Vonaðist til að verða ekki spurð hvernig faðir sinn hefði dáið Arna Pálsdóttir, sem situr í stjórn Píetasamtakanna, ræddi um sjálfsvíg föður síns í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann féll frá árið 2001 þegar Arna var einungis sextán ára gömul. Tilefni viðtalsins er átakið gulur september, en markmið þess er að vekja athygli á geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum. 7.9.2023 23:31
Útskýrir vinnubrögð lögreglunnar í handtökunni í Hveragerði Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 7.9.2023 19:36
Dorrit hitti „kynþokkafyllsta mann heims“ Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands, hitti breska rithöfundinn og grínistann David Walliams. Hún sýnir frá þessu á Instagram-síðu sinni, þar sem hún birtir mynd af sér og bretanum fræga. 7.9.2023 17:54
Gerði þarfir sínar utandyra í miðbænum Lögregla fékk í dag tilkynningu um erlendan ferðamann sem var að gera þarfir sínar utandyra í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var aðilinn farinn á brott. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 6.9.2023 17:52
Vísað á dyr fyrir að sitja ekki í sætum útötuðum gubbi Flugfélagið Air Canada hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa ætlast til þess að farþegar myndu sitja í sætum sem voru útötuð í gubbi. Tveir farþegar, sem neituðu að sitja í umræddum sætum, var vísað úr vélinni. 6.9.2023 12:02
Þurftu ekki einu sinni að ræða við lögregluna Árið 1987 hlekkjaði listamaðurinn Benedikt Erlingsson sig, ásamt tveimur öðrum mönnum, við Hvalveiðiskip í Hvalfirði. Gjörningurinn var gerður í mótmælaskyni gegn hvalveiðum og því ekki ólíkur uppátæki mótmælendanna Elissu og Anahitu sem eyddu 33 klukkustundum í tveimur hvalveiðiskipum þangað til síðdegis í gær. 6.9.2023 10:25
Mótmælendurnir komnir úr tunnunum og aðgerðum lokið Tveir mótmælendur sem hlekkjuðu sig fasta við tunnur á mastri tveggja hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun eru komnir úr skipunum. Vísir hefur fylgist með málinu í beinni útsendingu. 5.9.2023 08:37
Vaktin: Aðgerðasinnar hlekkja sig við Hval 8 og Hval 9 Aðgerðarsinnar eru enn í fullu fjöri, hlekkjaðir við möstur hvalveiðibátana Hval 8 og Hval 9. Þar hafa þau verið frá því snemma í morgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. 4.9.2023 09:09
Forseti borgarstjórnar í veikindaleyfi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, er komin í veikindaleyfi. 1.9.2023 15:38
Stór ákvörðun Musk rakin til máls dóttur hans Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter og stefnubreytingar miðilsins eftir kaupin eiga rætur sínar að rekja til fjölskyldumála auðkýfingsins. Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal sem byggir á ævisögu um Elon Musk. 1.9.2023 14:23