Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fossar og furðuverk sameinast í sendiráðinu

Listamaðurinn Jón Sæmundur stendur fyrir málverkasýningunni Fossar og Furðuverur í íslenska sendiráðinu í Bretlandi um þessar mundir. Á sýningunni blandar Jón saman seríum sem hann hefur verið að vinna að undanfarið en viðfangsefnið er fossar og önnur furðuverk, sem hafa lengi verið Jóni hugleikin. Blaðamaður heyrði í Jóni og fékk nánari innsýn í innblástur hans.

Systur voru í tíunda sæti á þriðjudaginn

Nú hefur verið opinberað hvernig kosningin var í undankeppnum Eurovision. Systur, sem fluttu framlag Íslands í ár, voru í tíunda sæti á þriðjudag. Tíu lönd komust áfram. 

Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022

Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 

Mætt á toppinn og verður því „Aldrei toppað“

Lagið „Aldrei toppað“, flutt af FM95Blö og Aroni Can, skipar fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna. Tíu ára afmælishátíð FM95Blö fór fram með pomp og prakt í gærkvöldi og hefur lagið verið á stöðugri siglingu upp á við að undanförnu.

Kom á óvart hvað Eurovision var fjölskylduvænt og þægilegt

Hjónin Ragnar Jónasson og María Margrét Jóhannsdóttir skelltu sér til Tórínó ásamt dætrum sínum til að sjá Ísland á sviði. Þau segja Eurovision hina bestu fjölskylduskemmtun og stefna sannarlega á að fara aftur. Júrógarðurinn tók púlsinn á þeim og fékk að heyra meira um þessa fjölskylduferð.

Framlag Lettlands tók íslenska lagið í beinni fyrir blaðamenn

Hljómsveitin Citi Zēni keppti fyrir hönd Lettlands í Eurovision í ár. Lagið þeirra Eat Your Salad komst ekki áfram úr undanriðlinum en þeir náðu þó að dreifa boðskap sínum, sem snýst um að velja grænmetisfæðu og hugsa vel um plánetuna. Júrógarðurinn átti líflegt spjall við hljómsveitina, sem söng meðal annars fyrir okkur eigin útgáfu af Með hækkandi sól.

Sjá meira