Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

KÚNST: Hughreysting til vinkonu varð að einhvers konar alheims orku sannleika

Myndlistarkonan Kristín Dóra Ólafsdóttir er þekkt fyrir grípandi textaverk í bland við falleg form á striga. Hún er mikil talskona dagbókarskrifa og segir skrifin gjarnan einhvers konar leit að sannleika en hefur gaman að því hvernig orðin geta aðlagað sig að breyttum aðstæðum hverju sinni. Kristín Dóra er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum.

„Fólk var að rífast um það hver Húgó væri á meðan að ég sat bara beint fyrir framan þau“

Tónlistarmaðurinn Hugo skipar þriðja sæti íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Farinn. Hugo var valinn Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár og hefur vakið mikla athygli fyrir grímuna sem hann klæðist hvert skipti sem hann kemur fram. Enginn virðist vita hver raunverulegi maðurinn sé á bak við Hugo. Blaðamaður hafði samband við Hugo og tók púlsinn á honum.

Besta ráðið kom frá laginu „Geðveikt Fínn Gaur“

Guðrúnu Ýr Eyfjörð, GDRN, er margt til listanna lagt en ásamt því að vera ein ástsælasta söngkona landsins er hún einnig leikkona sem fór með aðal hlutverk í Netflix seríunni Katla. Guðrún, sem er ófrísk af sínu fyrsta barni, hlakkar mikið til framtíðarinnar en passar að vera hamingjusöm í nú-inu. GDRN er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

„Tónlist hefur verið minn persónulegi sálfræðingur frá því að ég byrjaði fyrst að semja“

Eydís Helena Evensen er skapandi listakona með meiru sem ber ýmsa hatta á borð við tónskáld og píanóleikara. Hún sendi frá sér EP plötuna Frost síðastliðna helgi en þar er að finna fjögur tónverk eftir Eydísi. Samhliða plötunni sendu Eydís og maki hennar Einar Egils frá sér myndverk við lagið Dawn is near. Blaðamaður hafði samband við Eydísi og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim.

Með hækkandi sól klífur listann

Nú styttist óðfluga í Eurovision og íslenski listinn fylgist spenntur með á hliðarlínunni. Framlag okkar Íslendinga, lagið Með hækkandi sól, hækkar sig um tólf sæti á milli vikna og situr nú í sjötta sæti íslenska listans. 

Lét húðflúra á sig pizzusneið af ást sinni á pizzu

Álfgrímur Aðalsteinsson er lífskúnstner sem sérhæfir sig í skapandi verkefnum og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Hann elskar list af öllu tagi og finnst pizza svo góð að hann lét húðflúra pizzusneið á fótinn sinn. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Innri börnin blása lífi í trylltar konur í pönkhljómsveit

Pönksveitin The Boob Sweat Gang sendi frá sér sitt fyrsta lag, „Alpha Mom“, í dag ásamt tónlistarmyndbandi þar sem hliðar sjálf hljómsveitarmeðlima fá að skína. Blaðamaður hafði samband við hljómsveitina, en allir meðlimir sveitarinnar eru sviðslistakonur.

Sjá meira