varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hamp­iðjan komin á aðal­markað Nas­daq á Ís­landi

Hlutabréf í Hampiðjunni voru í dag tekin til við skipta á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. Félagið hefur verið skráð félag á Íslandi síðan 1993, þar af síðastliðin sautján ár á Nasdaq First North vaxtarmarkaðnum.

Loka sendi­ráðinu í Moskvu og tak­marka um­svif Rússa hér­­lendis

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá 1. ágúst næstkomandi. Þá hefur sendiherra Rússlands hér á landi verið tjáð að gert sé ráð fyrir að Rússland minnki fyrirsvar sitt þannig að sendiherra stýri ekki lengur sendiráði Rússlands í Reykjavík. Sömuleiðis hefur Rússlandi verið gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins á Íslandi til samræmis við þessa ákvörðun.

Á­stand barnanna í Anne­cy sagt vera stöðugt

Börnin fjögur sem voru stungin í almenningsgarði í frönsku borginni Annecy í gær eru í stöðugu ástandi að sögn lækna. Börnin, sem eru á aldrinum eins árs til þriggja ára, eru þó enn á sjúkrahúsi í umsjá lækna.

Sunnan kaldi og víða rigning

Skil mjakast nú austur yfir landið og má reikna með sunnan og suðvestan kalda eða strekkingi í dag og víða rigningu eða súld. Það dregur þó úr vindi og úrkomu vestanlands með morgninum og er gert ráð fyrir dálitlum skúrum þar eftir hádegi.

Arion banki hækkar vextina

Arion banki hækkar vexti sína á inn- og útlánum í dag í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands.

Sjá meira