Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Al­var­leg á­rás með hamri í Reykja­vík

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um alvarlega líkamsárás þar sem maður var sleginn í andlit með „einhverskonar áhaldi“, en rannsókn leiddi í ljós að áhaldið væri hamar.

Innlent
Fréttamynd

Skip­stjóri hand­tekinn talinn vera undir á­hrifum

Lögreglu var tilkynnt um skipstjóra sem talinn var mögulega undir áhrifum vímuefna. Lögregla hitti á skipstjórann og það vaknaði fljótt grunur um að hann væri undir áhrifum. Skipstjórinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð í blóðsýnatöku.

Innlent
Fréttamynd

Engu mátti muna á að al­var­legur á­rekstur yrði á þjóð­veginum

Jepplingur tók fram úr öðrum bíl við Holtavörðuheiði um hádegisleytið í gær þar sem er óbrotin lína á veginum. Litlu munaði á að jepplingurinn endaði á bíl sem ók úr gagnstæðri átt. Rétt áður en bílarnir lentu saman tókst ökumanni jepplingsins að koma ökutæki sínu aftur á réttan vegarhelming.

Innlent
Fréttamynd

Hleypti lík­lega ó­vart úr

Talið er að skoti hafi verið hleypt af óvart síðastliðið föstudagskvöld á hótelherbergi Svörtu perlunnar í miðbæ Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn er fundinn

Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag er fundinn heill á húfi.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja ára barn ráfaði af leik­skólanum og í Bónus

Þriggja ára barn fór í gær af leikskólanum Urriðabóli í Garðabæ og gekk inn í Bónus í Kauptúni. Þar var hringt á lögreglu eftir að nágranni barnsins varð þess var og lét bæði móður og lögreglu vita. Starfsfólk leikskólans vissi ekki að barnið væri týnt þegar lögregla ræddi við þau. Leikskólastjóri harmar atvikið og segist hafa farið yfir verklag með starfsfólki í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Gámurinn á bak og burt

Búið er að fjarlægja flutningagám sem féll af flutningabíl á akrein hringtorgs í Hveragerði um hádegisbil og hægði þar á umferð.

Innlent
Fréttamynd

Fundu kannabisplöntur við hús­leit

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit í umdæmi sínu og fundust kannabisplöntur ásamt búnaði sem ætlaður var fyrir ræktun. Lagt var hald á plönturnar og búnaðinn.

Innlent
Fréttamynd

Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra

Talskona Stígamóta segir vændi svo gott sem refsilaust á Íslandi og staðreyndin sé sú að þeir sem kaupi vændi virðist vera nokkuð sama um neyð kvennanna. Hún segir hugsanlega þolendur mansals sem lögregla fann í alþjóðlegri lögregluaðgerð i júní vera þolendur sem ekki leiti sér aðstoðar Stígamóta.

Innlent
Fréttamynd

Mennirnir enn í haldi lög­reglu

Fimm karlmenn voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu eftir að skoti var hleypt af á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Allir eru enn í haldi lögreglu en enginn slasaðist.

Innlent
Fréttamynd

Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi

Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Einn hand­tekinn í mansalsrannsókn lög­reglunnar

Einn karlmaður var handtekinn í umfangsmiklum alþjóðlegum aðgerðum íslenskra lögreglu um mansal á Íslandi. Maðurinn sem var handtekinn gekkst undir sektargerð vegna vændiskaupa. Hann var handtekinn á vettvangi þegar lögregla fylgdist með húsnæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Velti bílnum við Fjarðarhraun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sjúkrabíll voru kölluð til á ellefta tímanum í dag vegna umferðarslyss við gatnamót Fjarðarhrauns og Stakkahrauns. 

Innlent