Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Tvímennir fangaklefar og frekara hús­næði til skoðunar til að leysa pláss­leysi

Það er óboðlegt að fólk sem bíður brottvísunar en hefur ekki brotið af sér dúsi í fangelsi á meðan það bíður. Á sama tíma er ekki pláss fyrir aðra sem bíða þess að hefja afplánun. Þetta segir dómsmálaráðherra sem segir vinnu hafna við úrbætur, meðal annars með leit að húsnæði sem hægt væri að nýta til bráðabirgða. Þá komi til greina að horfa til Svíþjóðar þar sem þekkist að fangar deili klefa.

Innlent
Fréttamynd

Á­frýja og stofna fé­lag um réttinn til að mót­mæla

Mótmælendur sem stefndu íslenska ríkinu vegna valdbeitingar á mótmælum við Skuggasund í Reykjavík í fyrra hafa áfrýjað sýknudómi í héraði til Landsréttar. Þá hafa þau stofnað félag í kringum málið með þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega.

Innlent
Fréttamynd

Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga

Karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða eftirstöðvar kaupverðs Apple-úrs, sem hann keypti á raðgreiðslum af Símanum aðfaranótt fimmtudags í desember árið 2023. Maðurinn kvaðst ekkert kannast við að hafa keypt úrið og hafa greitt af láninu fyrir misskilning. Maðurinn situr uppi með rúma milljón króna í málskostnað.

Neytendur
Fréttamynd

„Þetta er risa­stór á­fangi og gleði­tíðindi fyrir Kópa­vogs­bæ“

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Magnúsar Péturs Hjaltested um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í Vatnsendamálinu svokallaða. Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms um að Kópavogi bæri að greiða Magnúsi Pétri 1,4 milljarða króna. Dómsmálinu er því endanlega lokið og í fyrsta sinn í fjölda ára er ekkert mál sem tengist eignarnámi Kópavogsbæjar í Vatnsenda fyrir dómstólum.

Innlent
Fréttamynd

Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það

Landsréttur hefur staðfest sýknu manns sem ákærður var fyrir brot gegn barnaverndarlögum, með því að binda tíu ára dreng á höndum og fótum og kitla hann. Dómurinn taldi ekki sannað að maðurinn hefði sest klofvega yfir drenginn og kitlað hann þrátt fyrir að drengurinn bæði hann að hætta.

Innlent
Fréttamynd

Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og á­reita börn

Karlmaður var sakfelldur í Landsrétti í dag fyrir að hafa áreitt stúlku í verslun 10-11 í miðbænum og fyrir að bera kynfæri sín í tvígang, annars vegar á Háskólatorgi og hins vegar í Mini market. Maðurinn var dæmdur til tólf mánaða fangelsis og til að greiða börnunum miskabætur. Maðurinn er 34 ára gamall og á að baki dóma fyrir svipuð brot samkvæmt dómi.

Innlent
Fréttamynd

Þyngdu refsingu karl­manns fyrir vændiskaup af barni

Karlmaður á 23. aldursári hefur verið sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa samræði og önnur kynferðismök við stúlku í bíl sínum þegar hún var fjórtán og fimmtán ára gömul og sömuleiðis að hafa um leið greitt fyrir vændi barns. Maðurinn fékk tveggja ára dóm í héraði en Landsréttur þyngdi dóminn sem nemur hálfu ári.

Innlent
Fréttamynd

Sló mann með gler­glasi í höfuðið á Strand­götunni

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa slegið mann með glerglasi í höfuðið þannig að hann féll í jörðina og haldið svo árásinni áfram á Akureyri í september 2022.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum

Hæstiréttur hefur staðfest að ákvæði erfðalaga kemur í veg fyrir að arftaki verði krafinn um að skila fyrirframgreiddum arfi, sem hann fær greiddan umfram arfhluta sinn. Þannig þarf systkinahópur sem þáði einum milljarði króna meiri arf en einn bróðirinn ekki að skila arfinum. Um er að ræða deilu erfingja eins stofnenda Stálskipa.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ára nauðgunardómur stendur

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni 43 ára karlmanns um að taka fyrir mál hans. Maðurinn, Vilhelm Norðfjörð Sigurðsson, var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga fyrrverandi unnustu sinni og brjóta með öðrum hætti gegn henni í byrjun árs 2022.

Innlent
Fréttamynd

Aðal­með­ferð hafin í Menningarnætur­máli

Aðalmeðferð er hafin í máli ungs manns sem ákærður er fyrir að hafa orðið Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana eftir stunguárás á Menningarnótt í ágúst síðastliðinn. Maðurinn er ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps.

