Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. nóvember 2025 08:03 Það er oft sagt að tískan fari í hringi. En á það einnig við um þjóðfélagsumræðuna? Þar sem sumt er rætt um árum saman. Og verður síst einfaldara að skilja. Eða erum við kannski alltaf að lesa sömu fréttina aftur og aftur? Áskorun í dag rýnir í umræðuna þá og nú. Fyrir hartnær 26 árum birti Helgarpósturinn sálugi grein þar sem fram kom að allt að sextíu prósent fanga væru að misnota lyf. Valium, Librium, Mogadon, Mixt Chloral, Dalmadorm, Clorpromazin, Marplan, Trillafon og Nozinan eru nefnd sérstaklega. Til að bæta gráu ofan á svart segir í greininni að margir fangar ættu frekar heima á annarri stofnun. Þeir væru andlega veikir. Sú stofnun væri þó því miður ekki til. Í greininni segir: Vitað er að margir þeirra gæslufanga sem dvelja á Litla-Hrauni eru sjúkir menn. Sumir voru meira að segja dæmdir ósakhæfir og ætluð vist á „viðeigandi hæli“. Slíkt „viðeigandi hæli“ eða sjúkrastofnun fyrir menn sem hafa brotið af sér, en reynast svo ósakhæfir, fyrirfinnst ekki hér á landi. Vitnað er í forstöðumann Kleppspítalans, sem segir illmögulegt fyrir spítalann að taka við þessum mönnum. Þeir geti einfaldlega orðið öðrum sjúklingum og starfsfólki Kleppsspítala hættulegir. Rúmur aldafjórðungur líður. Þann 25. október 2025 birtist frétt á Vísi um að Sýrlendingar hefðu samþykkt að taka við Mohamed Th. Jóhannessyni, áður Kourani, fanganum sem hafði þá þegar afsalað sér rétti sínum til alþjóðlegrar verndar sem hælisleitandi. Í frétt Vísis segir: Kourani var nýverið fluttur á réttargeðdeild frá Litla-Hrauni. Frá því að hann hóf afplánun á Litla-Hrauni hefur hann ítrekað ráðist á fangaverði og meðal annars skvett á þá hlandi eða saur. Líkt og Vísir greindi frá í dag var lögregla kölluð að réttar- og öryggisgeðdeild Landspítalans á Kleppi síðdegis á sunnudag vegna atviks sem sneri að Kourani ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra. Þegar hér var komið sögu vissi nánast hvert einasta mannsbarn á Íslandi hver umræddur Mohamed Kourani væri. Enda hefur mál Kourani orðið að einhvers konar miðjumáli í eldheitri og viðkvæmri umræðu um útlendingamálin. Jafnvel svo að fæstir muna enn fyrir hvað Kourani var dæmdur á sínum tíma sem hér skal þó rifjað upp: tilraun til manndráps með hnífi auk annarra brota. Í dag ætlum við þó ekki að ræða mál Kourani frekar en nokkurs annars heldur velta fyrir okkur fjölmiðlaumræðunni þá og nú og spyrja: Hvað hefur breyst? 1979: Það sem nú kallast læknadóp Það er nokkuð skemmtilegt að segja frá því að blaðamaðurinn sem ritaði fyrrgreinda grein í Helgarpóstinum var Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, fyrrum sendiherra en einnig fyrrum heilbrigðisráðherra. Sem er áhugavert því þótt útgangspunktur greinarinnar sé lyfjanotkun fanga er ekkert síður deilt um andlega heilsu þeirra og meðhöndlun. Svo viðkvæm þótti umræðan 1979 að þótt greinin hefði birst 5. október, sá blaðið tilefni til að segja frá því í útgáfu sinni 26. október að viðmælendur í greininni hefðu verið 13 talsins. Því margir deildu á greinina og höfðu á því skoðanir hvað nafngreindir viðmælendur höfðu að segja. Heimildarmennirnir voru þó ekki allir nafngreindir. Síður en svo. Einn ónafngreindra heimildarmanna segir fangana á Litla-Hrauni almennt mjög vel að sér um lyf og áhrif þeirra. „Menn verða þarna prófessorar í pillum og pilluáti.