Eldur kom upp í bíl í Breiðholti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í bíl í Krummahólum í Efra-Breiðholti í Reykjavík í gærkvöldi. 25.9.2023 07:43
Áfram norðaustlægar áttir á landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi norðaustlægum áttum á landinu í dag, yfirleitt á bilinu átta til þrettán metrum á sekúndu en víða að átján metrum á sekúndu á Vestfjörðum og í Breiðafirði. 25.9.2023 07:17
Fjórir látnir eftir umsátur í Kósovó Fjórir eru látnir eftir að hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. 24.9.2023 23:46
Kyndir undir orðróminn um nýtt ástarsamband Síðustu daga hefur mikið verið rætt um meint ástarsamband bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift og bandaríska fótboltakappans Travis Kelce sem spilar með Kansas City Chiefs. Segja má að söngkonan hafi heldur betur kynt undir orðróminn eftir að hafa mætt á leik Chiefs og Chicago Bears á Arrowhead-vellinum í Kansas City í kvöld. 24.9.2023 23:11
Skjálfti 3,2 að stærð við Geitafell Skjálfti 3,2 að stærð varð við Geitafell, norðvestur af Þorlákshöfn, klukkan 20:49 í kvöld og hafa starfsmenn Veðurstofunnar fengið ábendingar um að fundist hafi fyrir skjálftanum bæði í Reykjavík og í Hveragerði. 24.9.2023 22:51
Brim kaupir hlut félags Bjarna Ármannssonar í Iceland Seafood Brim hf. hefur gert samkomulag um kaup á hlut Sjávarsýnar ehf., fjárfestingafélags Bjarna Ármannssonar, í Iceland Seafood International hf. 24.9.2023 22:26
Er siðferðislega í lagi að taka „instamyndir“ við minnisvarðann um helförina? Reglulega blossa upp umræður í athugasemdakerfum samfélagsmiðla þar sem notandi birtir mynd af sér, uppstilltum, brosandi eða jafnvel með stút á vörunum við minnisvarða um hörmungar fyrri tíma. Þetta hefur verið sérstaklega áberandi í tengslum við hinn mikla minnisvarða um helförina í þýsku höfuðborginni Berlín og sýnist sitt hverjum. 24.9.2023 21:56
Olga Prudnykova nýr Íslandsmeistari kvenna í skák Olga Prudnykova varð í dag Íslandsmeistari kvenna í skák en æsispennandi Íslandsmóti kvenna lauk í húsnæði Skákskóla Íslands í dag. 24.9.2023 21:37
Níu sóttu um tvö embætti héraðsdómara Níu manns sóttu um tvær stöður héraðsdómara við Héraðsdóms Reykjavíkur sem auglýstar voru lausar til umsóknar á dögunum. . 22.9.2023 14:54
Tveir skotnir til bana á krá í Svíþjóð Tveir voru skotnir til bana á krá í sænska bænum Sandviken í gærkvöldi. 22.9.2023 07:49