„Svo ræski ég mig, set upp sólgleraugun og negli á svið“ Hljómsveitin Hipsumphaps gerði garðinn frægan með fyrsta laginu sínu Lífið sem mig langar í sem kom út árið 2019. Sveitin hefur síðan þá verið vinsæl víða um landið og spilað á ýmsum hátíðum. Blaðamaður tók púlsinn á Fannari Inga, söngvara sveitarinnar. 19.7.2022 11:31
„Í jörðu djúpt undir umferðinni bíður ófæddur skógur þögull í þúsund ár“ Listakonan Björg Örvar opnaði myndlistarsýningu í Gallery Þulu um síðustu helgi. Sýningin ber nafnið „Í jörðu djúpt undir umferðinni bíður ófæddur skógur þögull í þúsund ár“, en titillinn er tilvitnun í ljóð skáldsins Tomas Tranströmer. 19.7.2022 09:31
„Við bjuggum eitthvað til og nú kunna aðrir það“ Hljómsveitin FLOTT er skipuð fimm tónlistarkonum úr ólíkum áttum tónlistarheimsins, þeim Ragnhildi, Sylvíu, Sólrúnu Mjöll, Eyrúnu og Vigdísi. FLOTT hefur vakið athygli undanfarin misseri, voru sem dæmi með lag í Áramótaskaupinu og skrifuðu í vetur undir samning við Sony. Stelpurnar koma fram á Þjóðhátíð í ár en þetta er í fyrsta skipti sem þær sækja hátíðina. 18.7.2022 12:30
„Í raun er fólk að fá að fylgjast með bataferli mínu nánast frá upphafi“ Tónlistarkonan Sjana Rut gaf út plötuna Unbreakable fyrsta júlí síðastliðinn. Platan er seinni hluti af tvískiptri plötu sem nefnist Broken/Unbreakable og fjallar um kynferðisofbeldi sem Sjana Rut varð fyrir sem barn. Blaðamaður ræddi við Sjönu um tónlistina og lífið. 18.7.2022 09:31
„Bónus ef að fólk leggur við hlustir og tala nú ekki um ef það hefur gaman af því í leiðinni“ Jafet Máni Magnúsarson var að gefa út sitt fyrsta lag, Tengja mig, undir listamannsnafninu JAFET. Blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra meira. 17.7.2022 11:00
„Ekki láta fyrirfram ákveðna samfélags staðla ráða því hverju þú klæðist“ Ragnheiður Anna Róbertsdóttir er leiðsögukona, ferðaskipuleggjandi og mikil áhugakona um tísku sem hefur að eigin sögn alltaf verið mjög glysgjörn. Hún bíður ekki eftir tilefni til að nota fínar flíkur og er dugleg að láta gera við fötin sín frekar en að kaupa alltaf nýtt. Ragnheiður Anna er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 17.7.2022 07:01
Íslenska sumarið nálgast toppinn Tónlistarmaðurinn Gummi Tóta skipar þriðja sæti íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið sitt Íslenska sumarið. Söngkonan Klara Elias situr staðföst í fyrsta sætinu með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór skipa annað sæti með lagið Dansa. Því eru efstu þrjú lög vikunnar íslensk. 16.7.2022 18:01
„Mikilvægara að sleppa tökunum á hlutum heldur en að fá eitthvað nýtt“ Bergþór Másson er lífskúnstner mikill sem starfar sem umboðsmaður fyrir vinsæla rappara og tónlistarmenn hérlendis. Einnig stýrir hann hlaðvarpinu Skoðanabræður, stundar meistaranám við ritlist og hugar vel að líkama og sál. Bergþór Másson er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 16.7.2022 11:31
Halda orkustiginu í hæstu hæðum Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. 15.7.2022 11:31
Miss Universe Iceland: Vandræðalegt og fyndið atvik á fyrstu æfingunni Kolbrún Perla tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Akureyri. Kolbrún elskar humar og hljóðbækur og syngur alltaf Dancing Queen í karókí. Hún segir erfiðara en maður heldur að æfa gönguna í kvöldkjólunum og er stolt af því að hafa stigið út fyrir þægindarammann. 15.7.2022 08:30