“ Það sem helst þótti svo viðkvæmt í umfjölluninni var ekki sú staðreynd að fangar væru í hvívetna að reyna að finna leiðir til að vera undir áhrifum vímuefna heldur það að fangar væru á lyfjum sem fangelsislæknir væri að ávísa. Læknadóp eins og það kallast á nútímamáli. „Ráðuneyti kasta vandamálunum á milli sín,“ segir í millifyrirsögn og í greininni er vitnað í viðmælendur sem vísa í margra ára gamla umræðu, sem að því virtist samfélagið ætti í erfiðleikum með að finna varanlega lausn á. Þó virðist skýrt í greininni að sálarástand fanganna sé misgott. Gagnrýnin beindist að hluta til að því að í fangelsi væri verið að vista menn sem frekar þyrftu á aðstoð lækna og heilbrigðisstofnana. Sumir deildu þó á kerfið sem slíkt. Einn þeirra var fyrrverandi fangi og síðar starfsmaður SÁÁ, Vilhjálmur Svan. Vilhjálmur sagði fanga á Litla-Hrauni fá meiri lyfjafræðslu innan fangelsismúra en nemendur í Háskóla Íslands. Að hans mati var stofnunin fæstum til betrunar: Fangelsi á Íslandi eru kjaftæði. Þar ægir öllu saman. Stórglæpamanninum, morðingjanum og þeim sem hnuplaði niðursuðudósinni. Þessir menn eiga ekki saman. Og þær umræður sem eiga sér stað innan múranna eru ekki beint til þess að beina niðursuðudósamanninum inn á réttar brautir. Helgi Gunnarsson, fangelsisstjóri, var alfarið á öðru máli og sagði: Þetta er eins og á góðu sveitaheimili. Mynd frá timarit.is af opnu-umfjöllun Helgarpóstsins frá 5. október 1979. Umfjöllunin kallaði á mikil viðbrögð og fór svo að blaðið sá tilefni til þess að tiltaka það sérstaklega í útgáfu sinni tveimur vikum seinna að fyrir þessa umfjöllun hefði alls verið talað við þrettán viðmælendur, ekki allir hefðu verið nafngreindir. 1981: Seinagangur í kerfinu Næst drepum við niður í umfjöllun Þjóðviljans árið 1981. Upphaf greinarinnar er svohljóðandi: Undanfarin misseri hefur átt sér stað allmikil umræða í blöðunum og tímaritum um málefni fanga hér á landi og hafa flestir þættir fangelsismálanna komið inn í þá umræðu, enda virðist víða vera pottur brotinn í þessum málum hjá okkur. Rætt er við séra Jón Bjarman fangaprest sem gagnrýnir að geðsjúkir menn, sem jafnvel hafa hlotið sýknu sökum veikinda sinna, séu samt sendir í fangelsi því engin önnur stofnun sé tilbúin til að taka við þeim. Séra Jón er efins um frelsissviptingu sem leiði til betrunar. Margir séu dæmdir fyrir smábrot en í þeim efnum fannst Jóni að Svíar og Danir væru lengra komnir í að prófa sig áfram í fangelsismálum. Til dæmis að skipta föngum upp þannig að þeir sem væru að afplána dóma fyrir vægari brot væru ekki á sama stað og harðsvíraðir glæpamenn. Gamalkunnug tugga birtist í niðurlagi viðtalsins, þar sem Jón vísar í seinagang í kerfinu. Flestir þekkja sögur af því þegar mál sitja föst árum saman í dómkerfinu og svo þegar til fullnustu kemur, þá er viðkomandi kannski orðinn gerbreyttur maður, kominn með fjölskyldu og sér fyrir sér og sínum. Jón nefnir dæmi um mann sem varð að bíða árum saman eftir því að dómur félli. Þegar hann (innskot: dómurinn) féll, átti maðurinn orðið vísi að fyrirtæki, góða fjölskyldu og allt gekk í haginn. Hann var látinn taka út sinn dóm og lenti fyrir bragðið aftur út á afbrotabrautinni. Hann bjargaðist að vísu síðar en hvaða tilgangi þjónar svona málsmeðferð? Ekki er drepið á nema litlu broti af fjölmiðlaumfjöllun fyrri tíma í þessari grein. Hér má sjá mynd úr umfjöllun Dagblaðsins vorið 1981. Jóhannes Víglundsson sat þá málþing um fangelsismál, en hann var einn fyrsti frægi glæpamaðurinn á Íslandi, varð þekktur fyrir að vera alltaf að strjúka úr fangelsum. Millifyrirsögnin segir samt mikið um megininntakið. 