Fundaði með Guterres Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti tvíhliða með António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. 19.9.2023 08:56
Þjóðlagasöngvarinn Roger Whittaker fallinn frá Breski þjóðlagasöngvarinn Roger Whittaker, sem meðal annars er þekktur fyrir smellina Durham Town frá árinu 1969 og Streets of London, er látinn. Hann varð 87 ára. 19.9.2023 08:43
YouTube lokar á auglýsingar hjá Russell Brand YouTube hefur brugðist við þeim ásökunum um kynferðisofbeldi sem nú beinast að breska grínistanum, leikaranum og heilsugúrúnum Russell Brand með því að loka á auglýsingar á reikningum hans á YouTube. 19.9.2023 07:36
Áfram hvassviðri eða stormur en dregur úr vindi og úrkomu í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi í dag þar sem einna hvassast verður á Vestfjörðum og austast á landinu. Að sama skapi má búast við vindhviðum yfir 40 metra á sekúndu við fjöll. 19.9.2023 07:19
Ætla sér að finna nýjan stað fyrir Lillaróló Til stendur að reisa íbúðabyggingu á lóðinni við Höfðatún á Hólmavík þar sem hinn svokallaði Lillaróló hefur staðið um árabil og er ljóst að finna þarf nýjan stað undir leikvöllinn. Tveir staðir hafa helst verið nefndir til sögunnar sem mögulegar framtíðarstaðsetningar fyrir Lillaróló. 18.9.2023 15:19
Lýsa yfir óvissustigi og síðar hættustigi vegna mikilla rigninga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna mikilla rigninga á Austfjörðum. Farið verður yfir á hættustig klukkan 18. 18.9.2023 13:13
Ráðin kynningar- og markaðsstjóri menningarmála í Kópavogi Vigdís Másdóttir hefur verið ráðin kynningar- og markaðsstjóri menningarmála í Kópavogi. 18.9.2023 11:40
Viktor Pétur nýr formaður SUS Viktor Pétur Finnsson, viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands og formaður Stefnis FUS í Hafnarfirði, var kjörinn formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna af fulltrúum aðildarfélaga á 47. Sambandsþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) sem fram fór á Hótel Selfoss um helgina. 18.9.2023 10:57
Latur í Þorlákshöfn mun bjóða bæjarbúa og gesti velkomna Bæjaryfirvöld í Ölfus hafa samþykkt að sögulegur steinn í Þorlákshöfn, sem kallaður er Latur og var lengi einn af siglingarmerkjum í bænum, verði fundinn nýr staður við innkomuna í bæinn og steininum þannig gert hærra undir höfði. 15.9.2023 12:59
Erna tekur við af Karli sem yfirlögfræðingur hjá Isavia Erna Hjaltested hefur verið ráðin í starf yfirlögfræðings Isavia og tekur við af Karli Alvarssyni sem hefur gegnt starfinu síðan 2014. 15.9.2023 12:25