„Við erum öll ólík en það er mjög hvetjandi að vinna saman“ Verslunin Apotek Atelier var opnuð í nóvember síðastliðnum á Laugavegi 16 og selur íslenska og vandaða hönnun. Rýmið er rekið af þremur íslenskum fatahönnuðum, Halldóru Sif með Sif Benedicta, Ýr Þrastardóttur með Another Creation og Sævari Markúsi sem hannar undir eigin nafni. 29.4.2022 13:30
Biður foreldra sína fyrirgefningar í nýju lagi Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar var að senda frá sér lagið Brenndur, sem fylgir á eftir hinu gífurlega vinsæla ástarlagi Ástin heldur vöku. Júlí frumflutti lagið í gær í beinni hjá Gústa B í útvarpsþættinum Veisla á FM957. Blaðamaður tók púlsinn á tónlistarmanninum og fékk að heyra söguna á bak við lagið. 29.4.2022 08:31
Auka sýnileika hjá úkraínsku listafólki á Íslandi Samtökin ARTISTS4UKRAINE opnuðu á dögunum listgallerí á Laugavegi 12, í sama húsi og Prikið er staðsett. Þar sýna úkraínskir listamenn verk sín ásamt öðrum og stefnt er að því að hafa galleríið gangandi í að minnsta kosti tvo mánuði til viðbótar. Blaðamaður ræddi við Alexander Zaklynsky, sem stofnaði ARTISTS4UKRAINE ásamt Juliu Mai Linnéu Mariu. 26.4.2022 12:30
Nýtt lag frá Vök: „Að utan virðist hún djörf og óttalaus, en að innan er hún niðurbrotin og hrædd“ Þríeykið Vök var að senda frá sér nýtt lag sem ber nafnið „Miss Confidence“ og fylgir í kjölfar „Lose Control“ sem gefið var út í lok febrúar. 25.4.2022 16:00
The Weeknd steypir Frikka Dór af stóli Kanadíski söngvarinn The Weeknd skipar fyrsta sæti íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið sitt Sacrifice. Friðrik Dór dettur niður um eitt sæti eftir margar vikur á toppnum með lagið Bleikur og Blár. 23.4.2022 16:00
„Maður myndi ekki kunna að meta það ef allt gengi upp“ Árni Páll Árnason er listamaður og rappari, þekktur undir listamannsnafninu Herra Hnetusmjör, og á að baki sér ótal marga smelli á borð við „Upp Til Hópa“ og „Já ég veit“. Árni er mikill fjölskyldumaður, tveggja barna faðir og nýtur lífsins edrú, eins og kemur gjarnan fram í textum hans. Árni Páll er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 23.4.2022 11:31
„Í dag er bjartara yfir lífinu og auðveldara að gera þessa lífsreynslu upp“ Nýja íslenska rokk hljómsveitin Tragically Unknown sendi frá sér sitt fyrsta lag í dag sem ber nafnið Villain Origin Story. Hljómsveitin er skipuð þeim Oddi Mar Árnasyni gítarleikara, Helenu Hafsteinsdóttur söngkonu, textasmið og lagahöfundi, og Þórgný Einari Albertssyni bassaleikara og lagahöfundi. Blaðamaður hafði samband við þau og fékk að heyra nánar frá nýja laginu. 22.4.2022 10:00
Opna sýninguna Lífsleikni: „Lítum aftur á þessi augnablik sem höfðu svo gríðarlega mikil áhrif á mörg okkar“ Laugardaginn 23. apríl næstkomandi opnar sýning Dýrfinnu Benitu Basalan, Lífsleikni, í Listval, Hólmaslóð 6. 21.4.2022 11:31
Frikki Dór og Britney Spears eru innblástur í myndlistinni Myndlistarkonan Kristín Dóra var skilgreind sem popplistamaður þegar hún var í námi við Listaháskólann. Hún segir mikilvægt að ólíkar stefnur fái að taka pláss í myndlistarheiminum í dag. Kristín Dóra er viðmælandi í nýjasta þætti KÚNST en þáttinn má finna í heild sinni neðar í pistlinum. 21.4.2022 07:01
Rakel Tómasdóttir opnar sýninguna Hillingar: „Það er hægt að segja svo margt án orða“ Listakonan Rakel Tómasdóttir opnar sýninguna Hillingar í dag klukkan 17:30 í Núllinu, Bankastræti 0. Á sýningunni fá gestir rými til að velta raunveruleikanum fyrir sér ásamt því að verða hluti af verkunum, þar sem öll verkin eru máluð á plexiglerplötur ofan á spegil. Blaðamaður hafði samband við Rakel og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim. 20.4.2022 11:31