Hægviðri í dag en von á fyrstu haustlægðinni á morgun Veðurstofan gerir ráð fyrir að hægviðri víðast hvar í dag en suðaustan fimm til tíu metrar á sekúndu með suðvesturströndinni. Skýjað verður með köflum, en léttir til norðan- og austanlands er líður á daginn. 31.8.2023 07:17
Veitingastaðnum El Faro lokað Eigendur veitingastaðarins El Faro, sem staðsettur er við Lighthouse Inn, nærri Garðskagavita í Garði á Suðurnesjum, hafa ákveðið að loka staðnum í næsta mánuði. 30.8.2023 14:28
Hagnaður Sýnar á fyrri hluta árs eykst Rekstrarhagnaður Sýnar hf nam 1.002 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jókst um 39 prósent á milli ára. Rekstrarhagnaður á öðrum ársfjórðungi var 574 milljónir króna samanborið við 322 milljónir á fyrra ári. 30.8.2023 12:02
Bein útsending: Húsnæðisþing 2023 Húsnæðisþing HMS og innviðaráðuneytisins fer fram á Hilton Reykjavik Nordica í dag milli klukkan 9 og 12:30 og verður hægt að fylgjast með þinginu í spilara að neðan. 30.8.2023 08:30
Hiti að fimmtán stigum og hæg breytileg átt Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan fimm til tíu metrum á sekúndu með suðurströndinni í dag en annars fremur hægri, breytilegri átt á landinu. 30.8.2023 07:14
Bein útsending: Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra stendur fyrir rafrænum fundi um málefni fatlaðs fólks sem hefst núna klukkan 17. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. 29.8.2023 16:31
Unnið hörðum höndum að því að útvega ADHD-undanþágulyf Lyfjastofnun og lyfjaheildsalar vinna nú hörðum höndum að því að útvega undanþágulyf vegna hins landlæga skorts á ADHD-lyfinu Elvanese Adult. 29.8.2023 12:31
Segir orðróm um yfirvofandi skilnað hafa haft miklar afleiðingar Daníel prins segir að þrálátur orðrómur um yfirvofandi skilnað hans og Viktoríu, krónprinsessu Svíþjóðar, hafa haft miklar afleiðingar. 29.8.2023 07:50
Líkur á síðdegisskúrum sunnanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði fremur hæg breytileg átt eða hafgola í dag. Bjart verður að mestu en skýjað austantil framan af degi. Um sunnanvert landið eru hins vegar líkur á stöku síðdegisskúrum. 29.8.2023 07:15
Oddvar Haukur tekur við af Sigríði sem kveður eftir 23 ára starf Oddvar Haukur Árnason hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Farfugla ses. / HI Iceland og tekur hann við starfinu af Sigríði Ólafsdóttur sem kveður eftir 23 ár hjá félaginu. 28.8.2023 14:40