Hitatölur vestantil gætu skriðið yfir fimmtán stig Veðurstofan gerir ráð fyrir að næstu daga verði veðrið á svipuðum nótum og að undanförnu nema að það megi búast við að hlýni heldur. Engu að síður muni verða bjart með köflum í dag en síðan skýjað meirihluta tímans um landið vestanvert og gætu hitatölurnar skriðið yfir fimmtán stiga múrinn yfir daginn. 13.6.2023 07:11
Sigríður Margrét nýr framkvæmdastjóri SA Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hún tekur við starfinu af Halldóri Benjamín Þorbergssyni sem tekur við störfum sem forstjóri fasteignafélagsins Regins. 12.6.2023 14:55
Séra Kristján áfram vígslubiskup í Skálholti Séra Kristján Björnsson hefur verið endurkjörinn vígslubiskup í Skálholtsumdæmi. Þetta varð ljóst í hádeginu þegar kjörinu lauk, en það stóð yfir dagana 7. til 12. júní. 12.6.2023 14:35
Aki-Matilda Høegh-Dam sækist eftir formennsku í Siumut Hin grænlenska Aki-Matilda Høegh-Dam, sem á sæti á danska þinginu fyrir hönd Grænlands, hefur tilkynnt um framboð sitt til formennsku í flokknum Siumut. 12.6.2023 14:23
Oculis valið Þekkingarfyrirtæki ársins 2023 Augnlyfjaþróunarfélagið Oculis hlaut í síðustu viku verðlaun sem Þekkingarfyrirtæki ársins. Það er Félag viðskipta- og hagfræðinga sem veitir verðlaunin fyrir nýsköpun byggða á íslensku hugviti í þágu bættra lífsgæða og lausna á samfélagslegum áskorunum. 12.6.2023 11:27
Reynir Ingi tekur við af Sindra hjá Expectus Reynir Ingi Árnason hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra hjá ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækinu Expectus. Hann tekur við af Sindra Sigurjónssyni. 12.6.2023 10:23
Allir stóru bankarnir búnir að hækka lánavextina Íslandsbanki hækkaði vexti sína síðastliðinn föstudag og hafa þá allir stóru viðskiptabankarnir hækkað vexti sína eftir stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans í síðasta mánuði. 12.6.2023 09:42
Stúlkan sem lögregla lýsti eftir er fundin heil á húfi Stúlka sem lögregla á Suðurnesjum lýst eftir fyrr í morgun eftir að hún hafði ekki skilað sér heim er fundin heil á húfi. 12.6.2023 08:50
Samningi rift vegna kaupa á pug-hundi sem reyndist fatlaður Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur viðurkennt rétt manns til að rifta samningi um kaup á hreinræktuðum hundi af tegundinni pug þar sem í ljós hafi komið að hundurinn hafi reynst fatlaður. 12.6.2023 08:33
Áfram hlýtt austantil en svalara vestanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag með léttskýjuðu og hlýju veðri á austanverðu landinu, en skýjuðu og svalara veðri vestanlands. 12.6.2023 07:11