Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Kanye og Dra­ke halda tón­leika saman

Tveir stærstu rapparar heims, Kanye West og Dra­ke, höfðu eldað grátt silfur saman síðustu ár áður en þeir sættust ó­vænt fyrr í vikunni. Þeir ætla sér að koma fram saman á tón­leikum þann 9. desember næst­komandi í til­raun til að reyna að fá banda­rísk yfir­völd til að sleppa fanganum Larry Hoover lausum.

Tónlist
Fréttamynd

DJ Muscle boy og Jóhanna Guðrún saman á toppi Íslenska listans

Íslenski listinn fór skemmtilega af stað í dag með heitustu lögum okkar Íslendinga. Ég ákvað samhliða listanum að fara í spennandi ferðalag um tónlistarsöguna, í svokallaða tónlistar-tímavél, og skoða hvaða lög sátu á toppnum fyrir 10 og 20 árum síðan. Skoðum það aðeins!

Tónlist
Fréttamynd

Allar útvarpsstöðvar sameinast í spilun sama lagsins

Á sunnudag er minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2021. Að þessu tilefni ætla allar útvarpsstöðvar landsins sem eru með beinar útsendingar að sameinast í því klukkan 14:00 að spila lagið When I think of Angels og segja frá minningardeginum.

Lífið
Fréttamynd

Seldist upp á 90 mínútum

Hljómsveitin Sign fagnar tuttugu ára afmæli fyrstu plötu sveitarinnar, Vindar og Breytingar, í Iðnó þann 27. nóvember í samstarfi við X977. 

Tónlist
Fréttamynd

Rokk og ról fyrir ljúfar sálir

Baby It’s Love er nýjasta lagið frá Rolf Hausbentner Band og er unnið í samstarfi við Fríðu Dís.  Svalur rokkari um neistann sem blossar upp á milli tveggja einstaklinga sem kom út á streymisveitum föstudaginn 12. nóvember 2021.  

Albumm
Fréttamynd

Níu ára drengur látinn eftir troðninginn á Astroworld

Níu ára drengur, sem hefur verið haldið sofandi frá því að hann varð undir á Astroworld-tónlistarhátíðinni í Texas í Bandaríkjunum, er látinn. Ezra Blount hlaut umtalsverðan heila- og líffæraskaða en hann er yngstur þeirra sem hafa látist.

Erlent