Padel-æði grípur landann
Framkvæmdir standa yfr við samtals tíu padelvelli í tveimur íþróttahúsum sem eru hlið við hlið og í beinni samkeppni hvort við annað. Þrátt fyrir það taka fyrirsvarsmenn íþróttahúsanna samkeppninni fagnandi enda eftirspurnin gífurleg.