Erna tekur við af Karli sem yfirlögfræðingur hjá Isavia Erna Hjaltested hefur verið ráðin í starf yfirlögfræðings Isavia og tekur við af Karli Alvarssyni sem hefur gegnt starfinu síðan 2014. 15.9.2023 12:25
Ráðnir verkefnastjórar hjá LEX Árni Freyr Sigurðsson, Fjölnir Ólafsson og Hjalti Geir Erlendsson hafa tekið við stöðum verkefnastjóra hjá LEX. 15.9.2023 10:14
Segir eiginmanninn ekki hafa komið hreint fram vegna hlutabréfaviðskipta Erna Solberg, leiðtogi norska Hægriflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að eiginmaður sinn, Sindre Finnes, hafi ekki komið hreint fram við sig eða aðra vegna hlutabréfaviðskipta hans í forsætisráðherratíð hennar. 15.9.2023 09:08
Arna Dan nýr birgðastjóri hjá A4 Arna Dan Guðlaugsdóttir hefur verðið ráðin birgðastjóri hjá A4. 15.9.2023 08:36
Kirkjugarðurinn að fyllast og verið að undirbúa næstu skref Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð skoða nú hvar best sé að koma fyrir nýjum kirkjugarði í Ólafsfirði þar sem sá gamli er við það að fyllast. Stækkunarmöguleikar eru ekki fyrir hendi þar sem garðurinn er staðsettur í miðjum bænum. 15.9.2023 08:01
Stöðva veiðar um borð í Hval 8 tímabundið Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. 14.9.2023 14:35
Náðu að draga Ocean Explorer af strandstað Tarajoq, rannsóknarskip grænlensku umhverfisstofnunarinnar, tókst að draga skemmtiferðaskipið Ocean Explorer af strandstað í Alpafirði á austurströnd Grænlands um hádegisbil í dag. 14.9.2023 12:35
Ráðinn framkvæmdastjóri sölusviðs Coca-Cola Arnþór Jóhannsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri sölusviðs Coca-Cola á Íslandi. 14.9.2023 12:12
Hjálmar Helgi tekur við nýju sviði hjá ON Hjálmar Helgi Rögnvaldsson hefur verið ráðinn til að leiða nýtt svið Viðskiptaþróunar og orkumiðlunar hjá Orku náttúrunnar. 14.9.2023 10:29
Nýir framkvæmdastjórar hjá Ekrunni og Emmessís Tvær breytingar hafa orðið á framkvæmdastjórn 1912 samstæðu þar sem Hildur Erla Björgvinsdóttir hefur fært sig um set innan samstæðunnar og verið ráðin framkvæmdastjóri Ekrunnar, dótturfélags 1912. Í hennar stað hefur Kristján Geir Gunnarsson verið ráðinn framkvæmdastjóri Emmessíss. 14.9.2023 09:47