Svana Gísla framleiðir ABBA sýninguna í London: „Þetta hefur aldrei verið gert áður“ Framleiðandinn Svana Gísla hefur á undanförnum árum unnið hörðum höndum að því að láta stórsýninguna ABBA Voyage verða að veruleika. Svana og Ludvig Andersson framleiða sýninguna saman og unnu þau náið með leikstjóranum Baillie Walsh. Blaðamaður tók púlsinn á Svönu og fékk að heyra nánar frá þessu spennandi ferli. 21.6.2022 10:00
„Hef oftast hugsað um tísku sem eins konar ofurhetjubúning“ Sindri Snær Einarsson er þrítugur Reykvíkingur sem hefur alla tíð haft brennandi áhuga á tísku. Hann hefur aldrei trúað á boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði og man eiginlega alltaf í hverju hann var hverju sinni. Sindri Snær er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 19.6.2022 07:01
Lizzo í fyrsta sæti: „Kominn tími til“ Söngkonan Lizzo trónir á toppi íslenska listans um þessar mundir með nýjasta lagið sitt About Damn Time. Lagið, sem hefur náð miklum vinsældum um allan heim, hefur hækkað sig upp listann á undanförnum vikum. 18.6.2022 16:01
„Margt verra en smá brussugangur“ Eva Ruza er lífskúnstner með meiru en hún hefur haslað sér völl í skemmtanabransanum á Íslandi á undanförnum árum. Pizza er umhugsunarlaust uppáhalds maturinn hennar og hún segist geta fundið innblástur í hvaða verkefni sem er. Eva Ruza er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 18.6.2022 11:30
Arfleiddur sársauki og samvitund kynslóða í Ásmundarsal Ásmundarsalur opnar sýningu Julie Lænkholm We The Mountain / Fjallið við, laugardaginn 18. júní klukkan 14:00. 18.6.2022 10:01
Sól og sumardans ásamt myrkari hliðum tilverunnar Benni Hemm Hemm var að gefa út lagið Eitthvað leiður í dag, á 17. Júní. Lagið er unnið með hópi öflugs tónlistarfólks sem leika á hin ýmsu hljóðfæri. Blaðamaður tók púlsinn á Benna. 17.6.2022 15:30
„Persónulegt og hrátt“ Íslenska rokkhljómsveitin Tragically Unknown var að senda frá sér lagið In Between í dag, á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga. Hljómsveitin er skipuð þeim Helenu Hafsteinsdóttur, Oddi Mar Árnasyni og Þórgný Einari Albertssyni. Blaðamaður hafði samband við þau og fékk að heyra nánar frá nýja laginu. 17.6.2022 13:31
„Er í fyrsta skipti að semja lög út frá hjartanu en ekki bara að syngja um Dicks“ Tónlistarmaðurinn Ingi Bauer var að gefa út lagið HUGSANIR en þetta er fyrsta lag af væntanlegri plötu frá honum sem mun bera nafnið ÁST. 17.6.2022 10:31
„Alltaf gaman að styðja og vinna með öðrum tónlistarkonum“ Tónlistarkonurnar Áslaug Dungal, Fríd og Karítas halda saman tónleika í rýminu Mengi í kvöld. Blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá sköpunargleði þeirra. 15.6.2022 11:30
Vilja vekja athygli á því að rusl er gull RUSL Fest er lista- og hönnunarhátíð sem haldin verður dagana 27. júní - 2. júlí næstkomandi í Gufunesi, nýju hverfi skapandi greina í Reykjavík. Blaðamaður hafði samband við Narfa, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, og fékk að heyra nánar frá ferlinu á bak við RUSL Fest. 14.6.2022 12:30