Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Að væng­stífa fólk

Frá því faraldur Covid-19 hófst af fullum þunga í mars á síðasta ári og fram til dagsins í dag, hafa að meðaltali 50-100 manns á mánuði fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Þegar svo er komið þurfa flestir að leita á á náðir sveitafélaga um fjárhagsaðstoð.

Skoðun
Fréttamynd

Búið að bólu­setja um 3,5% Ís­lendinga

Allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu sem eru áttatíu ára eða eldri hafa fengið boð í Covid-19 bólusetningu. Búist er við að í þessari viku verði tæplega níu þúsund manns bólusettir.

Innlent
Fréttamynd

Bálka­keðjan spili lykil­hlut­verk í bólu­setninga­rvott­orðum sem Ís­lendingar þróa í sam­starfi við WHO

Íslenskir sérfræðingar aðstoða nú Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) við þróun alþjóðlegs bólusetningarvottorðs. Guðjón Vilhjálmsson, forstöðumaður heilbrigðislausna hjá Origo, vonar að lausnin verði til á næstu tveimur til þremur mánuðum. Það velti þó á því hvenær ríki komi sér saman um útfærsluna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þetta lúrir alltaf yfir“

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir þær sóttvarnaaðgerðir sem eru í gildi á hverjum tíma sífellt í endurskoðun. Núverandi reglur tóku gildi í liðinni viku og gilda til og með 17. mars.

Innlent
Fréttamynd

Allir 1.097 gestirnir fengið sömu þjónustu

Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segir stoltur af starfinu sem unnið hefur verið í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg undanfarið ár. Ljóst sé að úrræðið hafi virkað vel en í húsinu hefur verið að finna þau afbrigði kórónuveirunnar sem eru mest smitandi.

Innlent
Fréttamynd

Bólu­efni Jans­sen fær grænt ljós í Banda­ríkjunum

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt leyfir fyrir notkun bóluefnis Janssen fyrir Covid-19 í landinu. Um er að ræða þriðja bóluefnið sem samþykkt er í Bandaríkjunum og það fyrsta sem gefið er í einni sprautu. Áður hafa bóluefni Pfizer og Moderna fengist samþykkt í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Segir smit gær­dagsins ekkert til að hafa á­hyggjur af

„Þetta er bara afleitt smit frá landamærasmiti. Einstaklingur sem kom hingað fyrir vikutíma og var að ljúka við sína sóttkví. Meðan við erum með fólk í sóttkví þá getum við alltaf búist við því að greina einhverja áfram,“ segir Þórólfur Guðnason um þær fréttir að einn hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í gær.

Innlent
Fréttamynd

Flug­rútan hefur akstur á nýjan leik

Flugrútan, sem hefur ekki verið í rekstri frá miðjum janúarmánuði, mun hefja akstur á ný á morgun. Akstrinum var hætt í janúar vegna lítillar notkunar komufarþega en flugferðum til og frá landinu hefur fækkað mikið síðasta tæpa árið vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mesti sam­dráttur í lands­fram­leiðslu á mann frá upp­hafi mælinga

Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi dregist saman um 5,1% að raungildi á fjórða ársfjórðungi 2020 samanborið við sama tímabil 2019. Yfir árið í heild er áætlað að landsframleiðsla hafi dregist saman um 6,6% að raungildi. Má það að miklu leyti rekja til áhrifa kórónuveirufaraldursins, einkum í útfluttri ferðaþjónustu sem dróst saman um 74,4% á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísland og meirihluti Noregs á grænni grein

Líkt og undanfarinn mánuð er Ísland eina landið í Evrópu sem alfarið er merkt grænt á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Meirihluti Noregs er einnig grænn en nokkur svæði þar eru þó merkt appelsínugul.

Innlent