Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ó­trú­legur Kane sá við Messi og Ronaldo

Enski framherjinn Harry Kane fer mikinn í upphafi leiktíðar með Bayern Munchen. Hann skoraði eitt marka liðsins í 4-0 sigri á Club Brugge í Meistaradeild Evrópu í gær og hefur því skorað 20 mörk á leiktíðinni - á mettíma.

„Á­kveðið sjokk“

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ákveðna í því að vinna sinn fyrsta leik í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar gegn KuPS frá Finnlandi á Laugardalsvelli í dag. Vikan hefur vægast sagt verið viðburðarrík.

Lang­þráður sigur með nýtt kerfi en Slot á­hyggju­fullur

Tveir leikmenn Liverpool fóru meiddir af velli í langþráðum 5-1 sigri liðsins á Eintracht Frankfurt í Meistaradeild Evrópu í Þýskalandi í gærkvöld. Arne Slot, þjálfari liðsins, þarf enn um sinn að vefja sænska framherjann Alexander Isak í bómull.

Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, og nýr þjálfari liðsins, Ólafur Ingi Skúlason, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi eftir viðburðarríka viku í Kópavogi. Breiðablik mætir KuPS frá Finnlandi í Sambandsdeild Evrópu á Laugardalsvelli á morgun.

Arsenal með lang­bestu vörn Evrópu

Vörn Arsenal er sú besta í Evrópu sé litið til meðaltals marka sem lið í stærstu deildum álfunnar hafa fengið á sig á leiktíðinni. Arsenal hefur fengið á sig mark í fjórða hverjum leik.

Peder­sen með lands­liðið til 2029

KKÍ hefur endurnýjað samning Craigs Pedersen sem landsliðsþjálfara karla í körfubolta til fjögurra ára. Enginn hefur þjálfað íslenskt landslið lengur en Kanadamaðurinn sem stýrði liðinu á EM í haust.

Fram­lengdu í leyni eftir bannið

Forráðamenn Newcastle framlengdu samning við Ítalann Sandro Tonali í leyni eftir að miðjumaðurinn lauk keppnisbanni vegna brota á reglum um veðmál. Tonali er á meðal betri miðjumanna ensku úrvalsdeildarinnar og hefur hlotið mikið lof fyrir framgang sinn innan vallar.

Sjá meira