Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Alltaf verið bendlaður við alvöru partý stemningu“

Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ingi Bauer er maðurinn á bak við lög á borð við Dicks og Upp til hópa. Hann hefur komið fram á hinum ýmsu hátíðum og spilað víðs vegar um landið en hann er meðal atriða á Þjóðhátíð í ár og segist alltaf hafa verið bendlaður við alvöru partý stemningu.

Miss Universe Iceland: Eltir drauma sína sama hvað öðrum finnst

Hrafnhildur Haraldsdóttir er meðal keppenda í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss East Reykjavík. Hrafnhildur elskar sushi og pizzu, lítur mikið upp til afa sinna og stefnir á læknisfræði í framtíðinni. Hún segir keppnina meðal annars hafa aukið sjálfstraustið og er stolt af því að elta drauma sína óháð áliti annarra.

„Ég man varla eftir tónleikunum sökum sjóriðu“

Birgitta Haukdal er ein ástsælasta söngkona okkar Íslendinga og þaulvön því að stíga á svið fyrir framan fjöldann allan af áhorfendum. Fyrir um það bil tuttugu árum síðan spilaði hún á sinni fyrstu Þjóðhátíð með hljómsveitinni Írafár en hún kemur fram í Herjólfsdal í ár, bæði ein og með hljómsveitinni. Blaðamaður tók púlsinn á Birgittu.

Miss Universe Iceland: Gerði þau mistök að gefa dúfu franska kartöflu

Sunna Dögg Jónsdóttir er meðal keppenda í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Western Iceland. Sunna er enginn nýgræðingur í fegurðarsamkeppnunum og hefur keppt áður í slíkum bæði hérlendis og erlendis. Hún lifir fyrir líðandi stund en setur sér þó markmið og stefnir á að ljúka mastersgráðu í lögfræði í framtíðinni.

Miss Universe Iceland: „Æfingin skapar meistarann“

Maríanna Líf Swain tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Njarðvík. Hún er að taka þátt í annað sinn í keppninni og segir þátttökuna hafa gert mikið fyrir sig og sitt sjálfstraust. Maríanna elskar gott sushi, stefnir á afbrotafræði í framtíðinni og er stolt af sterkri réttlætiskennd sinni.

„Það er nú ekki flóknara en það“

Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er með frægari tónlistarmönnum okkar Íslendinga og á marga smelli að baki sér. Ásamt því að vera atvinnu rappari mun hann sinna hlutverki dómara í Idolinu sem fer af stað á Stöð 2 í vetur. Herra Hnetusmjör kemur fram á Þjóðhátíð í ár og segir að hátíðargestir megi búast við skemmtun á heimsmælikvarða.

Sia er óstöðvandi

Söngkonan Sia er mætt á Íslenska listann á FM957 með lagið Unstoppable í nýjum búning tónlistarmannsins R3HAB. Sia hefur verið virk í tónlistarheiminum síðastliðna tvo áratugi og slær ekki slöku við, því má með sanni segja að hún sé óstöðvandi eins og lagið gefur til kynna.

Sjá meira