Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og hefur verið á stöðugum hraða undanfarnar vikur. Frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí hafa um tíu milljónir rúmmetra af kviku bæst aftur við kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi. Innlent 23.9.2025 18:28
Framlengja gistiheimildina fram á vor Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið að framlengja heimild hollvina til þess að gista í eignum félagsins í Grindavík. Gistiheimildin gildir nú til 31. mars 2026. Innlent 22.9.2025 14:29
Reikna með gosi í lok mánaðar Mælingar sýna að kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram með svipuðum hraða og undanfarið. Niðurstöður líkanreikninga áætla að um átta til níu milljónir rúmmetra kviku hafi safnast frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí. Magnið sem hljóp úr kvikusöfnunarsvæðinu í því gosi var áætlað um tólf milljónir rúmmetra. Talið er að eldgos geti hafist hvenær sem er en hættumat er óbreytt enn sem komið er. Innlent 16.9.2025 14:10
Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hafa ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Innlent 7. ágúst 2025 12:02
Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Tveir skjálftar yfir þrír að stærð mældust á áttunda tímanum í morgun á Reykjaneshrygg, um 25 kílómetrum suðvestur af Eldey. Innlent 6. ágúst 2025 08:34
Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Veðurstofa Íslands hefur staðfest að gosinu á Sundhnúksgígaröðinni sé lokið í bili. Níunda gosið á gígaröðinni stóð yfir í um tuttugu daga. Þótt ekki sé lengur virkni í gígnum er áfram möguleiki á því að gosmóðu verði vart, jafnvel í einhverja daga eftir goslok. Innlent 5. ágúst 2025 13:54
Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Allt bendir til þess að gosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni sé lokið, um tuttugu dögum eftir að það hófst. Innlent 5. ágúst 2025 11:51
Mjög lítil virkni en mallar enn Enn er virkni í einum gíg á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta má sjá á vefmyndavélum. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hefur gosórinn haldist mjög lítill í alla nótt og hraunjaðrar breytast lítið. Innlent 5. ágúst 2025 06:18
Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Upp úr hádegi í dag féll gosóróinn frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni mjög snögglega niður og hefur verið mjög lítill síðan þá. Innlent 4. ágúst 2025 18:42
Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Gasmengun og gosmóða mældist í litlu mæli í Hvalfirði í gær og í nótt. Nokkur gosmóða mældist þá í Vík í Mýrdal. Enn er hætta á skyndilegum framhlaupum við jaðra hraun eldgossins við Sundhnúksgíga. Innlent 4. ágúst 2025 07:13
Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Búist er við því að gosmengun frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni muni í dag berast í átt að höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Suðvestlæg átt var við gosstöðvarnar í nótt og hefur brennisteinsdíoxíð mælst í loftinu á höfuðborgarsvæðinu og í Hvalfirði. Innlent 3. ágúst 2025 07:21
Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Eldgosið á Reykjanesi heldur áfram af stöðugum krafti og bendir greining til þess að hraunið muni leita í átt að Innri Sandhól, þar sem ferðamenn hafa safnast saman. Þá mælist enn kvikusöfnun undir Svartsengi. Innlent 1. ágúst 2025 13:19
Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni mallar áfram og virðist nokkuð stöðugt. Gosmóðu varð vart í litlum mæli á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu í nótt. Innlent 1. ágúst 2025 06:57
Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Enn mallar í einum gíg á Sundhnúksgígaröðinni og engar verulegar breytingar hafa orðið á virkni eða hraunútbreiðslu, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Innlent 31. júlí 2025 06:24
Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Gosvirkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist stöðug í nótt og lítil gasmengun og gosmóða mælst. Aðeins er farið að mælast af SO2 gasi í Garðabæ og Hvalfirði en styrkurinn er enn vel innan heilbrigðismarka. Innlent 30. júlí 2025 06:35
Mögulegur fyrirboði um goslok Eldgosið nyrst á Sundhnúksgígaröðinni hefur nú staðið yfir í 14 daga. Kvika virðist safnast undir Svartsengi á ný sem gæti verið fyrirboði gosloka. Innlent 29. júlí 2025 10:22
Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Gosvirkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist nokkuð stöðug í nótt en strókavirkni verið aðeins meiri seinni hluta nætur. Gat sem myndaðist á gíg síðustu nótt hefur lokast og enn gýs úr einum megingíg. Innlent 29. júlí 2025 06:21
„Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Ferðamenn sem ganga að eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hafa almennt hagað sér vel, þrátt fyrir að einhverjir þeirra eigi það til að ganga út á hraunið, sem landeigandi segir stórhættulegt. Þá eru dæmi um utanvegaakstur á svæðinu. Innlent 28. júlí 2025 23:18
Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Virkni hefur verið nokkuð stöðug í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni frá því í gærmorgun en gat opnaðist á gígnum í gær og í gærkvöldi byrjaði að gjósa lítillega úr opinu. Innlent 28. júlí 2025 06:25
Virknin minnkað þó áfram gjósi Áfram gýs úr einum gíg í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni en gosvirknin hefur minnkað aðeins frá því síðustu daga. Enn rennur hraunið til austurs og suðausturs. Innlent 27. júlí 2025 07:25
Áfram gýs úr einum gíg Gosvirkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröð hefur verið stöðug frá því í gærmorgun. Áfram gýs úr einum gíg og hraunið rennur áfram til austurs og suðausturs. Gosmengun berst til austurs og suðausturs í dag og gæti orðið vart víða á Suðurlandi. Innlent 26. júlí 2025 07:20
Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Virni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröð hefur hægt nokkuð á sér frá því í gærmorgun. Áfram gýs úr einum gíg og hraun rennur til austurs og suðausturs. Lítil eða hæg hreyfing er á ystu hraunjöðrum. Innlent 25. júlí 2025 06:11
Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Gosvirkni í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur hægt á sér síðan í gærmorgun. Enn gýs úr einum gíg og rennur hraunið áfram til austurs og suðausturs. Hraunið dreifir sér á breiðunni innan við einn kílómetra frá gígnum en lítil hreyfing er á ystu jöðrum þess. Innlent 24. júlí 2025 15:49
Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Gosvirkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur verið nokkuð stöðug frá því í gærmorgun. Enn gýs úr einum gíg en hraunið rennur til austurs og dreifir úr sér innan við kílómetra frá gígnum. Innlent 24. júlí 2025 06:13