Vinir vors og blóma hjá Hvata
Gunnar Þór Eggertsson gítarleikari og Birgir Nielsen trommuleikari rifjuðu upp blómaár hljómsveitarinnar Vinir vors og blóma í sunnudagsútgáfu Helgarinnar með Hvata. Hljómsveitin kemur fram á tónleikunum Aftur til fortíðar í Laugardalshöll 2. maí 2026 ásamt fleiri innlendum og erlendum flytjendum.