Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kýrin Ösp mjólkar allra mest á Suðurlandi

Kýrin Ösp á bænum Birtingaholti í Hrunamannahreppi er mikill kostagripur því hún er nytjahæsta kýrin á Suðurlandi. Ösp mjólkaði vel yfri fimmtíu lítra á dag í sautján vikur í röð á síðasta ári.

Krummi sem heldur að hann sé hundur

Hrafninn Dimma heldur að hann sé hundur því henni þykir ekkert meira skemmtilegt en að leika við Rjúpu, sem er sextíu kíló hundur á heimili við Elliðavatn.

Sauðburður er hafinn á Suðurlandi

Sauðburður er hafin á nokkrum bæjum á Suðurlandi því nokkur fyrirmáls lömb hafa komið í heiminn. Í Fljótshlíð eru lömb komin á allavega þremur bæjum, sem þykir heldur snemmt.

Fjarlækningar á Suðurlandi reynast vel

„Fjarlækningar eru framtíðin“, segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands en stofnunin er að færa sig jafnt og þétt meira út í slíkar lækningar. Nýjasta dæmið er augnlækniþjónusta í Vestmannaeyjum með fjarlækningum.

Kýrnar á Hurðarbaki mjólka mest allra kúa á Suðurlandi

Bændurnir á Hurðarbaki í Flóa voru verðlaunaðir í gær fyrir að vera með afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi á síðasta ári. Kýrnar hjá þeim mjólkuðu að meðaltali 8.445 lítra en á bænum eru um 50 mjólkandi kýr.

Hvað eiga skógrækt og pizzur sameiginlegt?

„Klifur“ er nafni á nýrri vél fyrir skógræktarfélög landsins en hún klífur trjáboli til að búa til eldivið. Viðurinn er mjög vinsæll á pizzastöðum landsins.

Forystusauður í stífum æfingabúðum

Stífar æfingar standa yfir þessa dagana við að venja forystusauð að hlaupa í taumi með hesti þegar bóndi á bæ í grennd við Laugarvatn fer í sinn daglega reiðtúr á hestinum Kafteini með sauðinn í eftirdragi.

Renna búgreinafélögin og búnaðarsamböndin undir Bændasamtökin?

Bændur víðs vegar af landinu streyma nú til höfuðborgarinnar því Búnaðarþing hefst á morgun í Bændahöllinni þar sem forsætisráðherra, landbúnaðarráðherra og forseti Íslands flytja ávarp, auk þess sem Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna flytur setningarræðu. Breyting á félagskerfi bænda verður aðal umræðuefni þingsins.

Hæsta íbúðarhúsið á Suðurlandi í byggingu á Selfossi

Hæsta íbúðarhúsið á Suðurlandi er nú að rísa en það er sex hæða blokk upp á tæpa nítján metra á Selfossi. 35 íbúðir verða í blokkinni en nú þegar er búið að taka 26 íbúðir frá þrátt fyrir að engin íbúð hafi verið auglýst til sölu enn þá.

Hefur stundað sund daglega í 80 ár

Hann varð 86 ára nýlega og þann sama dag hélt hann upp á 80 ára sundafmælið sitt. Hér erum við að tala um sundgarp á Selfossi, sem syndir hálfan kílómetra alla daga vikunnar og hefur stundað sund daglega frá því að hann var sex ára gamall.

Sjá meira