Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Elti ástina til Ís­lands

„Í hvert skipti sem ég skapa þá reyni ég að byggja brú á milli ólíkra hluta, ólíkra menninga og hugmynda, því í kjarnann er ég þannig listamaður,“ segir tónlistarmaðurinn Sonny Bouraima, sem notast við listamannsnafnið snny og var að senda frá sér plötuna caféradio.

Taka á­kvörðun á hverjum degi að elska hvort annað

„Það er alltaf hægt að rækta neistann. Við erum alveg funheit í dag,“ segja hjónin Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi, og Katrín Katrínardóttir, klínískur félagsráðgjafi, áfallasérfræðingur og myndlistarkona. Þau hafa verið par í fjörutíu ár og ræddu við Bítið um hver lykillinn sé að langlífu hjónabandi.

Hug­myndin kviknaði í New York þegar eld­gos hófst heima

Listakonan Kristín Helga Ríkharðsdóttir hefur komið víða við í hinum skapandi heimi og lærði í New York. Hún var að opna einkasýninguna Data gígar hérlendis í nýju rými Gallery Þulu sem opnaði með pomp og prakt um síðustu helgi.

Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum

Tónlistarkonan Una Torfadóttir naut sín í botn á sviðinu á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um helgina. Klæðaburður hennar greip auga blaðamanns sem fékk að heyra nánar frá þessum sérsaumaða kjól sem vinur hennar hannaði sérstaklega fyrir Unu.

Hafa aldrei rifist

„Við erum ennþá að reyna að finna eitthvað til þess að rífast yfir,“ sagði Hollywood stjarnan George Clooney í viðtali á dögunum. Þar hélt hann því fram að hann og eiginkona hans, mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney, hafi aldrei nokkurn tíma rifist.

Ekki á leið í sam­band bara til að þóknast sam­fé­laginu

„Lífið hefur náttúrulega breyst mjög mikið og þetta er búið að vera algjör rússíbani,“ segir leikkonan og lífskúnstnerinn Sandra Barilli sem hefur algjörlega slegið í gegn í sjónvarpsseríunni IceGuys. Sandra er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún fer yfir skrautlegt og skemmtilegt líf sitt á djúpum nótum.

„Þetta er allt partur af plani hjá guði“

„Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina.

Eyddi ung­lings­árunum inni í þvotta­húsi

Tónlistarmaðurinn og gítarsnillingurinn Reynir Snær hefur unnið með flestöllum stórstjörnum landsins en hefur undanfarið verið að vinna að sóló verkefni. Hann frumsýnir hér tónlistarmyndband við sitt fyrsta lag sem sækir meðal annars innblástur í hans uppáhalds veitingastað, Fönix.

Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn

„Ég er rosa fegin að ég sé ekki sautján ára og þetta er að gerast. Þannig maður getur tekið þessu með meira æðruleysi,“ segir stórstjarnan Sandra Barilli sem er góðkunnug landsmönnum bæði af skjánum og úr hinum ýmsu partýjum. Sandra er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir á einlægum nótum um skrautlegt líf sitt.

Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn

„Ég er ekki að reyna að predika eða leita lausna, eingöngu að varpa fram spurningunum,“ segir myndlistarmaðurinn Heimir Björgúlfsson sem var að opna sýninguna Engar harðar tilfinningar eða No hard feelings. Heimir, sem er búsettur í Los Angeles, er að halda fyrstu einkasýningu sína hérlendis í sjö ár en blaðamaður ræddi við hann um listina og lífið í LA.

Sjá meira