2005: Sjálfsvíg og önnur alvarlegheit Nú líða 23-24 ár. Fyrst árið 2004, þegar Vísir birti frétt þar sem haft er eftir Valtý Sigurðssyni, þáverandi forstjóra Fangelsismálastofnunar, að í fangelsum séu einstaklingar í langtímavistun sem virkilega þurfi á geðdeildarvistun að halda. Tilefni fréttarinnar var að nokkrum dögum fyrr hafði kona á þrítugsaldri svipt sig lífi innan fangelsis. Í frétt Vísis segir Valtýr sjálfsvíg innan fangelsa mjög fátíð en komi fyrir. Vandamálið væri heilbrigðisþjónusta fyrir fangana og segir í frétt að fyrr þetta ár hafi Valtýr sjálfur ritað heilbrigðisráðherra bréf vegna ónægra úrræða fyrir vistun geðsjúkra fanga. Um það bil eitt ár líður. Aftur vitnar Vísir í Valtý í frétt. En Valtýr hafði þá á málþingi sjálfur vitnað í bréf læknis við fangelsi á höfuðborgarsvæðinu, um kvenfanga sem hafði afplánað í tvö ár, en átti sex ár eftir. Tilvitnunin í bréfið er svohljóðandi: Hafði verið í miklum geðsveiflum, undanfarið verið mjög „óstabíl“ og ósátt, mjög grátgjörn og reið til skiptis. …Hefur nú í þrígang skorið sig, bæði í olnbogabót og úlnlið og að minnsta kosti í eitt skiptið blæddi talsvert. Reyndi einu sinni að hengja sig í öðru fangelsi og einu sinni að kæfa sig með plastpoka. Í niðurlagi fréttarinnar segir: Valtýr undirstrikar að afar mikilvægt sé að í hinu nýja fangelsi sem fyrirhugað er að byggja á Hólmsheiði verði meðal annars sjúkradeild fyrir sakhæfa fanga sem þurfi á bráðameðferð að halda, meðal annars vegna alvarlegrar persónuleikaröskunar. Mynd frá timarit.is af viðtali Þjóðviljans 1981 við séra Jón Bjarman fangaprest, sem gagnrýnir að geðsjúkir menn séu vistaðir í fangelsum og að þar séu allir brotamenn saman; búðahnuplarar og morðingjar. Séra Jón segir seinaganginn í kerfinu of mikinn. Kompás opinberar stöðuna Finna má fjöldann allan af fréttum og greinum um fangelsismál á Íslandi, sem oft virðast nokkuð keimlík innihaldslega séð. Þó hefur ýmislegt jákvætt gerst. Árið 2019 birti Vísir til dæmis frétt um stofnun geðheilbrigðisteymis fanga, sem yrði hreyfanlegt og myndi einnig nýta sér tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu. Í ofangreindri frétt má reyndar sjá að stofnun teymisins kom ekki til af góðu. Því árinu á undan höfðu bráðabirgðaniðurstöður CPT-nefndar Evrópuráðs gert úttekt á íslenskum fangelsum um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Í niðurstöðunum komu fram nokkuð alvarlegar athugasemdir varðandi fyrirkomulag geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Án efa hefur umrædd úttekt þó ekkert endilega verið fréttnæm fyrir helstu hagaðila þess tíma. Enda höfðu aðrar rannsóknir oftar en ekki staðfest niðurstöður sem líklegast þyrfti að bregðast við. Sem dæmi má nefna rannsókn frá árinu 2016 þar sem niðurstöður sýna að geðraskanir á meðal fanga væru að mælast allt að fjórfalt hærri en almennt gildir. Árið 2022 birtist á vef stjórnsýslunnar frétt um að búið væri að tryggja geðheilbrigðisteymi fanga varanlega fjármögnun; 70 milljónir króna á ári. En betur má ef duga skal. Því í umfjöllun Kompáss Stöðvar 2 og Vísis árið 2022 kemur berlega í ljós að enn eru fangar á Litla-Hrauni sem fyrst og fremst þyrftu á aðstoð fagaðila að halda. Í umfjöllun Kompáss á Vísi segir: Sigurður Almar er 39 ára og glímir við fjölþættan vanda. Hann fæddist skyndilega eftir sjö mánaða meðgöngu og var mikið veikur sem barn. Ungur sýndi hann hegðunarvandamál sem versnuðu mikið þegar hann byrjaði í skóla. Sigurður var sendur í greiningar í kringum átta ára aldur og er með ofvirkni, þráhyggju, ADHD og misþroska. Í grunnskóla byrjaði hann að fikta við fíkniefni og var fljótlega vistaður á meðferðarheimilinu Stuðlum og á Háholti. Þess má geta að Sigurður var síðastliðið vor úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann. Í frétt Vísis um málið segir verjandi mannsins að Sigurður hafi ekki haft ásetning til að gera illt. Hann glími við geðræn vandamál og eigi ekki heima í fangelsi. Flækjustigunum fjölgar Nú líður senn að árslokum ársins 2025 og það er ljóst að fyrir hinn almenna leikmann fer flækjustigunum í umræðunni síst fækkandi. Þar sem ýmis mál virðast nú saman í einn graut; nú síðast er kynnt til sögunnar ný náðunarnefnd og í þetta sinn beinast sjónir að því hvað náðunarnefndin mun gera í máli Kourani. Enda segir í ofangreindri frétt Vísis: Sýrlensk stjórnvöld hafa samþykkt að taka við Kourani verði hann fluttur úr landi. Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra hefur sagt of snemmt að segja til um það hvort hún muni undirrita tillögu um náðun Kourani, fallist náðunarnefnd á að náða hann. Náðunarnefnd sé sjálfstæð og hún hafi enga innsýn inn í störf hennar. Vitað er að þótt störf náðunarnefnda hafi í einstaka skipti orðið umdeild í umræðunni hafa störf hennar sjaldnast orðið að milliríkjamáli eða yfir höfuð tengst umræðu um útlendingamál eða stöðu geðheilbrigðisþjónustu. Hvort mál Kourani sé fyrirboði um það sem koma skal verður ekki farið í að ræða hér. Hitt er ljóst að í sumum málum virðast fréttir fjölmiðla fara í hringi árum saman. Svona eins og stundum er sagt um tískuna. Nema fréttir séu bara eins og tískan? Sömu fréttir heimsæki okkur aftur og aftur en þó alltaf í aðeins breyttri mynd: Þá og nú? Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu „Ég myndi ekki segja að það væri svona mikil klíkumyndun. Að öðru leyti myndi ég svara já; þetta er bara eins og fólk sér þar,“ svarar Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, aðspurður um það hvort upplifunin af því að vera í fangelsi sé eitthvað sambærileg og við sjáum í erlendu sjónvarps- og kvikmyndaefni. 15. október 2023 07:01 Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ „Er þetta fólk ekki bara farið yfir um? hugsaði ég alltaf,“ segir Daníel Rafn Guðmundsson og hlær. 20. apríl 2025 08:02 „Hann virtist ekkert muna hvers konar skrímsli hann gat verið“ „Æskuminningarnar eru eiginlega tvískiptar. Annars vegar góðar minningar um pabba. En hins vegar erfiðleikarnir. Þegar pabbi var í brjálæðiskasti að öskra á mömmu og segja svo hræðilega ljóta hluti við hana að ég get eiginlega ekki endurtekið þá upphátt,“ segir Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates. 22. október 2023 08:01 Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Það er svolítið merkilegt að heyra Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, tala um hvað hún upplifir sig heppna í lífinu. Og svo brosandi er hún í samverunni að það allra síðasta sem manni dettur í hug er hversu mörg og erfið áföll þessi tæplega fimmtuga og flotta kona hefur upplifað. 23. mars 2025 08:00 „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ „Við tölum oft um að þurfa að uppfæra símana okkar og uppfæra tölvurnar okkar. En það sama þarf að gerast hjá fólki með fíknisjúkdóma; sem þarf má segja að uppfæra heilann á sama hátt,“ segir Bergrún Brá Kormáksdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafanemi á Vogi. 11. maí 2025 08:01 Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ 50+: Framhjáhöldum fjölgar Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Sjá meira
Valium, Librium, Mogadon, Mixt Chloral, Dalmadorm, Clorpromazin, Marplan, Trillafon og Nozinan eru nefnd sérstaklega. Til að bæta gráu ofan á svart segir í greininni að margir fangar ættu frekar heima á annarri stofnun. Þeir væru andlega veikir. Sú stofnun væri þó því miður ekki til. Í greininni segir: Vitað er að margir þeirra gæslufanga sem dvelja á Litla-Hrauni eru sjúkir menn. Sumir voru meira að segja dæmdir ósakhæfir og ætluð vist á „viðeigandi hæli“. Slíkt „viðeigandi hæli“ eða sjúkrastofnun fyrir menn sem hafa brotið af sér, en reynast svo ósakhæfir, fyrirfinnst ekki hér á landi. Vitnað er í forstöðumann Kleppspítalans, sem segir illmögulegt fyrir spítalann