Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum

Stemningin var gríðarleg í miðborginni um helgina þar sem næturlífið iðaði og djammarar landsins klæddu sig upp í mis efnismikla og flippaða búninga.

Klæddi sig upp sem hjá­kona eigin­mannsins

Tónlistarkonan Lily Allen kann að semja lög sem vekja athygli og það má eiginlega að segja að breska listagyðjan sé að eiga rosalegustu tónlistarendurkomu ársins, jafnvel aldarinnar. Á nýjustu plötu sinni afhjúpar hún öll hjónabandsvandamálin, syngur um píkuhöll fyrrum eiginmannsins og hjákonu hans Madeline.

Sam­keppnin í New York minnti á X-Factor keppni

„Mér finnst ekki spennandi að gera eitthvað sem öllum finnst fínt,“ segir myndlistarmaðurinn Arngrímur Sigurðsson sem skapar ævintýraheima á striganum og hefur selt verk sín um allan heim. Arngrímur ræddi við blaðamann um ógleymanleg árin í New York, listina, sveitalífið og tilveruna.

Elegant eftir­réttur sem hlýjar um hjarta­rætur

Heilsukokkurinn Jana veit hvað hún syngur þegar það kemur að bæði hollum og góðum eftirréttum. Á heimasíðu hennar má finna einstaklega girnilega uppskrift af bökuðum eplum og döðlum með kanil, jógúrti og granóla sem er auðveld í framkvæmd.

Breytti um nafn eftir djúpa ástar­sorg

„Það er svo mikill sársauki sem fylgir ástarsorg,“ segir tónlistarmaðurinn Darri sem hefur farið í gegnum miklar breytingar í lífi sínu og listsköpun sinni að undanförnu. Hann hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi í yfir áratug og ræddi við blaðamann um glænýtt upphaf.

Sjóð­heitt fyrir snjóstorm

Léttu jakkarnir og opnu skórnir kveðja okkur í bili og þyngri yfirhafnir, úlpur, kuldaskór og fleira skemmtilegt tekur okkur opnum örmum. Vetur konungur er mættur og við höfum ekkert um það að segja.

Skein skært í sögu­legum gleðikonukjól

Ofurfyrirsætan og raunveruleikastjarnan Kendall Jenner hefur gengið ófáa tískupalla og er þekkt fyrir að stela senunni á sýningum. Það var engin undantekning á því í Los Angeles um helgina á tímamótasýningu tískurisatímaritsins Vogue.

Aldrei of seint að prófa sig á­fram

„Þegar ég klæði mig í liti líður mér eins og ég sé að fara í búning,“ segir fatahönnuðurinn Thelma Gunnarsdóttir. Tískan hefur gríðarleg áhrif á daglegt líf Thelmu sem er einn af eigendum íslenska tískumerkisins Suskin og starfar í Andrá Reykjavík.

Dannaðar dömur mættu með dramað

Aðal pæjur landsins komu saman í Iðnó í síðustu viku til að fagna nýrri förðunarlínu í anda vinsælu bresku þáttanna Bridgerton. Gestir fóru alla leið í klæðaburði og rokkuðu síðkjóla og glæsilegheit.

Sjá meira