Kaupmáttur jókst á milli ára Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann hafi aukist um 2,8 prósent í fyrra borið saman við árið 2023. Á sama tímabili jókst verðbólga um 5,9 prósent. Laun hækkuðu um 6,6 prósent að meðaltali á milli ára í fyrra. 4.4.2025 09:35
Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Ísraelsher rannsakar nú dráp á hópi starfsmanna alþjóðlegra hjálparsamtaka á Gasaströndinni sem hafa vakið mikla reiði. Talsmaður hersins hafnar ásökunum um að mennirnir hafi verið teknir af lífi. 4.4.2025 08:52
Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að leggja fram tillögur til breytinga á tímamótalöggjöf um persónuvernd sem eiga að auðvelda smærri fyrirtækjum lífið. Tillögurnar eru hluti af áherslu framkvæmdastjórnarinnar á afregluvæðingu til þess að efla samkeppnishæfni Evópu. 3.4.2025 15:43
Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Nýtt frumvarp sem gerði fólki auðveldara að halda gæludýr í fjölbýlishúsum skerðir verulega réttindi fólks með astma og ofnæmi fyrir dýrum um að vera að vera ekki útsett fyrir heilsutjóni á eigin heimili, að mati ofnæmis- og ónæmislækna. Félag þeirra leggst algerlega gegn því að frumvarpið verði að lögum. 3.4.2025 13:38
Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Verndartollar á innfluttar vörur sem Bandaríkastjórn kynnti í gær hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið og gerir fólk fátækara, að sögn hagfræðings og fjárfestis. Tollar skaði almennt lífskjör almennings. 3.4.2025 10:39
Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Ungverk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau ætluðu að segja sig frá Alþjóðasamáladómstólnum á sama tíma og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mætti í opinbera heimsókn til Búdapestar. Dómstóllinn, sem er sá eini sem fjallar um stríðsglæpi og þjóðarmorð, gaf út handtökuskipun á hendur Netanjahú vegna stríðsins á Gasa í nóvember. 3.4.2025 09:00
Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjúkratryggingar Íslands segjast harma að upplýsingar vegna heilbrigðisþjónustu hafi fyrir mistök verið sendar til heilbrigðisstarfsfólks og þjónustuþega. Málið sé litið alvarlegum augum og búið sé að greina hvað gerðist og gera viðeigandi ráðstafanir. 2.4.2025 17:23
Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Síðasta kolaorkuveri Finnlands sem enn var í daglegri notkun var lokað í gær. Eftirspurn eftir kolum hefur hrunið vegna aukins framboðs á endurnýjanlegri orku og yfirvofandi banns við kolabruna. 2.4.2025 09:54
Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Slökkviliðsstjórinn í Grindavík segir að eldgosið sem hófst í morgun ógni bænum en að öllum brögðum verði beitt til þess að stýra hraunrennsli og lágmarka tjón ef það nær þangað. Gosið sé enn í upphafsfasa sínum og óljóst sé hvernig það þróast. 1.4.2025 12:25
Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni þegar bærinn var rýmdur vegna yfirvofandi eldgoss í morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að maður hafi verið handtekinn fyrir að hafa „hagað sér óæskilega“. 1.4.2025 11:41