að taka við þessum mönnum. Þeir geti einfaldlega orðið öðrum sjúklingum og starfsfólki Kleppsspítala hættulegir. Rúmur aldafjórðungur líður. Þann 25. október 2025 birtist frétt á Vísi um að Sýrlendingar hefðu samþykkt að taka við Mohamed Th. Jóhannessyni, áður Kourani, fanganum sem hafði þá þegar afsalað sér rétti sínum til alþjóðlegrar verndar sem hælisleitandi. Í frétt Vísis segir: Kourani var nýverið fluttur á réttargeðdeild frá Litla-Hrauni. Frá því að hann hóf afplánun á Litla-Hrauni hefur hann ítrekað ráðist á fangaverði og meðal annars skvett á þá hlandi eða saur. Líkt og Vísir greindi frá í dag var lögregla kölluð að réttar- og öryggisgeðdeild Landspítalans á Kleppi síðdegis á sunnudag vegna atviks sem sneri að Kourani ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra. Þegar hér var komið sögu vissi nánast hvert einasta mannsbarn á Íslandi hver umræddur Mohamed Kourani væri. Enda hefur mál Kourani orðið að einhvers konar miðjumáli í eldheitri og viðkvæmri umræðu um útlendingamálin. Jafnvel svo að fæstir muna enn fyrir hvað Kourani var dæmdur á sínum tíma sem hér skal þó rifjað upp: tilraun til manndráps með hnífi auk annarra brota. Í dag ætlum við þó ekki að ræða mál Kourani frekar en nokkurs annars heldur velta fyrir okkur fjölmiðlaumræðunni þá og nú og spyrja: Hvað hefur breyst? 1979: Það sem nú kallast læknadóp Það er nokkuð skemmtilegt að segja frá því að blaðamaðurinn sem ritaði fyrrgreinda grein í Helgarpóstinum var Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, fyrrum sendiherra en einnig fyrrum heilbrigðisráðherra. Sem er áhugavert því þótt útgangspunktur greinarinnar sé lyfjanotkun fanga er ekkert síður deilt um andlega heilsu þeirra og meðhöndlun. Svo viðkvæm þótti umræðan 1979 að þótt greinin hefði birst 5. október, sá blaðið tilefni til að segja frá því í útgáfu sinni 26. október að viðmælendur í greininni hefðu verið 13 talsins. Því margir deildu á greinina og höfðu á því skoðanir hvað nafngreindir viðmælendur höfðu að segja. Heimildarmennirnir voru þó ekki allir nafngreindir. Síður en svo. Einn ónafngreindra heimildarmanna segir fangana á Litla-Hrauni almennt mjög vel að sér um lyf og áhrif þeirra. „Menn verða þarna prófessorar í pillum og pilluáti.“ Það sem helst þótti svo viðkvæmt í umfjölluninni var ekki sú staðreynd að fangar væru í hvívetna að reyna að finna leiðir til að vera undir áhrifum vímuefna heldur það að fangar væru á lyfjum sem fangelsislæknir væri að ávísa. Læknadóp eins og það kallast á nútímamáli. „Ráðuneyti kasta vandamálunum á milli sín,“ segir í millifyrirsögn og í greininni er vitnað í viðmælendur sem vísa í margra ára gamla umræðu, sem að því virtist samfélagið ætti í erfiðleikum með að finna varanlega lausn á. Þó virðist skýrt í greininni að sálarástand fanganna sé misgott. Gagnrýnin beindist að hluta til að því að í fangelsi væri verið að vista menn sem frekar þyrftu á aðstoð lækna og heilbrigðisstofnana. Sumir deildu þó á kerfið sem slíkt. Einn þeirra var fyrrverandi fangi og síðar starfsmaður SÁÁ, Vilhjálmur Svan. Vilhjálmur sagði fanga á Litla-Hrauni fá meiri lyfjafræðslu innan fangelsismúra en nemendur í Háskóla Íslands. Að hans mati var stofnunin fæstum til betrunar: Fangelsi á Íslandi eru kjaftæði. Þar ægir öllu saman. Stórglæpamanninum, morðingjanum og þeim sem hnuplaði niðursuðudósinni. Þessir menn eiga ekki saman. Og þær umræður sem eiga sér stað innan múranna eru ekki beint til þess að beina niðursuðudósamanninum inn á réttar brautir. Helgi Gunnarsson, fangelsisstjóri, var alfarið á öðru máli og sagði: Þetta er eins og á góðu sveitaheimili. Mynd frá timarit.is af opnu-umfjöllun Helgarpóstsins frá 5. október 1979. Umfjöllunin kallaði á mikil viðbrögð og fór svo að blaðið sá tilefni til þess að tiltaka það sérstaklega í útgáfu sinni tveimur vikum seinna að fyrir þessa umfjöllun hefði alls verið talað við þrettán viðmælendur, ekki allir hefðu verið nafngreindir. 