Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Tekjur Wrex­ham í hæstu hæðum

    Ársreikningur Wrexham fyrir tímabilið 2023-24 hefur verið birtur og hafa tekjur félagsins aldrei verið meiri, eða 26,7 milljónir punda, sem er aukning um 155 prósent frá tímabilinu á undan.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Haaland væntan­lega úr leik í deildinni

    Sóknarmaðurinn Erling Haaland mun væntanlega ekki skora fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni en hann meiddist á ökkla í bikarleik Manchester City í gær. Haaland er næst markahæstur í deildinni með 21 mark.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Saka klár í slaginn á ný

    Stuðningsmönnum Arsenal bárust gleðitíðindi í dag þegar stjóri liðsins, Mikel Arteta, staðfesti að Bukayo Saka væri klár í slaginn á ný en Saka hefur verið frá vegna meiðsla síðan 21. desember.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Vill hópfjármögnun fyrir Antony

    Eftir martraðartíma sinn hjá Manchester United hefur hinn brasilíski Antony svo sannarlega slegið í gegn í spænska boltanum sem lánsmaður hjá Real Betis.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Haaland yfir­gaf völlinn á hækjum og í spelku

    Erling Haaland haltraði meiddur af velli í dag þegar Manchester City lagði Bournemouth í 8-liða úrslitum enska bikarsins 1-2. Haaland meiddist á ökkla og yfirgaf völlinn eftir leik á hækjum en enn er allt á huldu um alvarleika meiðslanna.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembl­ey

    Í enska bikarnum eigum við Ís­lendingar okkar full­trúa í átta liða úr­slitunum, Skaga­manninn Stefán Teit Þórðar­son, leik­mann Preston North End, sem verður í eld­línunni þegar að enska úr­vals­deildar­félagið Aston Villa mætir í heimsókn í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið

    Kona sem starfaði fyrir Manchester City og sá um að klæða sig upp sem lukkudýr félagsins, Moonbeam, sakar Erling Haaland um að hafa slegið sig í höfuðið þegar hún var í búningnum. Hún hafi þurft að fara á sjúkrahús og farið með málið til lögreglu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Benoný fagnaði eftir fund með Bolt

    Benoný Breki Andrésson og félagar í Stockport County fengu fyrirlestur frá fljótasta manni sögunnar, Usain Bolt, í aðdraganda fyrsta leiks eftir landsleikjahlé og fögnuðu svo sigri, 2-1, gegn Íslendingafélaginu Burton Albion.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Sló met Rashford og varð sá yngsti

    Myles Lewis-Skelly hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarna mánuði. Hann var settur í byrjunarliðið í sínum fyrsta landsleik í gær, skoraði eftir aðeins tuttugu mínútur og bætti í leiðinni met sem Marcus Rashford hefur haldið síðan 2016.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna

    Matheus Cunha mun þurfa að taka út einn auka leik í banni, vegna hegðunar sinnar í garð Milos Kerkez leikmanns Bournemouth. Cunha mun því taka út fjögurra leikja bann í stað þriggja leikja bannsins sem hann fékk sjálfkrafa fyrir beint rautt spjald. 

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Sá Ronaldo í nær­buxum og vildi verða eins

    Rasmus Höjlund, framherji Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo hafi lengi verið sitt átrúnaðargoð. Þess vegna nýtti hann tækifærið í gærkvöld til að fagna eins og Ronaldo, beint fyrir framan goðið sitt, í 1-0 sigri Danmerkur gegn Portúgal í Þjóðadeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Púllarinn dregur sig úr hópnum

    Ryan Gravenberch, leikmaður Liverpool, hefur neyðst til að draga sig úr landsliðshópi Hollands vegna meiðsla. Meiðslin eru að líkindum ekki alvarleg en hann hefur verið máttarstólpi á miðju enska liðsins í vetur.

    Enski boltinn