Kölluð út eftir að ekki náðist samband við strandveiðibát á Faxaflóa Sjóbjörgunarsveit og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út klukkan 12:45 eftir að strandveiðibátur í Faxaflóa datt úr sjálfvirkri tilkynningaskyldu Landhelgisgæslunnar og ekki náist samband við bátinn í gegnum síma. 8.5.2023 13:32
Féll tvo metra ofan holu við Kleppsmýrarveg Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð út eftir að tilkynnt var um að maður hafi fallið um tvo metra ofan í grunn við við Kleppsmýrarveg, Dugguvog og Arkarvog í Reykjavík í gærkvöldi. 8.5.2023 12:29
Guðný Björg og Svandís Hlín stýra nýjum sviðum hjá Landsneti Guðný Björg Hauksdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra mannauðs og umbóta sem er nýtt svið hjá Landsneti og Svandís Hlín Karlsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri viðskipta- og kerfisþróunar hjá Landsneti sem líka er nýtt svið. 8.5.2023 10:27
Komst lífs af með því að lifa á víni í fimm daga í óbyggðum Ástralíu Lögregla í Ástralíu fann á dögunum 48 ára konu í óbyggðum Viktoríu þar sem hennar hafði verið saknað í fimm daga. Konan komst lífs af með því að neyta einungis sleikipinna og víns sem hún var með í bílnum, en hún hafði fest bíl sinn í leðju á fáförnum vegi. 8.5.2023 10:03
Á þriðja tug látnir eftir að bát hvolfdi á Indlandi Að minnsta kosti 22 eru látnir eftir að ferðamannabát hvolfdi skammt frá landi í Kerala-héraði á Indlandi í gærkvöldi. 8.5.2023 08:16
Haraldur konungur lagður inn á sjúkrahús Haraldur Noregskonungur hefur verið lagður inn á Ríkissjúkrahúsið í Osló vegna sýkingar og þarf hann að gangast undir meðferð vegna þessa. 8.5.2023 07:47
Birgir Hrafn mun leiða stafræna þróun hjá Digido Birgir Hrafn Birgisson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í gagnadrifinni markaðssetningu hjá Digido. 8.5.2023 07:18
Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Nú er víðáttumikil lægð djúpt suðvestur af landinu og líkt og undanfarna daga þá beinir hún til okkar mildu og röku lofti. Reikna má með austan- og suðaustanátt í dag, golu, kalda eða stinningskalda og súld eða rigningu með köflum. 8.5.2023 07:13
Vilhjálmur sagði að Elísabet hefði verið stolt Tónleikar fóru í dag fram við Windsor-kastala í London í tilefni af krýningu Karls III Bretakonungs í gær. Segja má að viðburðurinn í dag hafi náð hámarki þegar Vilhjálmur krónprins tók til máls og klöppuðu áhorfendur gríðarlega þegar hann gekk upp á sviðið. 7.5.2023 23:51
„Nú er maður bara allt í einu orðinn heimsmeistari“ Katrín Pálsdóttir, hjólreiðakona og fjármálastjóri Bolungarvíkur, varð heimsmeistari í tvíþraut, sund- og hjólreiðakeppni (long distance aquabike), á móti á vegum World Triathlon á spænsku eyjunni Ibiza fyrr í dag. 7.5.2023 23:03