„Alltaf verið bendlaður við alvöru partý stemningu“ Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ingi Bauer er maðurinn á bak við lög á borð við Dicks og Upp til hópa. Hann hefur komið fram á hinum ýmsu hátíðum og spilað víðs vegar um landið en hann er meðal atriða á Þjóðhátíð í ár og segist alltaf hafa verið bendlaður við alvöru partý stemningu. 27.7.2022 11:31
Miss Universe Iceland: Eltir drauma sína sama hvað öðrum finnst Hrafnhildur Haraldsdóttir er meðal keppenda í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss East Reykjavík. Hrafnhildur elskar sushi og pizzu, lítur mikið upp til afa sinna og stefnir á læknisfræði í framtíðinni. Hún segir keppnina meðal annars hafa aukið sjálfstraustið og er stolt af því að elta drauma sína óháð áliti annarra. 27.7.2022 08:30
Georg á Kalda bar og Anaïs Barthe: Brúðkaupsdraumur í Suður-Frakklandi George Leite eigandi Kalda bars giftist ástinni sinni Anaïs Barthe Leite í síðustu viku við fallega athöfn í Suður-Frakklandi. Lífið á Vísi tók púlsinn á honum og fékk að heyra meira um stóra daginn. 26.7.2022 15:31
„Ég man varla eftir tónleikunum sökum sjóriðu“ Birgitta Haukdal er ein ástsælasta söngkona okkar Íslendinga og þaulvön því að stíga á svið fyrir framan fjöldann allan af áhorfendum. Fyrir um það bil tuttugu árum síðan spilaði hún á sinni fyrstu Þjóðhátíð með hljómsveitinni Írafár en hún kemur fram í Herjólfsdal í ár, bæði ein og með hljómsveitinni. Blaðamaður tók púlsinn á Birgittu. 26.7.2022 11:31
Miss Universe Iceland: Gerði þau mistök að gefa dúfu franska kartöflu Sunna Dögg Jónsdóttir er meðal keppenda í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Western Iceland. Sunna er enginn nýgræðingur í fegurðarsamkeppnunum og hefur keppt áður í slíkum bæði hérlendis og erlendis. Hún lifir fyrir líðandi stund en setur sér þó markmið og stefnir á að ljúka mastersgráðu í lögfræði í framtíðinni. 26.7.2022 08:31
Miss Universe Iceland: „Æfingin skapar meistarann“ Maríanna Líf Swain tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Njarðvík. Hún er að taka þátt í annað sinn í keppninni og segir þátttökuna hafa gert mikið fyrir sig og sitt sjálfstraust. Maríanna elskar gott sushi, stefnir á afbrotafræði í framtíðinni og er stolt af sterkri réttlætiskennd sinni. 25.7.2022 14:01
„Það er nú ekki flóknara en það“ Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er með frægari tónlistarmönnum okkar Íslendinga og á marga smelli að baki sér. Ásamt því að vera atvinnu rappari mun hann sinna hlutverki dómara í Idolinu sem fer af stað á Stöð 2 í vetur. Herra Hnetusmjör kemur fram á Þjóðhátíð í ár og segir að hátíðargestir megi búast við skemmtun á heimsmælikvarða. 25.7.2022 13:01
„Einhverskonar birtingarmynd af því hver maður var eða vildi vera á þeim tíma“ Ída Pálsdóttir er tískuspegúlant með meiru sem segir tísku vera sitt uppáhalds listræna tjáningarform. Ída starfaði í fatabúð í tíu ár en er nú búsett í Kyoto, Japan ásamt eiginmanni sínum og barni og sækir mikinn tískuinnblástur í umhverfið þar. Ída Páls er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 24.7.2022 07:00
Sia er óstöðvandi Söngkonan Sia er mætt á Íslenska listann á FM957 með lagið Unstoppable í nýjum búning tónlistarmannsins R3HAB. Sia hefur verið virk í tónlistarheiminum síðastliðna tvo áratugi og slær ekki slöku við, því má með sanni segja að hún sé óstöðvandi eins og lagið gefur til kynna. 23.7.2022 16:01
Fara yfirleitt ekki á svið nema þeir séu búnir að setja krem á tásurnar Hljómsveitin Bandmenn hefur verið starfrækt í nokkur ár og notið mikilla vinsælda á ýmsum viðburðum hérlendis. Meðlimir sveitarinnar eru góðir vinir sem elska að koma fram saman en þeir verða á stóra sviðinu í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgina. 23.7.2022 12:30