Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Leyfa sér að vera berskjaldaður, treysta og þar með upplifa ástina“

Tónlistarkonurnar Zoë Vala og Gunnur Arndís voru að senda frá sér lagið Baby The Ocean, sem er seiðandi popp sumarsmellur með jazz innblæstri. Lagið fjallar um að leyfa sér að vera berskjaldaður, treysta og þar með upplifa ástina og allt það fallega sem hún getur haft í för með sér.

Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe

Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 

Ólíkir dansarar frá tólf ára upp í áttrætt sameinast í einu dansverki

Danshöfundarnir Alexander Roberts og Ásrún Magnúsdóttir frumsýna sýninguna Ball næstkomandi föstudag, 6. maí, fyrir Íslenska dansflokkinn og níu gesta dansara. Sýningin fer fram á Nýja sviði í Borgarleikhúsinu. Þar sameinast dansarar á öllum aldri með gjörólíkan bakgrunn og er dansgleðin í forgrunni. Blaðamaður hafði samband við Alexander og Ásrúnu og fékk að heyra nánar frá sýningunni.

Orð frá ókunnugum í sundi enduðu á kaffibollum

Samskipti manna og fugla, fagurfræði fuglabaða, samræður ókunnugra og gott kaffi er meðal viðfangsefna hjá Studio allsber á HönnunarMars í ár. Þetta skapandi teymi var stofnað árið 2020 og samanstendur af þeim Agnesi Freyju Björnsdóttir, Silvíu Sif Ólafsdóttur og Sylvíu Dröfn Jónsdóttur en þær leira keramikmuni með dass af leikgleði og einföldu handverki. Blaðamaður hafði samband við þær og tók púlsinn fyrir HönnunarMars.

Dansgleðin eykst í takt við hækkandi sól

Tónlistarmaðurinn Farruko trónir á toppi íslenska listans þessa vikuna með lagið Pepas. Lagið kom út síðastliðið sumar og er skothelldur danssmellur sem flæðir vel og býr yfir kröftugu viðlagi sem er næstum ómögulegt að dansa ekki við.

„Mætti hlúa töluvert betur að minni andlegu heilsu“

Aníta Briem hefur verið viðriðin leiklistina frá því hún var níu ára gömul. Hún á að baki sér fjölmörg verkefni bæði hér heima og erlendis. Á undanförnum árum hefur hún verið að gera það virkilega gott á Íslandi og fór meðal annars með hlutverk í sjónvarpsseríunni Ráðherrann árið 2020, kvikmyndinni Skjálfta sem kom út fyrr á árinu og hinni ný frumsýndu Berdreymi. Nú vinnur hún að sjónvarpsseríu sem hún skrifaði. Þessi hæfileikaríka listakona elskar bækur og tónlist og segir engan dag í sínu lífi eins. Aníta Briem er viðmælandi vikunnar hjá Innblæstrinum.

„Það tengja allir við sína sundlaug“

Myndlistarmaðurinn Unnar Ari opnar sýninguna Sundform á HönnunarMars þann fjórða maí næstkomandi. Á sýningunni verða 105 prentverk eftir Unnar af hverri einustu sundlaug landsins. Blaðamaður heyrði í Unnari og fékk að heyra nánar frá þessu skapandi verkefni.

Útskriftarnemar HR fara loksins á sína fyrstu árshátíð áður en skólagöngu þeirra lýkur

Það ríkir mikil gleði hjá nemendum Háskólans í Reykjavík um þessar mundir þar sem þeir eru loksins að halda árshátíð eftir þriggja ára bið. Veisluhöldin eru þeim án efa kærkomin en fyrir tveimur árum var árshátíðinni aflýst degi fyrir viðburðinn vegna Covid. Blaðamaður hafði samband við Alexander Ágúst, formann stúdentafélags HR, og tók púlsinn á honum.

Sjá meira