Innlent
Fréttamynd

Jagúar, skraut­leg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“

Tveir menn sem fóru erlendis til þess að sækja gamla Jagúar-bifreið, sem innihélt mesta magn kristal-metamfetamíns sem fundist hefur hér á landi, áttu aðeins að fá hálfa milljón króna greidda fyrir. Götuvirði efnanna er sagt tvö hundruð milljónir króna. Mennirnir eru heimilislausir og bjuggu saman í bíl áður en þeir voru handteknir. 

Innlent
Fréttamynd

Var skylt að af­henda Brúneggjagögnin eftir allt saman

Hæstiréttur sýknaði í dag Ríkisútvarpið og Matvælastofnun af kröfum Bala ehf. og Geysis-Fjárfestingafélags ehf. í Brúneggjamálinu svokallaða. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað báðar stofnanir, en Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að MAST bæri skaðabótaábyrgð og gerði stofnuninni að greiða félögunum fjórar milljónir hvoru um sig.

Innlent
Fréttamynd

Börn upp­lifi sig van­máttug í sam­skiptum við réttar­kerfið

Upplifun barna af réttarkerfinu er oft neikvæðari en mat stofnana á sinni eigin framkvæmd gefur til kynna. Niðurstöður nýrrar skýrslu umboðsmanns barna benda til þess að börn upplifi sig oft vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið og upplifi sig ekki sem raunverulega þátttakendur í málsmeðferð. Úttektin sýnir einnig að íslenskt réttarkerfi uppfyllir ekki að fullu alþjóðlegar skuldbindingar um barnvæna réttarvörslu.

Innlent
Fréttamynd

Fara í mál við ís­lenska ríkið og Arctic Sea Farm

Veiðifélag Hrútafjarðarár og Síkár og Veiðifélag Blöndu og Svartár hafa höfðað dómsmál gegn íslenska ríkinu og Arctic Sea Farm fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna leyfis Matvælastofnunar fyrir sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman

Kristján Markús Sívarsson var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því í lok síðasta árs verður dregið frá refsingunni.

Innlent
Fréttamynd

Vildi birta upp­tökur af of­beldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“

Kona sem varð fyrir grófu ofbeldi í nánu sambandi er sár og reið út í dómskerfið þar sem gerandi hennar gengur laus vegna skilorðsbundins dóms. Í fréttinni munum við birta myndefni úr öryggismyndavél sem fangaði ofbeldið og vörum um leið við því. Konan vill stíga fram og sýna umheiminum hvernig heimilisofbeldi getur litið út, það sé lífshættulegt.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla muni reyna að vera orðvarari í sam­ræðum á vett­vangi

Aðstoðarlögreglustjóri segir niðurstöðu héraðsdóms í máli níu mótmælenda ramma vel inn það sem má og má ekki á mótmælum. Lögregla hafi í kjölfarið tekið orðfæri lögreglumanna til skoðunar og ekki sé líklegt að álíka mál komi aftur upp. Miklu máli skipti þó að valdbeiting lögreglunnar hafi verið dæmd lögmæt.

Innlent
Fréttamynd

Líf hans í hættu ef hann leitaði til lög­reglu

Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir frelsisviptingu og tilraun til ráns í því skyni að afa verðmæti af fórnarlambi þeirra. Mennirnir, sem eru tveir á fimmtugsaldri og einn á þrítugsaldri, eru sagðir hafa framið þessi meintu brot sín í Reykjavík og reyndar líka á Seltjarnarnesi.

Innlent
Fréttamynd

Helgi fær ekki á­heyrn Hæsta­réttar

Helgi Hermannsson, áður stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sling, fær ekki áheyrn Hæstaréttar eftir að Landsréttur dæmdi hann til að greiða fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins 67 milljónir króna. Starfsmennirnir stefndu Helga, sem þeir töldu hafa svikið sig um gerða samninga þegar Sling var selt fyrir fleiri milljarða króna. Fyrirtæki sem þeir hefðu tekið þátt í að byggja upp og átt kauprétt í.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Blöskrar að fyrr­verandi sam­býlis­maður gangi laus

Kona sem varð fyrir grófu ofbeldi í nánu sambandi furðar sig á því að fyrrverandi sambýlismaður hennar gangi laus, þrátt fyrir að hafa nánast myrt hana. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi en refsing hans var alfarið skilorðsbundin, meðal annars með vísan til játningar hans og að hann hefði farið í meðferð eftir brot sín.

Innlent
Fréttamynd

„Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“

Sálfræðingur hjá Taktu skrefið segir skömm sameiginlega hjá öllum sem leiti til þeirra. Stóra markmið meðferðarinnar sé að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Rannsóknir sýni að meðferð geti komið í veg fyrir að menn brjóti aftur af sér. Stór hluti sem leitar til þeirra er þó einnig fólk sem ekki hefur brotið á öðrum en er með hugsanir eða langanir sem það hefur áhyggjur af.

Innlent