Af hverju má Asensio spila í kvöld? Spánverjinn Marco Asensio hefur endurfæðst á nýjum stað með Aston Villa í Birmingham-borg. Hann er á láni frá franska stórliðinu PSG en þau lið mætast í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 9.4.2025 14:31
Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Á meðan tugir þjóða etja kappi í umspili um sæti á HM í handbolta vandræðalaust um alla álfuna á sér stað heljarinnar skrípaleikur hérlendis vegna andstæðings Íslands. Kominn er tími til að hin alþjóðalega íþróttahreyfing taki sig saman í andlitinu og vísi Ísrael úr keppni. Nóg er komið af öskrandi mótsögnum og tvískinnungi þegar kemur að þátttöku liða frá ríkinu á alþjóðavísu. 9.4.2025 10:30
Sniðganga var rædd innan HSÍ „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. 9.4.2025 08:00
„Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. 8.4.2025 16:13
Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Skiptar skoðanir eru á rauðu spjaldi Arons Sigurðarsonar, fyrirliða KR, í 2-2 jafntefli við KA á Akureyri um liðna helgi. Atvikið náðist ekki í sjónvarpsútsendingu en var sýnt í Stúkunni í gær. Sérfræðingar þar virtust sammála um að Aron hefði ekki átt að fá reisupassann, við dræmar undirtektir Akureyringa sem létu í sér heyra á samfélagsmiðlum. 8.4.2025 14:49
Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur greint frá því að leikmönnum landsliðsins hafi borist skilaboð á samfélagsmiðlum vegna leikja landsliðsins við Ísrael í umspili um sæti á HM. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni á morgun og hinn. 8.4.2025 14:36
„Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Xander Schauffele segist klár í slaginn fyrir komandi Masters-mót í golfi sem fram fer um helgina. Eftir frábært síðasta ár hefur hann átt í meiðslavandræðum á nýju ári. 8.4.2025 09:01
Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Sóknarleikmönnum Chelsea hefur gengið illa fyrir framan markið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta frá áramótum. Markahæstur liðsins á þessu ári er varnarmaðurinn Marc Cucurella. 7.4.2025 16:03
Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Æfingum kylfinga fyrir komandi Masters-mót á Augusta National-vellinum í Georgíu-fylki hefur verið frestað vegna þrumuveðurs. Búast má við slæmu veðri í allan dag. 7.4.2025 15:17
Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Virgil van Dijk hefur rofið þögnina um áframhaldandi veru fyrirliðans hjá Liverpool eftir yfirstandandi leiktíð. Samningur hans, líkt og Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold, rennur út í sumar. 7.4.2025 14:38