Kirkjugarðurinn að fyllast og verið að undirbúa næstu skref Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2023 08:01 Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir að vanda þurfi til verka þegar unnið sé að gerð nýs kirkjugarðs. Ólafsfjarðarkirkja/Vísir/Vilhelm Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð skoða nú hvar best sé að koma fyrir nýjum kirkjugarði í Ólafsfirði þar sem sá gamli er við það að fyllast. Stækkunarmöguleikar eru ekki fyrir hendi þar sem garðurinn er staðsettur í miðjum bænum. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir að verið að skoða hentuga staðsetningu fyrir kirkjugarð í Ólafsfirði þar sem sérstaklega verði litið á lóðir við Garðsveg og svo við Brimnes. „Við erum bara að vanda til verka, hvar við munum byggja upp framtíðarkirkjugarð í Ólafsfirði. Eins og staðan er víða þá fer núverandi kirkjugarður bráðum að fyllast. Það er víst gangur lífsins. Við endum öll einhvers staðar. Það þarf góðan undirbúning varðandi það að taka nýja kirkjugarða í notkun. Fólk hefur mjög ákveðnar skoðanir á því hvar kirkjugarðar eigi að rísa svo við erum því í þéttri samvinnu við heimafólk og sóknarnefnd um framtíðarstaðsetningu,“ segir Sigríður. Fáein pláss eru eftir í gamla kirkjugarðinum í bænum og þá eru einhverjir sem hafa tekið frá pláss. Þó er þörf á nýjum garði. Facebook/Ólafsfjarðarkirkja Tveir kostir til skoðunar Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar fyrr í mánuðinum var samþykkt að skoða betur lóðir við Garðsveg annars vegar og Brimnes hins vegar. Greina þurfi svæðin og kortleggja betur þörf undir fyrirhugaða notkun og er tæknideild sveitarfélagsins falið að vinna málið áfram og funda með sóknarnefnd þegar frumhönnun á báðum svæðum sé lokið. Fram kemur að sóknarnefnd Ólafsfjarðarprestakalls telji svæðið við Garðsveg vænlegasta kostinn. Svæðið við Garðsveg sem sóknarnefnd Ólafsfjarðarprestakalls er hrifnast af. Fjallabyggð Svæðið við Garðsveg sem skoða á nánar er í þeim hluta bæjarins sem næst er Héðinsfjarðargöngum. Í skýrslu tæknideildar segir að styrkleiki þess svæðis sé að það sé aðgengilegt, friðsælt, stutt frá þéttbýlinu og stækkunarmöguleikar séu fyrir hendi. Á móti komi að keyra þurfi efni í svæðið til að hækka það. Þá kunni það að skapa vandræði að svæðið sé blautt, í nokkurri hæð fyrir sjávarmáli og þá þyrfti mögulega að hafa samráð við Framfarafélag Ólafsfjarðar sem hafi verið með hugmyndir um uppbyggingu á svæðinu. Hægt að fegra innkomuna í bæinn Svæðið við Brimnes sem einnig á að skoða er 2,5 hektari að stærð og að finna í hinum enda bæjarins, sunnan megin við Ólafsfjarðarveg þegar keyrt er inn í bæinn eftir að komið er út úr Múlagöngum. Í skýrslunni segir að svæðið sé innan þéttbýlis og einungis um átta hundrað metra frá Ólafsfjarðarkirkju. Svæðið við Brimnes sem skoðað verður nánar.Fjallabyggð „Með uppbyggingu manar eða skjólbeltis meðfram þjóðveginum er hægt að búa til friðsælt svæði og skjól. Tún, skurðir, moldarhaugar og vegir eru innan svæðis. Ráðast þyrfti strax í uppbyggingu á stórum hluta svæðisins til að minnka áhrif landnotkunar fyrri ára á heildarútlit svæðisins. Með uppbyggingu á svæðinu er um leið verið að fegra innkomuna í bæinn. Svæðið er í leigu skv. lóðarleigusamning frá 2009, ráðast þyrfti í innköllun á hluta lóðarinnar,“ segir í skýrslunni. Tekinn í notkun eftir þrjú til fjögur ár Sigríður segir að eftir að framkvæmdum sé lokið á því svæði sem verði fyrir valinu þurfi jarðvegurinn að vera óhreyfður í tvö ár áður en hann er tekinn í notkun. „Því er hugsanlegt að byrjað verði að jarða í nýjum garði eftir þrjú til fjögur ár. Það er enn eitthvað pláss eftir í garðinum í Ólafsfirði og svo eru að sjálfsögðu einhverjir búnir að taka pláss frá. En eins og ég segi þá þarf að vera tímanlega í því að undirbúa nýjan garð.