Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Við munum gefa allt okkar í þetta“

Hljómsveitin Reykjavíkurdætur spilar á sinni fyrstu Þjóðhátíð um helgina en þær hafa átt viðburðaríkt sumar og spilað á tónleikum víðs vegar, bæði hérlendis og erlendis. Þær hlakka mikið til að spila fyrir Brekkugesti og eru sérstaklega spenntar fyrir því að áhorfendur skilji allt sem þær segja. Blaðamaður tók púlsinn á Steiney Skúladóttur, meðlim hljómsveitarinnar, og fékk að heyra frá stemningunni hjá stelpunum.

Sú hljómsveit á Íslandi sem oftast hefur spilað á Þjóðhátíð

Lúðrasveit Vestmannaeyja er stofnuð árið 1939 af Oddgeiri Kristjánssyni og félögum. Sveitin hefur spilað á öllum þjóðhátíðum síðan og því sú hljómsveit á Íslandi sem oftast hefur spilað á Þjóðhátíð. Blaðamaður tók púlsinn á Jarli Sigurgeirssyni, tónlistarmanni og stjórnanda Lúðrasveitarinnar, og fékk að heyra nánar frá atriði sveitarinnar.

Beyoncé sendir frá sér nýja plötu og þakkar aðdáendum sínum

Söngkonan og ofurstjarnan Beyoncé var að senda frá sér sína sjöundu stúdíó plötu sem ber nafnið RENAISSANCE, eða Endurreisn. Er um að ræða sextán laga breiðskífu sem kom út á miðnætti og er þetta fyrsti hluti af þremur sem Beyoncé hyggst gefa út sem seríu.

Lætur ekkert stoppa sig

Elsa Rún Stefánsdóttir er meðal keppenda í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Central Reykjavík. Elsa er dugleg að ögra sjálfri sér og takast á við áskoranir og segir keppnina hafa aukið sjálfstraust hennar til muna. Hún hefur gengið í gegnum ýmsa erfiðleika á lífsleiðinni, fengið heilablæðingu tvisvar sem dæmi, en lætur ekkert stoppa sig og vill veita öðrum innblástur til að fylgja sínu.

„Fólkið sér að okkur finnst þetta jafn gaman og þeim“

FM95Blö verður meðal atriða á Þjóðhátíð í ár en strákarnir hafa verið reglulegir flytjendur á hátíðinni undanfarin ár. Blaðamaður heyrði í Auðunni Blöndal og fékk að taka púlsinn á honum rétt fyrir stóru stundina.

Ætlar að njóta hverrar einustu mínútu

Tónlistarmaðurinn Hreimur hefur gefið út hvorki meira né minna en sex Þjóðhátíðarlög og þar á meðal er lagið Lífið er yndislegt sem flestir tengja óneitanlega alltaf við Þjóðhátíð. Hann kom fyrst fram á hátíðinni árið 1997 þegar Land og synir voru óþekkt hljómsveit. Hreimur hlakkar mikið til að Þjóðhátíð verði loksins aftur haldin nú um helgina.

Var flogið á sína fyrstu Þjóðhátíð sem óvænt atriði

Sverrir Bergmann fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir 21 ári en þá var honum flogið til Vestmannaeyja til að flytja lagið Án þín fyrir brekkugesti. Hann hefur verið reglulegur flytjandi á hátíðinni síðan þá og kemur fram í ár bæði með hljómsveitinni Albatross og FM95Blö.

„Gleðjast og lifa lífinu í friði, sátt og samlyndi“

Herbert Guðmundsson er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum og býr yfir mikilli reynslu á því að koma fram. Hann er meðal þeirra sem spila á Þjóðhátíð í ár en þetta er þó hans fyrsta Þjóðhátíð frá upphafi. Áður en hann stígur á svið mun hann taka góða bæn og biðja fyrir að hátíðin fari vel fram.

„Nóg af grúvi og góðu skapi“

Sara Mjöll Magnúsdóttir er jazz tónlistarkona, píanó- og hammond-orgel leikari sem stendur fyrir tónleikum á morgun, 28. júlí, á Skuggabaldri. Sara Mjöll stundar nám við William Paterson University og er búin að búa í New Jersey í Bandaríkjunum í nokkur ár. 

Sjá meira