Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Neyðarsöfnun til Úkraínu í gegnum listaverka uppboð

Myndlistargalleríið Listval stendur nú fyrir listaverka uppboði þar sem allur ágóði sölunnar rennur óskiptur til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Uppboðið hófst í gær og stendur til 31. mars næstkomandi.

Samdi lagið sitjandi á gólfinu með opna hurð og í einum skó

Tónlistarkonan Tara Mobee sendi frá sér lagið Carpool á miðnætti í gær. Tara er með marga bolta á lofti um þessar mundir en lagið er hluti af EP plötu sem kemur út í sumar. Blaðamaður tók púlsinn á þessari söngkonu og fékk að heyra nánar um tónlistarlífið hennar.

„Mögnuð upplifun að vinna svona verkefni með bestu vinkonum sínum“

Tónlistarkonurnar Salóme Katrín, RAKEL & ZAAR eru í þann mund að klára tónleikaferðalag um landið og enda á tónleikum í Fríkirkjunni á morgun, föstudaginn 25. mars. Þær sameinuðu krafta sína við gerð á plötunni While We Wait sem kom út síðastliðinn febrúar en stelpurnar kynntust við nám í tónlistarskóla FÍH árið 2018 og hafa verið óaðskiljanlegar síðan, bæði sem vinkonur og sem tónlistarkonur. Blaðamaður tók púlsinn á þessum söngkonum og fékk að heyra frá tónlistar ævintýrum þeirra.

Iceland Airwaves birtir fyrstu staðfestu tónlistaratriði hátíðarinnar

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves staðfesti í dag að hátíðin fari fram í ár, þriðja til fimmta nóvember næstkomandi. Samhliða því voru fyrstu fjórtán böndin sem koma fram tilkynnt ásamt ýmsum spennandi nýjungum, þar sem listamönnum og viðburðarhöldurum býðst meðal annars að halda sína eigin viðburði.

Íslenski listinn: Ava Max og Tiesto krafsa í toppinn

Tónlistarfólkið Ava Max og Tiesto sameina krafta sína í laginu The Motto sem kom út í nóvember mánuði 2021. Lagið er komið með tæplega 200 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify og situr í öðru sæti íslenska listans á FM957 eftir að hafa hægt og rólega hækkað sig upp listann á síðustu vikum.

„Ef ég er í kvíðakasti þarf ég að þrífa allt heima“

Patrekur Jaime Plaza skaust upp á íslenska stjörnuhimininn fyrir nokkrum árum síðan sem raunveruleikastjarna í þáttunum Æði. Það er nóg að gera hjá Patreki þessa dagana þar sem hann er í óða önn við að taka upp fjórðu seríu af Æði ásamt því að njóta þess að vera til. Patrekur Jaime er er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Þessir listamenn koma fram á Hlustendaverðlaununum 2022

Næstkomandi laugardagskvöld, 19. mars, fara Hlustendaverðlaunin fram með pomp og prakt. Úrvalslið íslenskra tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni sem fer fram í Kolaportinu en rýmið mun skarta glænýju útliti þar sem öllu er tjaldað til. Hægt verður að fylgjast með hátíðinni í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 og hér á Vísi.

Hefur öðlast styrk, skilning og getu til þess að mæta tilfinningunum

Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar sýninguna „Feelings served; table for one“ í dag klukkan 17:00. Sýningin er haldin í Núllinu, listagalleríi neðanjarðar á Bankastræti 0. Undanfarna daga hefur Júlíanna verið í óða önn við að breyta hráu rýminu í undraheim en blaðamaður heyrði í henni hljóðið.

Sjá meira