1981: Seinagangur í kerfinu Næst drepum við niður í umfjöllun Þjóðviljans árið 1981. Upphaf greinarinnar er svohljóðandi: Undanfarin misseri hefur átt sér stað allmikil umræða í blöðunum og tímaritum um málefni fanga hér á landi og hafa flestir þættir fangelsismálanna komið inn í þá umræðu, enda virðist víða vera pottur brotinn í þessum málum hjá okkur. Rætt er við séra Jón Bjarman fangaprest sem gagnrýnir að geðsjúkir menn, sem jafnvel hafa hlotið sýknu sökum veikinda sinna, séu samt sendir í fangelsi því engin önnur stofnun sé tilbúin til að taka við þeim. Séra Jón er efins um frelsissviptingu sem leiði til betrunar. Margir séu dæmdir fyrir smábrot en í þeim efnum fannst Jóni að Svíar og Danir væru lengra komnir í að prófa sig áfram í fangelsismálum. Til dæmis að skipta föngum upp þannig að þeir sem væru að afplána dóma fyrir vægari brot væru ekki á sama stað og harðsvíraðir glæpamenn. Gamalkunnug tugga birtist í niðurlagi viðtalsins, þar sem Jón vísar í seinagang í kerfinu. Flestir þekkja sögur af því þegar mál sitja föst árum saman í dómkerfinu og svo þegar til fullnustu kemur, þá er viðkomandi kannski orðinn gerbreyttur maður, kominn með fjölskyldu og sér fyrir sér og sínum. Jón nefnir dæmi um mann sem varð að bíða árum saman eftir því að dómur félli. Þegar hann (innskot: dómurinn) féll, átti maðurinn orðið vísi að fyrirtæki, góða fjölskyldu og allt gekk í haginn. Hann var látinn taka út sinn dóm og lenti fyrir bragðið aftur út á afbrotabrautinni. Hann bjargaðist að vísu síðar en hvaða tilgangi þjónar svona málsmeðferð? Ekki er drepið á nema litlu broti af fjölmiðlaumfjöllun fyrri tíma í þessari grein. Hér má sjá mynd úr umfjöllun Dagblaðsins vorið 1981. Jóhannes Víglundsson sat þá málþing um fangelsismál, en hann var einn fyrsti frægi glæpamaðurinn á Íslandi, varð þekktur fyrir að vera alltaf að strjúka úr fangelsum. Millifyrirsögnin segir samt mikið um megininntakið. 2005: Sjálfsvíg og önnur alvarlegheit Nú líða 23-24 ár. Fyrst árið 2004, þegar Vísir birti frétt þar sem haft er eftir Valtý Sigurðssyni, þáverandi forstjóra Fangelsismálastofnunar, að í fangelsum séu einstaklingar í langtímavistun sem virkilega þurfi á geðdeildarvistun að halda. Tilefni fréttarinnar var að nokkrum dögum fyrr hafði kona á þrítugsaldri svipt sig lífi innan fangelsis. Í frétt Vísis segir Valtýr sjálfsvíg innan fangelsa mjög fátíð en komi fyrir. Vandamálið væri heilbrigðisþjónusta fyrir fangana og segir í frétt að fyrr þetta ár hafi Valtýr sjálfur ritað heilbrigðisráðherra bréf vegna ónægra úrræða fyrir vistun geðsjúkra fanga. Um það bil eitt ár líður. Aftur vitnar Vísir í Valtý í frétt. En Valtýr hafði þá á málþingi sjálfur vitnað í bréf læknis við fangelsi á höfuðborgarsvæðinu, um kvenfanga sem hafði afplánað í tvö ár, en átti sex ár eftir. Tilvitnunin í bréfið er svohljóðandi: Hafði verið í miklum geðsveiflum, undanfarið verið mjög „óstabíl“ og ósátt, mjög grátgjörn og reið til skiptis. …Hefur nú í þrígang skorið sig, bæði í olnbogabót og úlnlið og að minnsta kosti í eitt skiptið blæddi talsvert. Reyndi einu sinni að hengja sig í öðru fangelsi og einu sinni að kæfa sig með plastpoka. Í niðurlagi fréttarinnar segir: Valtýr undirstrikar að afar mikilvægt sé að í hinu nýja fangelsi sem fyrirhugað er að byggja á Hólmsheiði verði meðal annars sjúkradeild fyrir sakhæfa fanga sem þurfi á bráðameðferð að halda, meðal annars vegna alvarlegrar persónuleikaröskunar. Mynd frá timarit.is