Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Haukur Helgi Pálsson er klár í slaginn með Álftanesi sem mætir Grindavík í stórleik umferðarinnar í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Hann spilaði óvænt strax í síðustu viku eftir aðgerð á barka í haust. 16.10.2025 14:16
Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Sævar Atli Magnússon hefur lokið leik þetta tímabilið vegna meiðsla sem hann varð fyrir í landsleik Íslands við Frakkland á mánudagskvöldið var. Félag hans Brann í Noregi greinir frá tíðindunum. 16.10.2025 09:28
„Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Katrín Anna Ásmundsdóttir var á meðal fárra í íslenska landsliðinu sem átti ágætan dag í slæmu tapi fyrir Færeyjum í undankeppni EM 2026 í Úlfarsárdal. Hún var ósátt eftir leik. 15.10.2025 22:04
Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Þetta er mjög þungt og svekkjandi,“ segir Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta eftir 24-22 tap fyrir Færeyjum í undankeppni EM 2026 í Úlfarsárdal í kvöld. Ísland var lakari aðilinn á vellinum í kvöld. 15.10.2025 21:49
Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Ísland tapaði 22-24 fyrir Færeyjum í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2026 í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í kvöld. 15.10.2025 21:00
Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við Spartak Subotica í síðari leik liðanna í Evrópubikar kvenna í fótbolta ytra. Blikakonur vinna einvígið samanlagt 5-1 og er komið í 16-liða úrslit keppninnar. 15.10.2025 16:50
Fer frá KA í haust Viðar Örn Kjartansson mun yfirgefa Bestu deildarlið KA þegar keppnistímabilinu lýkur í haust. Viðar hefur leikið með félaginu í tvö ár. 15.10.2025 13:45
„Við skulum ekki tala mikið um það“ „Það er rosa gott að koma heim og gista hjá mömmu,“ segir Elín Rósa Magnúsdóttir, landsliðskona í handbolta og einn nýjasti atvinnumaður Íslands. Hún verður í íslenska liðinu sem mætir Færeyjum í undankeppni EM 2026 í Lambhagahöllinni í kvöld. 15.10.2025 13:32
Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Fabio Paratici er snúinn aftur til starfa sem íþróttastjóri hjá Tottenham Hotspur eftir tvö og hálft ár í banni frá afskiptum af fótbolta vegna brota í starfi hjá Juventus. 15.10.2025 11:32
Heimir sagður taka við Fylki Heimir Guðjónsson sér ekki fram á langa atvinnuleit eftir að hann lýkur störfum hjá FH í lok tímabilsins í Bestu deild karla. Hann taki við Fylki í Lengjudeild. 14.10.2025 14:46