Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Heilbrigðisráðuneytið hvetur einstaklinga í áhættuhópum til að þiggja bólusetningu gegn inflúensu, þótt þeir hafi þegar veikst af inflúensu í haust eða vetur. Heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili eru hvött til að gera eigin ráðstafanir varðandi almennar sóttvarnir til að minnka smitdreifingu innan stofnunar á flensutímanum, svo sem varðandi heimsóknir, notkun andlitsgríma og handhreinsun. Innlent 11.12.2025 17:57
Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Lífstílsverslunin Maí á Garðatorgi selur vandaðar snyrtivörur og skartgripi ásamt sérvöldum gjafavörum. Í sumar flutti verslunin í stærra og glæsilegra rými á Garðatorgi 4 og í kjölfarið stækkaði vöruúrvalið til muna. Lífið samstarf 11.12.2025 10:52
Fékk veipeitrun Fraser Olender, þekktur fyrir þátttöku í raunveruleikaþáttunum Below Deck, fékk nýlega hjartaáfall sem hann rekur til veipeitrunar. Hann kveðst þakklátur fyrir að vera á lífi og hvetur alla sem enn nota rafrettur að hugsa sig tvisvar um. Lífið 6.12.2025 14:17
Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Yfirlæknir á Reykjalundi segir ungu fólki sem þarf á endurhæfingu að halda vegna offitu fara fjölgandi. Margir hafi einangrast í Covid-faraldrinum og aldrei náð sér eftir það. Innlent 21. nóvember 2025 23:31
Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Læknir segir gríðarlega mikilvægt að bregðast sem fyrst við glími börn við offitu. Ungt fólk þarf í auknu mæli á endurhæfingu að halda vegna offitu sem börn. Algengara er að börn á landsbyggðinni glími við sjúkdóminn. Innlent 20. nóvember 2025 12:02
Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ „Ég byrjaði þetta ár á ábyggilega versta stað sem ég hef nokkurn tíma verið á í lífinu,“ skrifar Elenora Rós Georgesdóttir, bakari og metsölubókarhöfundur, í einlægri færslu á Instagram. Þrátt fyrir erfiðleikana segir hún að reynslan hafi verið falleg og markað upphafið að því sem framundan er. Lífið 20. nóvember 2025 10:45
Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Georg Lúðvíksson, frumkvöðull og stofnandi Meniga og Spesíu, hefur brennandi áhuga á því hvernig fólk hugsar um og hegðar sér með peninga. Hann kolféll fyrir bókinni The Psychology of Money eftir bandaríska rithöfundinn Morgan Housel fyrir fimm árum sem hann segir fanga mannlega hlið fjármála. Lífið samstarf 20. nóvember 2025 08:41
Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs „Endurhæfing – leiðir til betra lífs“ er yfirskrift árlegs heilbrigðisþings heilbrigðisráðherra sem fram fer Hótel Hilton Nordica í dag. Innlent 20. nóvember 2025 08:33
Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Böðvar Tandri Reynisson, næringarfræðingur og þjálfari, segir að sýn hans á lífið hafi breyst eftir að hann greindist óvænt með heilaæxli í kjölfar undarlegrar hegðunar í trampólíngarði. Lífið 17. nóvember 2025 14:49
Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni „Ég valdi það að trúa á sjálfa mig og að leyfa ekki greiningunni að koma í veg fyrir það að láta draumana mína rætast. Það tók mig smá tíma að melta þetta allt saman og ég held að ég sé ennþá að því,“ segir Nanna Kaaber íþróttafræðingur og einkaþjálfari en það var fyrir þremur árum, og fyrir einskæra tilviljun, að hún heyrði fyrst minnst á sjúkdóminn lipedema, sem á íslensku kallast fitubjúgur. Það varð til þess að hún fékk loksins skýringu á einkennum sem fylgt höfðu henni frá unglingsárum og valdið óbærilegu hugarangri. Lífið 15. nóvember 2025 16:02
Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvers vegna þú bregst við á ákveðinn hátt í samskiptum? Af hverju verða sumir reiðir og fara í vörn, á meðan aðrir hörfa við ágreining? Með því að skilja eigin sögu og samskiptamynstur getum við séð hvaðan viðbrögðin koma og hvort þau séu hjálpleg í dag. Lífið 14. nóvember 2025 10:26
Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna „Það sem mér finnst frábært við hlaupin er að það geta allir sett sér sín persónulegu markmið og unnið sína persónulega sigra. Mér finnst það eitt það fallegasta við almenningshlaup þegar maður sér fólk vera að koma í mark sem algjöra, fullkomna sigurvegara eftir að hafa klárað tíu kílómetra hlaup á áttatíu mínútum eða eitthvað og maður sér stoltið og sigurinn lýsa úr augunum. Það er svo ógeðslega fallegt og frábært við þetta sport.“ Lífið 8. nóvember 2025 15:01
Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvers vegna sumt hár er slétt en annað krullað og af hverju hár hegðar sér á mismunandi hátt? Krullað hár er eitt af dásamlegustu áskorunum hárfagheimsins, líffræðilega flókið, fagurfræðilega fjölbreytt og menningalega líkt. Lífið samstarf 7. nóvember 2025 13:11
„Ekkert of gott að vera of grannur“ Ágústa Johnson segist vera búin að finna ýmis spennandi trix við því og gerir til dæmis alveg ótrúlega góðar prótínmúffur með súkkulaðibitum. Lífið 7. nóvember 2025 13:02
Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Barnalæknir hefur á síðasta áratug greint tíu börn á aldrinum 18-27 mánaða með beinkröm, sjúkdóm sem Ísland hafði á sínum tíma náð að útrýma. Hún segir íslensk börn almennt fá allt of lítið af D-vítamíni. Fáar sólarstundir hér á landi bæti síðan gráu ofan á svart. Innlent 5. nóvember 2025 20:06
Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Það eru ótrúlega spennandi og skemmtilegir tímar í tannlækningum í dag. Tækniframfarir hafa gjörbreytt starfseminni og gert tannlæknunum kleift að tryggja sjúklingum fallegt bros og vandræðalausar tennur í flestum tilvikum. „Starfið hefur orðið bæði fjölbreyttara og ánægjulegra,“ segir Þórður Birgisson, tannlæknir og eigandi tannlæknastofunnar Hvítt bros, sem starfar bæði í Ármúla 23 í Reykjavík og í Hveragerði. Lífið samstarf 5. nóvember 2025 10:21
Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Flest okkar kvefast nokkrum sinnum á ári og lítum á það sem óumflýjanlegan fylgifisk vetrarins. En nýjar vísindarannsóknir benda til þess að það þurfi ekki lengur að vera svo. ColdZyme® munnúði hefur nú fengið staðfestingu í virtum vísindaritum á virkni til að draga úr veirumagni, stytta veikindatíma og draga úr einkennum kvefs. Lífið samstarf 5. nóvember 2025 08:36
Létt og ljúffengt eplasalat Heilsukokkurinn Jana Steingrímsdóttir kann að galdra fram holla rétti á einstaklega girnilegan hátt. Hér er á ferðinni létt og ljúffengt eplasalat með trönuberjum og valhnetum – frábær kostur sem morgunmatur eða millimál. Salatið er stútfullt af hollum fitusýrum og trefjum sem gefa bæði orku og næringu. Matur 4. nóvember 2025 16:02
Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Hvernig tekst sumum að halda ró þegar allt er á yfirsnúningi og jafnvel hafa jákvæð áhrif á aðra í kringum sig? Er hægt að læra þessa hæfni? Svörin liggja í færni sem hægt er að þjálfa, hæfni sem hefur áhrif á okkur sjálf og samskipti við aðra. Lífið 3. nóvember 2025 15:21
„Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ósk Gunnarsdóttir, markaðs- og viðburðastýra og últrarhlaupari, greinir frá því að hún hafi vaknað aðfaranótt laugardags með svima og dofa í hægri hlið líkamans. Hún getur enn ekki gengið óstudd og dvelur nú á taugalækningadeild Landspítalans. Frá þessu greinir hún á samfélagsmiðlum. Lífið 30. október 2025 08:31
Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Serrano og LifeTrack hafa tekið höndum saman um að bjóða upp á nýja hollustu á ferðinni. LifeTrack-teymið hefur hannað tvo nýja rétti fyrir matseðil Serrano sem sniðnir eru að mismunandi þörfum fólks. Lífið samstarf 29. október 2025 10:01
Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Heilsukokkurinn og jógagyðjan Jana Steingrímsdóttir sýnir hér hvernig hægt er að útbúa hollar og mjúkar banana- og kakóbollakökur. Einföld og skemmtileg uppskrift sem krakkarnir geta sjálfir útbúið fyrir skólanestið. Lífið 27. október 2025 16:14
Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka „Ég trúi því varla enn þá að ég sé á þeim stað sem ég er á í dag og mér finnst það sönnun þess að þetta sé hægt – það er allt hægt. Og ég get ekki ímyndað mér að ég sé sú eina sem hefur verið í þessum aðstæðum sem ég var í. Það hljóta að vera einstaklingar þarna úti sem eru fastir í sömu hringiðu og sjá ekki út,“ segir Eva Björk Eyþórsdóttir einkaþjálfari, kennari og markþjálfi. Lífið 26. október 2025 15:30
Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Hin breska Paloma Shemirani var aðeins 23 ára þegar hún lést í fyrra úr eitilfrumukrabbameini. Þegar hún greindist voru taldar 80% líkur á að hún næði fullum bata með lyfjameðferð. Móðir hennar sannfærði hana um að hafna lyfjameðferð og „lækna sig“ með ströngu grænmetisfæði, fæðubótarefnum, detox söfum og kaffistólpípum, sem varð til þess að hún lést. Skoðun 22. október 2025 19:02