Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár. 23.4.2025 07:15
Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Nýjar íbúðir seljast verr en gamlar íbúðir vegna þess að nýjar íbúðir eru á þrengra stærðarbili. Tvöfalda þyrfti magn smærri íbúða á fasteignamarkaði til að anna eftirspurn. Meiri verðhækkun og minni sveiflur á fasteignamarkaði en á markaði innlendra hlutabréfa er til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði á Íslandi samkvæmt HMS. 23.4.2025 06:26
Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tókust á um borgarmálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær ræddu leikskólamálin og húsnæðismálin og voru ekki sammála um margt. 22.4.2025 10:33
Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda afhenti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins áskorun um stöðva brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra. Hópurinn kom saman fyrir utan dómsmálaráðuneytið í Borgatúni í morgun. Greint var frá því nýlega að til stæði að senda Oscar í annað sinn úr landi. 22.4.2025 09:47
Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti KÍNEMA, nemendafélags Kvikmyndaskóla Íslands og Breki Snær Baldursson, varaforseti, félagsins fóru með tíu leggja fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum til Ingu Sæland, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í tilraun til að fá hana til að bjarga Kvikmyndaskólanum. Katrín og Breki ræddu mál skólans í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 22.4.2025 09:16
Drottningin lögð inn vegna veikinda Sonja Noregsdrottning var lögð inn á spítala í Osló seint í gær vegna öndunarerfiðleika. Drottningin var útskrifuð af spítalanum í morgun og verður í veikindaleyfi út vikuna. 22.4.2025 07:39
Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22.4.2025 06:42
Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Lögregla var kölluð til í gærkvöldi vegna líkamsárásar á ölstofu í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang var sá grunaði farinn af vettvangi. Málið er í rannsókn samkvæmt dagbók lögreglunnar. 22.4.2025 06:18
Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Í tilefni af 30 ára afmæli Latabæjar ætlar Latibær í samstarfi við Hagkaup, Bónus og Banana að hefja sölu á íþróttanammi undir merkjum Latabæjar. Sala á namminu hefst þann 30. apríl um allt land. Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar, segir í skoðun að framleiða einnig sérstaka rétti fyrir börn sem og rétti sem börn geta eldað sjálf. 21.4.2025 07:01
Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Samtökin Reiðhjólabændur sinna nú árlegri hjólasöfnun sem þau svo gefa til þeirra sem ekki hafa efni á því að kaupa sér hjól. Þegar hafa þau safnað 500 hjólum en söfnunin er í gangi út apríl. Reiðhjólabændur auglýsa eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við að laga hjólin sem eru gefin. 17.4.2025 07:02