Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fram­lengdu í leyni eftir bannið

Forráðamenn Newcastle framlengdu samning við Ítalann Sandro Tonali í leyni eftir að miðjumaðurinn lauk keppnisbanni vegna brota á reglum um veðmál. Tonali er á meðal betri miðjumanna ensku úrvalsdeildarinnar og hefur hlotið mikið lof fyrir framgang sinn innan vallar.

Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga

Skera þarf niður í starfsteymi karlalandsliðsins í handbolta fyrir komandi verkefni í Þýskalandi vegna fjárhagsstöðu HSÍ. Landsliðsþjálfarinn kynnti hópinn sem fer til Þýskalands í dag.

Mætti ryðgaður til leiks eftir að­gerðina

Haukur Helgi Pálsson er klár í slaginn með Álftanesi sem mætir Grindavík í stórleik umferðarinnar í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Hann spilaði óvænt strax í síðustu viku eftir aðgerð á barka í haust.

„Mér finnst þetta bara ömur­legt“

Katrín Anna Ásmundsdóttir var á meðal fárra í íslenska landsliðinu sem átti ágætan dag í slæmu tapi fyrir Færeyjum í undankeppni EM 2026 í Úlfarsárdal. Hún var ósátt eftir leik.

Varnaræfingar bitnuðu á sóknar­leiknum

„Þetta er mjög þungt og svekkjandi,“ segir Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta eftir 24-22 tap fyrir Færeyjum í undankeppni EM 2026 í Úlfarsárdal í kvöld. Ísland var lakari aðilinn á vellinum í kvöld.

Blikakonur í 16-liða úr­slit í Evrópu

Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við Spartak Subotica í síðari leik liðanna í Evrópubikar kvenna í fótbolta ytra. Blikakonur vinna einvígið samanlagt 5-1 og er komið í 16-liða úrslit keppninnar.

Sjá meira