Barcelona Spánarmeistari Barcelona er Spánarmeistari karla í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á nágrönnum sínum í Espanyol. Það var við hæfi að Lamine Yamal, nýjasta ofurstjarna Börsunga, var allt í öllu með mark og stoðsendingu. 15.5.2025 19:02
Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Fjórum af sjö leikjum dagsins í efstu deild karla í þýska handboltanum er nú lokið. Íslenskir landsliðsmenn voru atkvæðamiklir. 15.5.2025 18:50
Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Framherjinn Hrvoje Tokic hefur ákveðið að rífa fram takkaskóna og spila með Stokkseyri í 5. deild karla hér á landi. Þá mun Martin Bjarni Guðmundsson, margfaldur Íslandsmeistari í fimleikum, einnig spila með liðinu. 15.5.2025 17:46
Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Það er annað hljóð í Rúben Amorim, þjálfara enska knattspyrnuliðsins Manchester United, fyrir leikinn gegn Tottenham Hotspur í úrslitum Evrópudeildarinnar. Sigurvegarinn fær sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. 15.5.2025 07:01
Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað PGA-meistaramótið í golfi er í aðalhlutverki á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. 15.5.2025 06:01
Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Í síðasta þætti Bestu markanna voru fyrstu fimm umferðir Bestu deildar kvenna í knattspyrnu gerðar upp. Lið tímabilsins til þessa valið, hvaða leikmenn hefðu skarað fram úr, hvaða leikmenn hefðu komið á óvart og þar fram eftir götunum. 14.5.2025 23:30
Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Dejan Kulusevski verður ekki með Tottenham Hotspur þegar liðið mætir Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar þann 21. maí næstkomandi. 14.5.2025 23:02
Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni til að slá 2. deildarlið Kára úr leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá vann Valur nauman 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Þrótti Reykjavík. 14.5.2025 22:56
Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Real Madríd kom til baka eftir að lenda undir gegn Mallorca og heldur enn í þá veiku von að standa uppi sem Spánarmeistari karla í fótbolta. 14.5.2025 21:39
Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Bologna lagði AC Milan 1-0 í úrslitum ítölsku bikarkeppni karla. 14.5.2025 21:28