Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Stjórn­völd „í blind­flugi“ í mennta­málum í rúman ára­tug

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect, segir stjórnvöld hafa verið í blindflugi í menntamálum í rúman áratug. Allir mælikvarðar hafi verið á niðurleið frá árinu 2012 og á sama tíma og önnur lönd í svipaðri stöðu hafi komið sér á strik hefur Íslendingum ekkert tekist að spyrna fótum.

Innlent
Fréttamynd

Dæmi um að nem­endur hafi aldrei mætt í leik­fimi

Íþróttakennari til 25 ára segir þátttöku barna í skólaleikfimi hafa dregist mjög saman á undanförnum árum. Almenn vanlíðan meðal nemenda hafi aukist og dæmi eru um að börn hafi verið í skólanum hans í nokkurn tíma án þess að hafa mætt í íþróttatíma.

Innlent
Fréttamynd

Veit Inga hvað hún syngur?

Byrjum á að slá þessu föstu: Það er enginn málaflokkur þýðingarmeiri í íslensku samfélagi en uppvöxtur, þroski og menntun barnanna okkar. Það er alveg sama hvað okkur tekst vel til á öðrum sviðum – ef okkur mistekst þarna er allt annað unnið fyrir gýg .

Skoðun
Fréttamynd

Gagn­rýnin hugsun skipti máli

Mál rektors Bifrastar er nú til formlegrar skoðunar hjá Persónuvernd. Gervigreind var nýtt til að meta réttmæti höfundarstöðu þriggja starfsmanna skólans. Sérfræðingur í tæknirétti segir mikilvægt að beita gagnrýnni hugsun við notkun gervigreindar og að mannleg dómgreind þurfi að koma að íþyngjandi ákvörðunum.

Innlent
Fréttamynd

Í gamla daga voru allir læsir

Þegar ég byrjaði að kenna 1997 var umfjöllun um unglinga yfirleitt neikvæð. Hópslagsmál, hnífaburður, heimagerðar flugeldasprengjur á klósettum, íkveikjur, drykkja, skemmdarverk og almennar óspektir voru daglegt brauð, samkvæmt blöðunum.

Skoðun
Fréttamynd

Borgin segir upp leigu­samningi og 54 barna leik­skóla að ó­breyttu lokað

Að óbreyttu verður rekstri Heilsuleikskólans Ársólar hætt í sumar eftir að Reykjavíkurborg sagði upp leigusamningi vegna húsnæðis sem hýst hefur starfsemi leikskólans við Völundarhús í Grafarvogi. Foreldrar barna á leikskólanum lýsa miklum áhyggjum og „algjöru áfalli“ enda hafi ríkt almenn ánægja með starfsemi leikskólans og ekki hlaupið að því að fá nýtt leikskólapláss. Pláss er fyrir 54 börn á aldrinum níu mánaða til þriggja ára á leikskólanum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans.

Innlent
Fréttamynd

Er á­kveðin stétt sér­fræðinga ekki lengur mikil­væg?

Hlutverk kennara hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum samhliða sífellt fjölbreyttari nemendahópi. Í dag er ekki lengur gert ráð fyrir að einn kennsluháttur henti öllum, heldur þarf skólastarf að byggjast á sveigjanleika, faglegri greiningu og markvissum stuðningi.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki eina ríkis­leið í skóla­málum, takk!

Kastljósið beinist þessa dagana að skólamálum í kjölfar yfirlýsinga nýs ráðherra í barna-og menntamálaráðuneytinu um endurskoðun og uppstokkun á skólakerfinu. Það er fagnaðarefni að ráðherrann tali umbúðalaust um þau vandamál sem við blasa og að taka eigi á málunum.

Skoðun
Fréttamynd

„Við höfum ekkert að fela“

Mennta- og barnamálaráðherra segir ráðuneytið ekkert hafa að fela hvað varði niðurstöður einstakra grunnskóla í samræmdum prófum. Nemendur í grunnskóla taka samræmd próf í fyrsta skipti í fimm ár í vor.

Innlent
Fréttamynd

Er B minna en 8?

Undanfarna mánuði hefur sífellt oftar verið gagnrýnt að gefa börnum einkunn í formi bókstafa í stað tölueinkanna. Sumir halda því fram að bókstafirnir sjálfir standi í vegi fyrir framförum í læsi og námi. En eigum við virkilega að láta umræðuna snúast um það hvort barnið fái 8 eða B?

Skoðun
Fréttamynd

Fleiprað um finnska leið

Nýr mennta- og barnamálaráðherra fór mikinn í Kastljósi RÚV í 13. janúar, meðal annars um finnsku leiðina í lestrarkennslu.

