Tekur fyrir deilu um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku eftir umferðarslys Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni konu í máli hennar gegn tryggingafélaginu TM þar sem deilt er um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku vegna umferðarslyss sem konan lenti í á Reykjanesbraut árið 2011. Deilt er um við hvaða tekjutímabil eigi að miða við ákvörðun bóta, en konan vildi meira að ungur aldur hennar hafi gert það að verkum að hún hafi fengið greiddar lægri bætur frá tryggingafélaginu en eðlilegt sé. 7.5.2023 22:20
Serbneskur ráðherra hættir í kjölfar fjöldamorðanna Ráðherra menntamála í Serbíu, Branko Ruzic, tilkynnti í dag um afsögn sína. Afsögnin kemur í kjölfar tveggja fjöldamorða sem hafa skekið serbnesku þjóðina, en í þeim létust alls sautján manns. Ruzic er fyrsti ráðherrann eða embættismaðurinn til að segja af sér í kjölfar árásanna. 7.5.2023 20:54
Ræddi aðdáun sína á Jóhönnu Guðrúnu á túrkís dreglinum Íslenski Eurovision-farinn Diljá Pétursdóttir mætti galvösk á túrkís dregilinn í Eurovision-landi í Liverpool í Bretlandi fyrr í dag. Diljá stóð meðal annars á höndum og tók smá snúning þar sem hún stillti sér upp fyrir ljósmyndana. 7.5.2023 19:47
Tugir látnir eftir eld í gullnámu í Perú Að minnsta kosti 27 eru látnir eftir að mikill eldur kom upp í gullnámu í Perú í gær. Um er að ræða mannskæðasta námuslysið í landinu í um tvo áratugi. 7.5.2023 19:05
Eurovision-sigurvegari heiðursgestur á Selfossi á úrslitakvöldinu Danska söngkonan Emmelie De Forest, sem bar sigur úr býtum í Eurovision árið 2013 með laginu Only Teardrops, mun taka lagið í sérstöku Eurovision-partýi á tónleikastaðnum Sviðinu á Selfossi næstkomandi laugardag. Úrslit Eurovision í Liverpool fara fram umrætt kvöld. 7.5.2023 18:24
Þriggja daga heimsókn Guðna til Fjarðabyggðar hefst á morgun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fer í opinbera heimsókn í Fjarðabyggð á morgun og mun heimsóknin standa í þrjá daga. 7.5.2023 17:44
Sjö látnir eftir að jeppa var ekið inn í hóp fólks í Texas Að minnsta kosti sjö eru látnir og ellefu slasaðir eftir að maður ók jeppa inn í hóp fólks sem beið við strætisvagnastöð fyrir utan móttöku fyrir flóttamenn í Brownsville í suðurhluta Texas í Bandaríkjunum í dag. 7.5.2023 17:29
Erna Björk nýr fjármálastjóri Advania Erna Björk Sigurgeirsdóttir hefur verið ráðin nýr fjármálastjóri Advania og tekur sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hún kemur til Advania frá Sýn. 5.5.2023 13:40
Handteknir vegna gruns um sölu á fíkniefnahlaupböngsum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á dögunum tvo menn karlmenn um þrítugt vegna rannsóknar á máli sem snýr að umfangsmikilli sölu og dreifingu fíkniefna þar sem kannabisefni hafi verið komið fyrir í hlaupböngsum og súkkulaði. 5.5.2023 13:30
Jón Brynjar ráðinn forstöðumaður fjármála hjá Sýn Jón Brynjar Ólafsson hefur verið ráðinn til Sýnar og mun hann leiða fjármál sem er deild á sviði fjármála og stefnumótunar. Deildin nær yfir uppgjör og reikningsskil, hagdeild og innheimtu og mun Jón Brynjar vera forstöðumaður þeirrar deildar. 5.5.2023 13:18