Skamma Olís vegna HM-afláttar sem gilti bara á sumum ÓB-stöðvum Neytendastofa hefur slegið á fingur Olís vegna auglýsinga um afslátt á eldsneyti á völdum sjálfsafgreiðslustöðvum ÓB. Félagið auglýsti þar afslátt af eldsneyti, sem tengdist úrslitum íslenska landsliðsins í handbolta á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Svíþjóð í janúar síðastliðinn, án þess að tekið var fram að afslátturinn gilti ekki á öllum sjálfsafgreiðslustöðvum ÓB. Hefur félaginu verið bannað að viðhafa slíka viðskiptahætti. 16.5.2023 07:37
Dálítil rigning sunnan- og vestanlands upp úr hádegi Yfir austanverðu landinu er nú hæðarhryggur sem fer austur, en skil nálgast úr vestri. Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlæg átt í dag, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu. 16.5.2023 07:15
Skotsvæðinu á Álfsnesi lokað enn á ný Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur stöðvað alla starfsemi á skotsvæðinu á Álfsnesi. Þetta er gert eftir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem starfsemin er metin ólögleg útfrá ákvæðum um landnotkun í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. 15.5.2023 14:10
Spá því að hagvöxtur gæti orðið sögulega mikill næstu ár Ný greiningardeild Arion banka segir að horfur séu á meiri hagvexti í ár en áður var talið og að áfram muni „blása byrlega í segl þjóðarskútunnar“. 15.5.2023 11:25
Katrín og von der Leyen funda á morgun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu eiga tvíhliða fund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík á morgun. 15.5.2023 10:55
Danir gáfu Diljá tólf stig Danir gáfu framlagi Íslands fullt hús stiga, eða tólf stig, í atkvæðagreiðslunni á seinna undanúrslitakvöldinu í Eurovision síðastliðinn fimmtudag. 15.5.2023 10:12
Bein útsending: Sveitarstjórnir, lýðræði, mannréttindi og réttarríki Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins (Congress of Local and Regional Authorities) stendur fyrir málþingi í dag þar sem fjallað verður um hlutverk og ábyrgð sveitarstjórna í að viðhalda lýðræði, mannréttindum og réttarríki. 15.5.2023 08:38
Stjórnarandstaðan vann mikinn sigur í Taílandi Stjórnarandstöðuflokkar í Taílandi unnu mikinn sigur í þingkosningunum sem fram fóru um helgina og virðast landsmenn hafa snúið baki við hernum sem stýrt hefur landinu síðustu ár. 15.5.2023 07:52
Lægðin á leiðinni austur og gular viðvaranir enn í gildi Lægðin sem er yfir suðvesturhorni landsins er á leið til austurs og fylgir henni rigning eða slydda fyrir sunnan en snjókoma norðanlands. 15.5.2023 07:14
María tekur við af Öglu Eir hjá Viðskiptaráði María Guðjónsdóttir hefur verið ráðin lögfræðingur Viðskiptaráðs. 12.5.2023 14:34