hafar í fyrir­tækinu. Hag­fræðingur segir þó ýmsar hættur felast í á­standinu fyrir efna­hag Dana.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ozempic ó­fáan­legt en væntan­legt

Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vin­sælt í megrunar­skyni.

Innlent
Fréttamynd

Vissi ekki af á­hyggjum Lyfja­­stofnunar af megrunar­lyfi

Landlæknisembættinu hafa ekki borist ábendingar um að megrunarlyfjum sé ávísað með óábyrgum hætti af læknum hér á landi. Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun vegna ábendinga til Lyfjastofnunar Evrópu um möguleg tengsl lyfjanna við sjálfskaða-og sjálfsvígshugsanir.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að stíga var­lega til jarðar í um­ræðunni um megrunar­lyf

Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum.

Innlent
Fréttamynd

„Stál­hraust feitt fólk hefur verið sett á þessi lyf“

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og fyrrum formaður Samtaka um líkamsvirðingu, segir heimilislækni sinn hafa orðið undrandi þegar hún hafnaði boði hans um að byrja á megrunarlyfi.  Hún óttast að aðrir skjólstæðingar læknisins séu ekki jafn upplýstir um skuggahliðar lyfsins.

Innlent
Fréttamynd

Þegar ég var kölluð á fund heimilis­læknis míns

Eins furðulega og fyrirsögnin hljómar langar mig að deila með ykkur sögu frá haustinu 2021, þegar ég fékk símtal upp úr þurru frá ritaranum á heilsugæslustöðinni minni. Heimilislæknirinn minn til margra ára vildi hitta mig og ritarinn gat ekki gefið mér upp erindið.

Skoðun
Fréttamynd

Vanda­mál hve oft læknar svari konum: „Þú verður bara að léttast“

Guðrún Rútsdóttir, varaformaður PCOS samtaka Íslands og doktor í próteinefnafræði, vill auka meðvitund um PCOS heilkennið hjá almenningi og starfsfólki í heilbrigðiskerfinu. Ástæðan fyrir þessari ósk um aukna vitundarvakningu er umfjöllun um notkun Íslendinga á lyfjunum Saxenda, Ozempic og Viscosa.

Innlent
Fréttamynd

Næstum tuttugu sinnum fleiri á of­fitu­lyfjum

Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017.

Innlent