Skoðun
Fréttamynd

Leik­skóli er grunnþjónusta, ekki lúxus

Við viljum að leikskólakerfið virki og að það sé í boði fyrir okkur þegar foreldrar ljúka töku fæðingarorlofs. Þetta gekk nokkurn veginn eftir í Kópavogi 2025, meðal annars vegna þess að stórir árgangar voru að útskrifast úr leikskólum og fara í grunnskóla, á meðan minni árgangar eru að koma inn í leikskólana.

Skoðun
Fréttamynd

Byggjum á því já­kvæða!

Ég hef starfað í íslensku skólakerfi í um 30 ár, sem kennari og stjórnandi. Ég get ekki orða bundist yfir þeirri umræðu sem nú er uppi um íslenskt skólakerfi, ekki síst í ljósi ummæla nýskipaðs mennta- og barnamálaráðherra í Kastljósi 13. janúar síðastliðinn.

Skoðun
Fréttamynd

Akademískir starfs­menn lýsa yfir van­trausti á rektor

Félag akademískra starfsmanna við Háskólann á Bifröst (FAB) hefur lýst yfir vantrausti á stjórnsýslu rektors skólans, Margrétar Jónsdóttur Njarðvík. Félagið segir framgöngu rektors, deildarforseta viðskiptadeildar skólans og rannsóknarstjóra í kærumálum gegn þremur starfsmönnum hafa einkennst af ófaglegum vinnubrögðum. 

Innlent
Fréttamynd

Léttara yfir for­manninum eftir þriggja tíma fund

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist hafa farið bjartari út af fundi með Ingu Sæland mennta- og barnamálaráðherra en hann fór inn á hann. Fundurinn stóð yfir í rúmlega þrjár klukkustundir að hans sögn.

Innlent
Fréttamynd

Fékk afa sinn með sér á skóla­bekk

Guðni Ágústsson fyrrverandi alþingismaður var ekki lengi að hugsa sig um þegar barnabarn hans bað hann um að koma með sér í íslenskuáfanga í framhaldsskóla og skellti sér með honum í námið. Þeir félagar ætla að skiptast á þekkingu og búast við háum einkunnum.

Innlent
Fréttamynd

Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kast­ljósi

Viðtal við Ingu Sæland, nýjan mennta- og barnamálaráðherra, í Kastljósinu í gærkvöldi, hefur valdið verulegri gremju meðal grunnskólakennara landsins. Rangfærslur og fullyrðingar um einkunnakerfi í grunnskólum vekja hneykslan. Hún er meðal annars sögð fremst í upplýsingaóreiðu.

Innlent
Fréttamynd

Er skóli án að­greiningar barn síns tíma?

Undanfarna áratugi hefur verið unnið eftir hugmyndafræði „skóla án aðgreiningar“ í íslenska menntakerfinu. Hugmyndafræðin var og er falleg og þeir sem stóðu að innleiðingu skóla án aðgreiningar vildu sannarlega vel. Fyrirkomulagið hefur engu að síður ekki gengið nægjanlega vel upp.

Skoðun
Fréttamynd

Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, vill meina að Samfylkingin „hljóti að fara að spyrja sig hvort það hafi verið skynsamlegt að koma Flokki fólksins til valda.“ Ummælin lætur hann falla á samfélagsmiðlum í kvöld í framhaldi af Kastljósviðtali við Ingu Sæland í kvöld, en hún tók við embætti mennta- og barnamálaráðherra á dögunum og hefur þegar sætt nokkurri gagnrýni fyrir ummæli sem hún hefur látið falla um skóla- og menntamál síðan ljóst varð að hún tæki við nýju ráðherraembætti. Guðmundur Ingi bætist þannig í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa málflutning Ingu síðan hún tók við nýju ráðherraembætti, en ummæli hennar hafa meðal annars mætt gagnrýni úr ranni kennarastéttarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna

Þúsundir grunnskólabarna í Helsinki fá áskrift að vikublaði um teiknimyndapersónuna Andrés Önd ókeypis á næstunni. Tilgangurinn er að kanna hvort aðgangur að lesefni hafi áhrif á áhuga barna á lestri sem fer dvínandi í Finnlandi eins og víðar annars staðar.

Erlent
Fréttamynd

For­sendur skóla­kerfis hverfast um sam­starf

Umræða um skólamál hefur verið mikil undanfarin ár, enda málaflokkurinn einn þeirra sem snertir samfélagið í heild. Allflest börn sækja skóla og afleiddur fjöldi sem fylgir hverju barni þýðir að meirihluti Íslendinga eru í daglegri snertingu við skólastarf.

Skoðun