Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stuðlabandið springur út í Brasilíu

Hljómsveitin Stuðlabandið vakti athygli á Kótelettunni nú í júlí þegar þeir tóku hið sígilda barnalag Í larí lei og allt ætlaði um koll að keyra en atriðið var tekið upp á myndband sem birtist á vefsíðunni Youtube. Lagið er upphaflega gefið út af brasilísku tónlistarkonunni XUXA og heitir Ylarie en í kjölfar óvæntrar atburðarrásar birti hún myndbandið af Stuðlabandinu á Instagram síðu sinni. Blaðamaður heyrði í Fannari Frey meðlim Stuðlabandsins.

„Hér munu hlutir fæðast“

Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar svokallað pop-up stúdíó og gallerí að Bankastræti 12. Hún fagnaði þrítugs afmæli sínu í síðustu viku og í tilefni af því mun hún halda sameiginlegt afmælisteiti og opnun á galleríinu í dag frá klukkan 17:00-20:00. Blaðamaður tók púlsinn á Júlíönnu og fékk að heyra nánar frá.

„Hin lifandi list er auðvitað bara lífið sjálft“

Listmálarinn Margrét Jónsdóttir stendur fyrir sýningunni ÓBÆRILEGUR LÉTTLEIKI TILVERUNNAR í Gallerí Gróttu. Í list sinni er hún stöðugt að túlka það sem hún skynjar í umhverfinu, þjóðfélagsstöðu sinni og samfélaginu.

„Mikilvægt að þetta komi allt frá persónulegum og berskjölduðum stað“

Aron Ingi Davíðsson vakti athygli sem einn af eigendum og meðlimum Áttunnar á sínum tíma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en Aron flutti meðal annars til Los Angeles til að læra leikstjórn og handritsgerð við New York Film Academy. Nú vinnur hann að því að skrifa þáttaseríu með framleiðslufyrirtækinu ZikZak þar sem Sigurjón Sighvatsson er yfirframleiðandi en um er að ræða unglingaseríu sem kemur inn á ýmis málefni og byggir á persónulegri reynslu. Blaðamaður tók púlsinn á Aroni Inga.

Auglýsti nýja plötu í dalnum með QR kóða

Daníel Dagur Hermannsson, jafnan þekktur sem Danjel, er sextán ára tónlistarmaður og rappari sem var að gefa út EP plötuna Óregla. Blaðamaður tók púlsinn á Daníel.

„Einn daginn mun ég prófa þetta“

Elísabet Tinna Haraldsdóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Mosfellsbær. Hún hefur alla tíð haft áhuga á keppnum á borð við þessa og segist hafa lært heilmikið í þessu ferli. Elísabet Tinna elskar jóla skinku, hlustar á alla tónlist og stefnir á ferðalög og leiklist í framtíðinni.

Miss Universe Iceland: Nýbúin að læra að gera tattoo

Jóna Vigdís Guðmundsdóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Southwestern Iceland. Jóna Vigdís starfar sem húðflúrslistakona á stofunni Lifandi list og stefnir á að útskrifast sem viðskiptafræðingur í framtíðinni. Hún segir keppnina gott tækifæri til að fara út fyrir þægindarammann og sigrast á feimninni.

„Stíllinn minn verður af­slappaðri með tímanum“

Hönnuðurinn Sigríður Ágústa Finnbogadóttir er mikill tískuspegúlant sem hefur meðal annars hannað ýmsan sviðsklæðnað á söngkonuna Bríeti. Hún lýsir stílnum sínum sem hversdagslegum með örlitlum glamúr, sækir innblástur í ólík tímabil tískusögunnar og hefur gaman að því að sjá persónulegan stíl fólks skína í fatavali. Sigríður Ágústa er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Þjóðhátíðarstemning á Íslenska listanum

Af efstu fimm lögum Íslenska listans í þessari viku eru fjögur íslensk. Klara situr staðföst á toppi listans með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt og má með sanni segja að Þjóðhátíðarstemningin sé að ná algjöru hámarki um helgina.

„Það er enginn að fara að lifa þessu lífi fyrir þig“

Helga Hvanndal Björnsdóttir er heimspekimenntaður landvörður sem býr yfir ólæknandi ferðaþrá og hefur ferðast víðs vegar um heiminn. Á undanförnum árum hefur Helga Hvanndal verið búsett á ýmsum stöðum, erlendis og í afskekktri íslenskri náttúru, og segir morgunkaffið eina örugga fasta liðinn í hennar lífi. Hún starfaði sem sushi kokkur í dágóðan tíma áður en ævintýraþráin heltist yfir hana og segir bæði sushi og pizzu vera hennar uppáhalds mat. Helga Hvanndal er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Sjá meira