“ Sigríður segir samhliða vinnunni í Ólafsfirði sé sömuleiðis sé verið að vinna að stækkun kirkjugarðsins innst í Siglufirði. Fjallabyggð Kirkjugarðar Skipulag Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir að verið að skoða hentuga staðsetningu fyrir kirkjugarð í Ólafsfirði þar sem sérstaklega verði litið á lóðir við Garðsveg og svo við Brimnes. „Við erum bara að vanda til verka, hvar við munum byggja upp framtíðarkirkjugarð í Ólafsfirði. Eins og staðan er víða þá fer núverandi kirkjugarður bráðum að fyllast. Það er víst gangur lífsins. Við endum öll einhvers staðar. Það þarf góðan undirbúning varðandi það að taka nýja kirkjugarða í notkun. Fólk hefur mjög ákveðnar skoðanir á því hvar kirkjugarðar eigi að rísa svo við erum því í þéttri samvinnu við heimafólk og sóknarnefnd um framtíðarstaðsetningu,“ segir Sigríður. Fáein pláss eru eftir í gamla kirkjugarðinum í bænum og þá eru einhverjir sem hafa tekið frá pláss. Þó er þörf á nýjum garði. Facebook/Ólafsfjarðarkirkja Tveir kostir til skoðunar Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar fyrr í mánuðinum var samþykkt að skoða betur lóðir við Garðsveg annars vegar og Brimnes hins vegar. Greina þurfi svæðin og kortleggja betur þörf undir fyrirhugaða notkun og er tæknideild sveitarfélagsins falið að vinna málið áfram og funda með sóknarnefnd þegar frumhönnun á báðum svæðum sé lokið. Fram kemur að sóknarnefnd Ólafsfjarðarprestakalls telji svæðið við Garðsveg vænlegasta kostinn. Svæðið við Garðsveg sem sóknarnefnd Ólafsfjarðarprestakalls er hrifnast af. Fjallabyggð Svæðið við Garðsveg sem skoða á nánar er í þeim hluta bæjarins sem næst er Héðinsfjarðargöngum. Í skýrslu tæknideildar segir að styrkleiki þess svæðis sé að það sé aðgengilegt, friðsælt, stutt frá þéttbýlinu og stækkunarmöguleikar séu fyrir hendi. Á móti komi að keyra þurfi efni í svæðið til að hækka það. Þá kunni það að skapa vandræði að svæðið sé blautt, í nokkurri hæð fyrir sjávarmáli og þá þyrfti mögulega að hafa samráð við Framfarafélag Ólafsfjarðar sem hafi verið með hugmyndir um uppbyggingu á svæðinu. Hægt að fegra innkomuna í bæinn Svæðið við Brimnes sem einnig á að skoða er 2,5 hektari að stærð og að finna í hinum enda bæjarins, sunnan megin við Ólafsfjarðarveg þegar keyrt er inn í bæinn eftir að komið er út úr Múlagöngum. Í skýrslunni segir að svæðið sé innan þéttbýlis og einungis um átta hundrað metra frá Ólafsfjarðarkirkju. Svæðið við Brimnes sem skoðað verður nánar.Fjallabyggð „Með uppbyggingu manar eða skjólbeltis meðfram þjóðveginum er hægt að búa til friðsælt svæði og skjól. Tún, skurðir, moldarhaugar og vegir eru innan svæðis. Ráðast þyrfti strax í uppbyggingu á stórum hluta svæðisins til að minnka áhrif landnotkunar fyrri ára á heildarútlit svæðisins. Með uppbyggingu á svæðinu er um leið verið að fegra innkomuna í bæinn. Svæðið er í leigu skv. lóðarleigusamning frá 2009, ráðast þyrfti í innköllun á hluta lóðarinnar,“ segir í skýrslunni. Tekinn í notkun eftir þrjú til fjögur ár Sigríður segir að eftir að framkvæmdum sé lokið á því svæði sem verði fyrir valinu þurfi jarðvegurinn að vera óhreyfður í tvö ár áður en hann er tekinn í notkun. „Því er hugsanlegt að byrjað verði að jarða í nýjum garði eftir þrjú til fjögur ár. Það er enn eitthvað pláss eftir í garðinum í Ólafsfirði og svo eru að sjálfsögðu einhverjir búnir að taka pláss frá. En eins og ég segi þá þarf að vera tímanlega í því að undirbúa nýjan garð.“ Sigríður segir samhliða vinnunni í Ólafsfirði sé sömuleiðis sé verið að vinna að stækkun kirkjugarðsins innst í Siglufirði.
Fjallabyggð Kirkjugarðar Skipulag Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira