Slíta sambandinu en vinna áfram saman Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. október 2025 15:19 Ana de Armas og Tom Cruise hafa verið að dúlla sér saman síðustu átta mánuði en ætla framvegis bara að vera vinir. Getty Hollywood-stjörnurnar Tom Cruise og Ana de Armas eru hætt saman eftir átta mánaða samband. Neistarnir hafi verið horfnir og því best að segja það gott. Þau verði áfram vinir og samstarfsfélagar í neðansjávar-spennutrylli. Heimildamaður sem þekkir til parsins fyrrverandi tjáði Daily Mail frá sambandsslitunum. „Þau ætla áfram að vera vinir en þau eru ekki lengur að deita. Þau uppgötvuðu að þetta myndi ekki endast og þeim væri betur borgið sem vinum,“ sagði hann. Sjá einnig: Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum „Neistinn var horfinn milli þeirra en þau elska samt félagsskap hvor annars og þau hafa bæði verið mjög fullorðin í málinu. Hún hefur þegar verið ráðin í nýjustu myndina hans, svo þau munu vinna áfram saman,“ sagði heimildamaðurinn einnig. Myndin sem um ræðir er yfirnáttúrulegi spennutryllirinn Deeper sem gerist á hafsbotni og er leikstýrt af Doug Liman, sem hefur áður leikstýrt Cruise í Edge of Tomorrow (2014) og American Made (2017). Cruise og de Armas voru fyrst orðuð hvort við annað í febrúar og í kjölfarið sást reglulega til þeirra saman meðal almennings, þau flugu saman í þyrlum og síðasta sumar náðust myndir af þeim fáklæddum saman á snekkju Cruise. Sambandinu ku hafa lokið í góðu en þó segir heimildamaðurinn ólíklegt að þau taki aftur saman. Þá segir að vera Cruise í Vísindakirkjunni hafi ekki haft áhrif því sambandið varð ekki svo alvarlegt. Þó greindi fréttastöðin NewsNationNow frá því í síðasta mánuði að Cruise væri að vinna að inngöngu de Armas inn í kirkjuna. Tom Cruise hefur verið giftur í þrígang, Mimi Rogers frá 1987 til 1990, Nicole Kidman frá 1990 til 2001 og Katie Holmes frá 2006 til 2012. Hann ættleiddi tvö börn, Isabellu Jane og Connor Anton, með Kidman og eignaðist dótturina Suri með Holmes. Hin síðastnefnda hefur þó alveg skorið á föður sinn eftir skilnað hans og Holmes. Síðan þá hefur hann verið orðaður við ýmsar konur. Hin kúbverska Ana de Armas var gift spænsku fyrirsætunni Marc Clotet frá 2011 til 2013 og hefur síðan slegið sér upp með ýmsum: listmálaranum Alejandro Piñeiro Bello, leikaranum Ben Affleck og Manuel Anido Cuesta, stjúpsyni Fidel Castro. Ástin og lífið Bandaríkin Hollywood Kúba Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Heimildamaður sem þekkir til parsins fyrrverandi tjáði Daily Mail frá sambandsslitunum. „Þau ætla áfram að vera vinir en þau eru ekki lengur að deita. Þau uppgötvuðu að þetta myndi ekki endast og þeim væri betur borgið sem vinum,“ sagði hann. Sjá einnig: Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum „Neistinn var horfinn milli þeirra en þau elska samt félagsskap hvor annars og þau hafa bæði verið mjög fullorðin í málinu. Hún hefur þegar verið ráðin í nýjustu myndina hans, svo þau munu vinna áfram saman,“ sagði heimildamaðurinn einnig. Myndin sem um ræðir er yfirnáttúrulegi spennutryllirinn Deeper sem gerist á hafsbotni og er leikstýrt af Doug Liman, sem hefur áður leikstýrt Cruise í Edge of Tomorrow (2014) og American Made (2017). Cruise og de Armas voru fyrst orðuð hvort við annað í febrúar og í kjölfarið sást reglulega til þeirra saman meðal almennings, þau flugu saman í þyrlum og síðasta sumar náðust myndir af þeim fáklæddum saman á snekkju Cruise. Sambandinu ku hafa lokið í góðu en þó segir heimildamaðurinn ólíklegt að þau taki aftur saman. Þá segir að vera Cruise í Vísindakirkjunni hafi ekki haft áhrif því sambandið varð ekki svo alvarlegt. Þó greindi fréttastöðin NewsNationNow frá því í síðasta mánuði að Cruise væri að vinna að inngöngu de Armas inn í kirkjuna. Tom Cruise hefur verið giftur í þrígang, Mimi Rogers frá 1987 til 1990, Nicole Kidman frá 1990 til 2001 og Katie Holmes frá 2006 til 2012. Hann ættleiddi tvö börn, Isabellu Jane og Connor Anton, með Kidman og eignaðist dótturina Suri með Holmes. Hin síðastnefnda hefur þó alveg skorið á föður sinn eftir skilnað hans og Holmes. Síðan þá hefur hann verið orðaður við ýmsar konur. Hin kúbverska Ana de Armas var gift spænsku fyrirsætunni Marc Clotet frá 2011 til 2013 og hefur síðan slegið sér upp með ýmsum: listmálaranum Alejandro Piñeiro Bello, leikaranum Ben Affleck og Manuel Anido Cuesta, stjúpsyni Fidel Castro.
Ástin og lífið Bandaríkin Hollywood Kúba Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“