af viðtali Þjóðviljans 1981 við séra Jón Bjarman fangaprest, sem gagnrýnir að geðsjúkir menn séu vistaðir í fangelsum og að þar séu allir brotamenn saman; búðahnuplarar og morðingjar. Séra Jón segir seinaganginn í kerfinu of mikinn. Kompás opinberar stöðuna Finna má fjöldann allan af fréttum og greinum um fangelsismál á Íslandi, sem oft virðast nokkuð keimlík innihaldslega séð. Þó hefur ýmislegt jákvætt gerst. Árið 2019 birti Vísir til dæmis frétt um stofnun geðheilbrigðisteymis fanga, sem yrði hreyfanlegt og myndi einnig nýta sér tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu. Í ofangreindri frétt má reyndar sjá að stofnun teymisins kom ekki til af góðu. Því árinu á undan höfðu bráðabirgðaniðurstöður CPT-nefndar Evrópuráðs gert úttekt á íslenskum fangelsum um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Í niðurstöðunum komu fram nokkuð alvarlegar athugasemdir varðandi fyrirkomulag geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Án efa hefur umrædd úttekt þó ekkert endilega verið fréttnæm fyrir helstu hagaðila þess tíma. Enda höfðu aðrar rannsóknir oftar en ekki staðfest niðurstöður sem líklegast þyrfti að bregðast við. Sem dæmi má nefna rannsókn frá árinu 2016 þar sem niðurstöður sýna að geðraskanir á meðal fanga væru að mælast allt að fjórfalt hærri en almennt gildir. Árið 2022 birtist á vef stjórnsýslunnar frétt um að búið væri að tryggja geðheilbrigðisteymi fanga varanlega fjármögnun; 70 milljónir króna á ári. En betur má ef duga skal. Því í umfjöllun Kompáss Stöðvar 2 og Vísis árið 2022 kemur berlega í ljós að enn eru fangar á Litla-Hrauni sem fyrst og fremst þyrftu á aðstoð fagaðila að halda. Í umfjöllun Kompáss á Vísi segir: Sigurður Almar er 39 ára og glímir við fjölþættan vanda. Hann fæddist skyndilega eftir sjö mánaða meðgöngu og var mikið veikur sem barn. Ungur sýndi hann hegðunarvandamál sem versnuðu mikið þegar hann byrjaði í skóla. Sigurður var sendur í greiningar í kringum átta ára aldur og er með ofvirkni, þráhyggju, ADHD og misþroska. Í grunnskóla byrjaði hann að fikta við fíkniefni og var fljótlega vistaður á meðferðarheimilinu Stuðlum og á Háholti. Þess má geta að Sigurður var síðastliðið vor úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann. Í frétt Vísis um málið segir verjandi mannsins að Sigurður hafi ekki haft ásetning til að gera illt. Hann glími við geðræn vandamál og eigi ekki heima í fangelsi. Flækjustigunum fjölgar Nú líður senn að árslokum ársins 2025 og það er ljóst að fyrir hinn almenna leikmann fer flækjustigunum í umræðunni síst fækkandi. Þar sem ýmis mál virðast nú saman í einn graut; nú síðast er kynnt til sögunnar ný náðunarnefnd og í þetta sinn beinast sjónir að því hvað náðunarnefndin mun gera í máli Kourani. Enda segir í ofangreindri frétt Vísis: Sýrlensk stjórnvöld hafa samþykkt að taka við Kourani verði hann fluttur úr landi. Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra hefur sagt of snemmt að segja til um það hvort hún muni undirrita tillögu um náðun Kourani, fallist náðunarnefnd á að náða hann. Náðunarnefnd sé sjálfstæð og hún hafi enga innsýn inn í störf hennar. Vitað er að þótt störf náðunarnefnda hafi í einstaka skipti orðið umdeild í umræðunni hafa störf hennar sjaldnast orðið að milliríkjamáli eða yfir höfuð tengst umræðu um útlendingamál eða stöðu geðheilbrigðisþjónustu. Hvort mál Kourani sé fyrirboði um það sem koma skal verður ekki farið í að ræða hér. Hitt er ljóst að í sumum málum virðast fréttir fjölmiðla fara í hringi árum saman. Svona eins og stundum er sagt um tískuna. Nema fréttir séu bara eins og tískan? Sömu fréttir heimsæki okkur aftur og aftur en þó alltaf í aðeins breyttri mynd: Þá og nú?
Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu „Ég myndi ekki segja að það væri svona mikil klíkumyndun. Að öðru leyti myndi ég svara já; þetta er bara eins og fólk sér þar,“ svarar Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, aðspurður um það hvort upplifunin af því að vera í fangelsi sé eitthvað sambærileg og við sjáum í erlendu sjónvarps- og kvikmyndaefni. 15. október 2023 07:01 Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ „Er þetta fólk ekki bara farið yfir um? hugsaði ég alltaf,“ segir Daníel Rafn Guðmundsson og hlær. 20. apríl 2025 08:02 „Hann virtist ekkert muna hvers konar skrímsli hann gat verið“ „Æskuminningarnar eru eiginlega tvískiptar. Annars vegar góðar minningar um pabba. En hins vegar erfiðleikarnir. Þegar pabbi var í brjálæðiskasti að öskra á mömmu og segja svo hræðilega ljóta hluti við hana að ég get eiginlega ekki endurtekið þá upphátt,“ segir Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates. 22. október 2023 08:01 Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Það er svolítið merkilegt að heyra Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, tala um hvað hún upplifir sig heppna í lífinu. Og svo brosandi er hún í samverunni að það allra síðasta sem manni dettur í hug er hversu mörg og erfið áföll þessi tæplega fimmtuga og flotta kona hefur upplifað. 23. mars 2025 08:00 „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ „Við tölum oft um að þurfa að uppfæra símana okkar og uppfæra tölvurnar okkar. En það sama þarf að gerast hjá fólki með fíknisjúkdóma; sem þarf má segja að uppfæra heilann á sama hátt,“ segir Bergrún Brá Kormáksdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafanemi á Vogi. 11. maí 2025 08:01 Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ 50+: Framhjáhöldum fjölgar Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Sjá meira
Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu „Ég myndi ekki segja að það væri svona mikil klíkumyndun. Að öðru leyti myndi ég svara já; þetta er bara eins og fólk sér þar,“ svarar Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, aðspurður um það hvort upplifunin af því að vera í fangelsi sé eitthvað sambærileg og við sjáum í erlendu sjónvarps- og kvikmyndaefni. 15. október 2023 07:01
Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ „Er þetta fólk ekki bara farið yfir um? hugsaði ég alltaf,“ segir Daníel Rafn Guðmundsson og hlær. 20. apríl 2025 08:02
„Hann virtist ekkert muna hvers konar skrímsli hann gat verið“ „Æskuminningarnar eru eiginlega tvískiptar. Annars vegar góðar minningar um pabba. En hins vegar erfiðleikarnir. Þegar pabbi var í brjálæðiskasti að öskra á mömmu og segja svo hræðilega ljóta hluti við hana að ég get eiginlega ekki endurtekið þá upphátt,“ segir Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates. 22. október 2023 08:01
Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Það er svolítið merkilegt að heyra Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, tala um hvað hún upplifir sig heppna í lífinu. Og svo brosandi er hún í samverunni að það allra síðasta sem manni dettur í hug er hversu mörg og erfið áföll þessi tæplega fimmtuga og flotta kona hefur upplifað. 23. mars 2025 08:00
„Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ „Við tölum oft um að þurfa að uppfæra símana okkar og uppfæra tölvurnar okkar. En það sama þarf að gerast hjá fólki með fíknisjúkdóma; sem þarf má segja að uppfæra heilann á sama hátt,“ segir Bergrún Brá Kormáksdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafanemi á Vogi. 11. maí 2025 08:01