Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Alls eru níu beinar útsendingar á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. 23.4.2025 06:02
Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Anthony Edwards er svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið og aðra hluti þar fyrir neðan. Dálæti hans á eigin líkama mun nú kosta hann rúmlega sex milljónir íslenskra króna eða 50 þúsund Bandaríkjadali. 22.4.2025 23:30
Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusamband Íslands fundaði í dag. Þar voru tveir leikmenn úrskurðaðir í bann í næstu umferð Mjólkurbikars karla. Um er að ræða 16-liða úrslit og fara leikirnir fram 14. og 15. maí næstkomandi. 22.4.2025 23:02
ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun ÍR og Selfoss mættust í þriðja sinn í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Eftir að tapa fyrsta leiknum nokkuð sannfærandi vann ÍR tvo leiki í röð með minnsta mun og mætir nú Val í undanúrslitum. 22.4.2025 22:02
KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna KA er Íslandsmeistari kvenna í blaki. Það þýðir að liðið stendur uppi sem Íslands- og bikarmeistari ásamt því að hafa orðið deildarmeistari og meistarar meistaranna fyrr á leiktíðinni. 22.4.2025 21:28
Olmo hetja Börsunga Barcelona jók forskot sitt á toppi La Liga, efstu deildar karla í knattspyrnu á Spáni, með 1-0 sigri á Mallorca. 22.4.2025 19:02
Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Þýska handknattleiksfélagið Melsungen marði sigur á spænska liðinu CD Bidasoa í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta. 22.4.2025 19:02
Dramatík í Manchester Manchester City vann dramatískan 2-1 sigur á Aston Villa í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla. Leikurinn gæti skipt gríðarlega miklu máli er kemur að baráttunni um Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. 22.4.2025 18:32
Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Vicente Valor er genginn í raðir ÍBV á nýjan leik eftir stutt stopp hjá KR. Á hann að hjálpa nýliðum ÍBV að halda sæti sínu í Bestu deild karla í knattspyrnu. 22.4.2025 18:02
Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Jamie Vardy, framherji Leicester City, hefur beðið stuðningsfólk félagsins afsökunar eftir að ljóst var að Refirnir eru fallnir úr ensku úrvalsdeildinni. 22.4.2025 07:00