Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Nýskráning fólksbíla árið 2024 dróst saman um 42% samanborið við árið 2023 samkvæmt Bílgreinasambandinu. Samdrátturinn nær bæði til einstaklinga og fyrirtækja. 1.1.2025 12:09
Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Auðun Georg Ólafsson, fréttastjóri K100, er hættur hjá Morgunblaðinu eftir átta ár hjá fjölmiðlinum. Hann segist nú vera laus og liðugur. 1.1.2025 11:20
Fólk tjáir sig um skaupið Fólk hafði skiptar skoðanir á Áramótaskaupinu í gær eins og við mátti búast. Á samfélagsmiðlum kepptist fólk við að lýsa yfir ánægju sinn eða útnefna skaupið það versta til þessa. 1.1.2025 10:40
Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Fjórtán áramótabrennur verða tendraðar á höfuðborgarsvæðinu í dag, fjórum fleiri en útlit var fyrir í haust. Þá gæti stórkostleg norðurljósasýning veitt flugeldum samkeppni á himni í kvöld. 31.12.2024 13:03
Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Orri Steinn Óskarsson, knattspyrnumaður hjá Real Sociedad, á von á stúlku í júní 2025 með kærustu sinni, Sylvíu Rós Sigurðardóttur. 31.12.2024 12:14
Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Fyrstu börn nýs árs verða jafnframt fyrstu börnin sem tilheyra nýrri kynslóð, Beta-kynslóðinni. Þau munu lifa með gervigreind frá blautu barnsbeini og finna fyrir alvarlegum afleiðingum hamfarahlýnunar. 31.12.2024 11:40
Vara við svikapósti í nafni Skattsins Skatturinn hefur varað við svikapóstum í nafni stofnunarinnar sem hafa borist landsmönnum milli jóla og nýárs. 31.12.2024 10:46
Angus MacInnes er látinn Kanadíski leikarinn Angus MacInnes er látinn 77 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Jon Vander eða „Gullni leiðtogi“ í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni. 31.12.2024 10:20
Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Karl III Bretakonungur hefur veitt læknunum Douglas Glass og Richard Leach heiðursorðu fyrir störf þeirra fyrir konungsfjölskylduna. Karl hefur verið í krabbameinsmeðferð frá því í febrúar og er ekki vitað hvenær henni lýkur. 31.12.2024 09:14
Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Veðurstofan spáir því að þegar nýtt ár gengur í garð verði kalt og rólegt veður víðast hvar á landinu. Því sé hætt við talsverðri flugeldamengun. Á nýársdag verði fremur hæg norðlæg átt, víða bjart og kalt veður. 31.12.2024 08:44
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent