Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. janúar 2026 16:11 Sóley Tómasdóttir, viðskiptaráðgjafi hjá Just consulting og kynja- og fjölbreytileikafræðingur. aðsend/aP Fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurborg segist hafa þurft að sitja undir fúkyrðaflaumi frá lýtaskurðlækni á meðan hún lá sjálf undir hnífnum fyrir rúmlega viku síðan. Maðurinn hafi ausið yfir hana „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ á meðan hann „dundaði“ sér við að skera augnlok hennar. Þetta segir Sóley Tómasdóttir, viðskiptaráðgjafi hjá Just consulting og kynja- og fjölbreytileikafræðingur, í pistli sem hún birti á vefsíðu Just consulting í gær. „Ég fór í lýtaaðgerð á föstudaginn var. Augnlokin mín voru farin að hanga mjög óþægilega yfir augunum svo ég lét minnka þau. Ég var auðvitað búin að velta lengi fyrir mér fegurðarstöðlum, öldrunarfordómum og hvort ég myndi þurfa að skila inn femínistaskírteininu en ákvað á endanum að láta slag standa,“ segir í grein Sóleyjar sem er merkt sem föstudagshugleiðing um fjölbreytileika. Hún segir það enn eiga eftir að koma í ljós hvort aðgerðin skili áætluðum árangri en segist verulega þrútin og marin enn sem komið er. Það sé þó algjört aukaatriði því það sem átti sér stað á meðan á aðgerðinni stóð sé ástæða skrifanna. Á valdi Trumpista undir hnífnum Hún kveðst hafa verið verulega stressuð fyrir aðgerðina og að óhugnanlegt hafi verið að leggjast undir hnífinn. „Fá smá tannlæknadeyfingu í kringum augun og finna lækninn hefjast handa við að skera upp á mér augnlokin. Læknirinn skynjaði stressið, sagði mér að best væri að hugsa bara um eitthvað annað og bryddaði upp á léttu samtali sem hófst á þessa leið:“ Þá segir Sóley að þau hafi um leið komist að því að þau væru ekki alveg á sömu skoðun þegar kemur að ýmsu og lýsir samræðunum einhvern veginn svona: Læknirinn: Við hvað vinnur þú?Ég: Ráðgjöf á sviði fjölbreytileika og inngildingar.Læknirinn: Nú. Ertu þá ósammála Trump?Ég: Svona í meginatriðum, já.Læknirinn: Hann hefur nú samt rétt fyrir sér í mörgum málum. Til dæmis með kyn. Auðvitað er þetta komið út í algjöra vitleysu og fólk á bara ekkert að vera að... Í kjölfarið segist hún lítið hafa komist að í umræðunum. Hjúkrunarfræðingurinn hafi þá skorist í leikinn og reynt að breyta um umræðuefni. Hjúkrunarfræðingurinn hafi spurt hvaðan Sóley væri og þegar hún sagðist vera frá Íslandi hafi læknirinn aftur tekið orðið og lagt mikla áherslu á hve fallegar íslenskar konur væru. Ekki kemur fram í greininni í hvaða landi aðgerðin fór fram. „Aðgerðin tók 35 mínútur. Í rúman hálftíma lá ég og hlustaði á mann ausa yfir mig transfóbíu, rasisma og karlrembu á meðan hann framkvæmdi skurðaðgerð á augnlokunum mínum,“ skrifar Sóley. Innpökkuð, dofin og stressuð í skurðagerð Hún segir þessa reynslu hafa verið gífurlega óþægilega þó að hún sé ýmsu vön. „Ég var algerlega berskjölduð þar sem ég lá innpökkuð, dofin og stressuð í skurðaðgerð á augum. Ég gat ekki staðið upp. Ég gat eiginlega ekki mótmælt. Varnarleysi mitt fólst í stellingu (liggjandi/sitjandi), stöðu (læknir/sjúklingur), tungumáli (móðurmál/fjórða mál) og svo auðvitað hnífaandskotanum sem ég óttaðist en var hversdagslegt vinnutæki fyrir honum.“ Hún gagnrýnir fyrst og fremst ónæmni læknisins fyrir aðstæðum. Um sé að ræða hversdagslegt mál fyrir hann en risastóra ákvörðun fyrir Sóleyju. „Ég get ekki fullyrt að honum hafi verið sama um mig en hann virðist hvorki hafa haft áhuga né ástæðu til að spá í hvað gæti haft áhrif á van- eða vellíðan fólks á meðan á aðgerðum stendur.“ Mikilvægt að líta í eigin barm Hún segir þetta góða dæmisögu til að minna á að draga þurfi úr því sem hún kallar forréttindafirringu. „Okkar hversdagsleiki getur verið framandi og jafnvel ógnvænlegur fyrir okkur jaðarsettara fólk. Þess vegna þurfum við að vera meðvituð um stöðu okkar og það valdamisræmi sem kann að vera til staðar þó að við finnum ekki fyrir því,“ skrifar hún og bætir við: „Ótti við að vera niðurlægð, mismunað eða beitt ofbeldi vegna kynvitundar, húðlitar eða fötlunar er eitthvað sem ég þekki ekki og get ekki skilið. En hann er raunverulegur og hann á rétt á sér. Við þurfum öll að virða það, horfast í augu við að við getum ekki skilið það til fulls og reyna að koma í veg fyrir að við völdum eða viðhöldum slíkri vanlíðan. Lítum í eigin barm og reynum að leggja okkar af mörkum í þágu öruggara samfélags.“ Grein Sóleyjar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: SPENNUSAGA VIKUNNAR: LÝTAAÐGERÐIN Ég fór í lýtaaðgerð á föstudaginn var. Augnlokin mín voru farin að hanga mjög óþægilega yfir augunum svo ég lét minnka þau. Ég var auðvitað búin að velta lengi fyrir mér fegurðarstöðlum, öldrunarfordómum og hvort ég myndi þurfa að skila inn femínistaskírteininu en ákvað á endanum að láta slag standa. Hvort ég verð fegurri fyrir vikið á eftir að koma í ljós, enn er ég þrútin og marin og eiginlega bara frekar ljót, svona ykkur að segja.Hugleiðingin snýst þó ekki um útlit, hvorki mitt né annarra. Ég ætla að segja ykkur frá aðgerðinni og því sem gerðist á meðan á henni stóð. AÐGERÐIN Ég var mjög stressuð. Mér fannst óhugnanlegt að leggjast á bekk, fá smá tannlæknadeyfingu í kringum augun og finna lækninn hefjast handa við að skera upp á mér augnlokin. Læknirinn skynjaði stressið, sagði mér að best væri að hugsa bara um eitthvað annað og bryddaði upp á léttu samtali sem hófst á þessa leið:Læknirinn: Við hvað vinnur þú?Ég: Ráðgjöf á sviði fjölbreytileika og inngildingar.Læknirinn: Nú. Ertu þá ósammála Trump?Ég: Svona í meginatriðum, já.Læknirinn: Hann hefur nú samt rétt fyrir sér í mörgum málum. Til dæmis með kyn. Auðvitað er þetta komið út í algjöra vitleysu og fólk á bara ekkert að vera að...Ég reyndi að komast að öðru hverju en gekk álíka vel og Þorbjörgu Þorvaldsdóttur í Kastljósi á haustmánuðum. Á einhverjum tímapunkti þótti hjúkrunarfræðingnum ástæða til að grípa inn í. Það gekk svona og svona:Hjúkrunarfræðingur: Já já, nóg um það. Segðu okkur meira frá þér. Hvaðan kemurðu?Ég: Frá Íslandi.Læknirinn: Já, það er nú frábært land. Ég hef komið þangað og það er hárrétt sem er sagt, þar eru mjög fallegar konur. Þær eru virkilega...Aðgerðin tók 35 mínútur. Í rúman hálftíma lá ég og hlustaði á mann ausa yfir mig transfóbíu, rasisma og karlrembu á meðan hann framkvæmdi skurðaðgerð á augnlokunum mínum. VALDAMISRÆMIÐ Ég er ýmsu vön, en þetta fannst mér mjög óþægilegt. Ég var algerlega berskjölduð þar sem ég lá innpökkuð, dofin og stressuð í skurðaðgerð á augum. Ég gat ekki staðið upp. Ég gat eiginlega ekki mótmælt. Varnarleysi mitt fólst í stellingu (liggjandi/sitjandi), stöðu (læknir/sjúklingur), tungumáli (móðurmál/fjórða mál) og svo auðvitað hnífandskotanum sem ég óttaðist en var hversdagslegt vinnutæki fyrir honum.Þessi aðgerð var stór ákvörðun fyrir mér, eitthvað sem ég hafði hugsað um í tvö ár og mun aldrei gleyma. Fyrir honum var ég eitt af mörgum verkefnum dagsins sem hann hefur örugglega gleymt nú þegar. Læknirinn var algerlega ónæmur fyrir þessum aðstæðum. Ég get ekki fullyrt að honum hafi verið sama um mig en hann virðist hvorki hafa haft áhuga né ástæðu til að spá í hvað gæti haft áhrif á van- eða vellíðan fólks á meðan á aðgerðum stendur. DRÖGUM ÚR FORRÉTTINDAFIRRINGU Við njótum öll einhverra forréttinda og erum öll einhvern tímann í valdastöðu gagnvart fólkinu í kringum okkur. Við vinnum (sem betur fer) fæst við að krukka í augu annars fólks með hnífum, en okkar hversdagsleiki getur verið framandi og jafnvel ógnvænlegur fyrir okkur jaðarsettara fólk. Þess vegna þurfum við að vera meðvituð um stöðu okkar og það valdamisræmi sem kann að vera til staðar þó við finnum ekki fyrir því.Óöryggið sem jaðarsett fólk upplifir er óöryggi sem við hin þekkjum ekki. Ótti við að vera niðurlægð, mismunað eða beitt ofbeldi vegna kynvitundar, húðlitar eða fötlunar er eitthvað sem ég þekki ekki og get ekki skilið. En hann er raunverulegur og hann á rétt á sér. Við þurfum öll að virða það, horfast í augu við að við getum ekki skilið það til fulls og reyna að koma í veg fyrir að við völdum eða viðhöldum slíkri vanlíðan. Lítum í eigin barm og reynum að leggja okkar af mörkum í þágu öruggara samfélags.Bestu kveðjur,Sóley Lýtalækningar Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
Þetta segir Sóley Tómasdóttir, viðskiptaráðgjafi hjá Just consulting og kynja- og fjölbreytileikafræðingur, í pistli sem hún birti á vefsíðu Just consulting í gær. „Ég fór í lýtaaðgerð á föstudaginn var. Augnlokin mín voru farin að hanga mjög óþægilega yfir augunum svo ég lét minnka þau. Ég var auðvitað búin að velta lengi fyrir mér fegurðarstöðlum, öldrunarfordómum og hvort ég myndi þurfa að skila inn femínistaskírteininu en ákvað á endanum að láta slag standa,“ segir í grein Sóleyjar sem er merkt sem föstudagshugleiðing um fjölbreytileika. Hún segir það enn eiga eftir að koma í ljós hvort aðgerðin skili áætluðum árangri en segist verulega þrútin og marin enn sem komið er. Það sé þó algjört aukaatriði því það sem átti sér stað á meðan á aðgerðinni stóð sé ástæða skrifanna. Á valdi Trumpista undir hnífnum Hún kveðst hafa verið verulega stressuð fyrir aðgerðina og að óhugnanlegt hafi verið að leggjast undir hnífinn. „Fá smá tannlæknadeyfingu í kringum augun og finna lækninn hefjast handa við að skera upp á mér augnlokin. Læknirinn skynjaði stressið, sagði mér að best væri að hugsa bara um eitthvað annað og bryddaði upp á léttu samtali sem hófst á þessa leið:“ Þá segir Sóley að þau hafi um leið komist að því að þau væru ekki alveg á sömu skoðun þegar kemur að ýmsu og lýsir samræðunum einhvern veginn svona: Læknirinn: Við hvað vinnur þú?Ég: Ráðgjöf á sviði fjölbreytileika og inngildingar.Læknirinn: Nú. Ertu þá ósammála Trump?Ég: Svona í meginatriðum, já.Læknirinn: Hann hefur nú samt rétt fyrir sér í mörgum málum. Til dæmis með kyn. Auðvitað er þetta komið út í algjöra vitleysu og fólk á bara ekkert að vera að... Í kjölfarið segist hún lítið hafa komist að í umræðunum. Hjúkrunarfræðingurinn hafi þá skorist í leikinn og reynt að breyta um umræðuefni. Hjúkrunarfræðingurinn hafi spurt hvaðan Sóley væri og þegar hún sagðist vera frá Íslandi hafi læknirinn aftur tekið orðið og lagt mikla áherslu á hve fallegar íslenskar konur væru. Ekki kemur fram í greininni í hvaða landi aðgerðin fór fram. „Aðgerðin tók 35 mínútur. Í rúman hálftíma lá ég og hlustaði á mann ausa yfir mig transfóbíu, rasisma og karlrembu á meðan hann framkvæmdi skurðaðgerð á augnlokunum mínum,“ skrifar Sóley. Innpökkuð, dofin og stressuð í skurðagerð Hún segir þessa reynslu hafa verið gífurlega óþægilega þó að hún sé ýmsu vön. „Ég var algerlega berskjölduð þar sem ég lá innpökkuð, dofin og stressuð í skurðaðgerð á augum. Ég gat ekki staðið upp. Ég gat eiginlega ekki mótmælt. Varnarleysi mitt fólst í stellingu (liggjandi/sitjandi), stöðu (læknir/sjúklingur), tungumáli (móðurmál/fjórða mál) og svo auðvitað hnífaandskotanum sem ég óttaðist en var hversdagslegt vinnutæki fyrir honum.“ Hún gagnrýnir fyrst og fremst ónæmni læknisins fyrir aðstæðum. Um sé að ræða hversdagslegt mál fyrir hann en risastóra ákvörðun fyrir Sóleyju. „Ég get ekki fullyrt að honum hafi verið sama um mig en hann virðist hvorki hafa haft áhuga né ástæðu til að spá í hvað gæti haft áhrif á van- eða vellíðan fólks á meðan á aðgerðum stendur.“ Mikilvægt að líta í eigin barm Hún segir þetta góða dæmisögu til að minna á að draga þurfi úr því sem hún kallar forréttindafirringu. „Okkar hversdagsleiki getur verið framandi og jafnvel ógnvænlegur fyrir okkur jaðarsettara fólk. Þess vegna þurfum við að vera meðvituð um stöðu okkar og það valdamisræmi sem kann að vera til staðar þó að við finnum ekki fyrir því,“ skrifar hún og bætir við: „Ótti við að vera niðurlægð, mismunað eða beitt ofbeldi vegna kynvitundar, húðlitar eða fötlunar er eitthvað sem ég þekki ekki og get ekki skilið. En hann er raunverulegur og hann á rétt á sér. Við þurfum öll að virða það, horfast í augu við að við getum ekki skilið það til fulls og reyna að koma í veg fyrir að við völdum eða viðhöldum slíkri vanlíðan. Lítum í eigin barm og reynum að leggja okkar af mörkum í þágu öruggara samfélags.“ Grein Sóleyjar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: SPENNUSAGA VIKUNNAR: LÝTAAÐGERÐIN Ég fór í lýtaaðgerð á föstudaginn var. Augnlokin mín voru farin að hanga mjög óþægilega yfir augunum svo ég lét minnka þau. Ég var auðvitað búin að velta lengi fyrir mér fegurðarstöðlum, öldrunarfordómum og hvort ég myndi þurfa að skila inn femínistaskírteininu en ákvað á endanum að láta slag standa. Hvort ég verð fegurri fyrir vikið á eftir að koma í ljós, enn er ég þrútin og marin og eiginlega bara frekar ljót, svona ykkur að segja.Hugleiðingin snýst þó ekki um útlit, hvorki mitt né annarra. Ég ætla að segja ykkur frá aðgerðinni og því sem gerðist á meðan á henni stóð. AÐGERÐIN Ég var mjög stressuð. Mér fannst óhugnanlegt að leggjast á bekk, fá smá tannlæknadeyfingu í kringum augun og finna lækninn hefjast handa við að skera upp á mér augnlokin. Læknirinn skynjaði stressið, sagði mér að best væri að hugsa bara um eitthvað annað og bryddaði upp á léttu samtali sem hófst á þessa leið:Læknirinn: Við hvað vinnur þú?Ég: Ráðgjöf á sviði fjölbreytileika og inngildingar.Læknirinn: Nú. Ertu þá ósammála Trump?Ég: Svona í meginatriðum, já.Læknirinn: Hann hefur nú samt rétt fyrir sér í mörgum málum. Til dæmis með kyn. Auðvitað er þetta komið út í algjöra vitleysu og fólk á bara ekkert að vera að...Ég reyndi að komast að öðru hverju en gekk álíka vel og Þorbjörgu Þorvaldsdóttur í Kastljósi á haustmánuðum. Á einhverjum tímapunkti þótti hjúkrunarfræðingnum ástæða til að grípa inn í. Það gekk svona og svona:Hjúkrunarfræðingur: Já já, nóg um það. Segðu okkur meira frá þér. Hvaðan kemurðu?Ég: Frá Íslandi.Læknirinn: Já, það er nú frábært land. Ég hef komið þangað og það er hárrétt sem er sagt, þar eru mjög fallegar konur. Þær eru virkilega...Aðgerðin tók 35 mínútur. Í rúman hálftíma lá ég og hlustaði á mann ausa yfir mig transfóbíu, rasisma og karlrembu á meðan hann framkvæmdi skurðaðgerð á augnlokunum mínum. VALDAMISRÆMIÐ Ég er ýmsu vön, en þetta fannst mér mjög óþægilegt. Ég var algerlega berskjölduð þar sem ég lá innpökkuð, dofin og stressuð í skurðaðgerð á augum. Ég gat ekki staðið upp. Ég gat eiginlega ekki mótmælt. Varnarleysi mitt fólst í stellingu (liggjandi/sitjandi), stöðu (læknir/sjúklingur), tungumáli (móðurmál/fjórða mál) og svo auðvitað hnífandskotanum sem ég óttaðist en var hversdagslegt vinnutæki fyrir honum.Þessi aðgerð var stór ákvörðun fyrir mér, eitthvað sem ég hafði hugsað um í tvö ár og mun aldrei gleyma. Fyrir honum var ég eitt af mörgum verkefnum dagsins sem hann hefur örugglega gleymt nú þegar. Læknirinn var algerlega ónæmur fyrir þessum aðstæðum. Ég get ekki fullyrt að honum hafi verið sama um mig en hann virðist hvorki hafa haft áhuga né ástæðu til að spá í hvað gæti haft áhrif á van- eða vellíðan fólks á meðan á aðgerðum stendur. DRÖGUM ÚR FORRÉTTINDAFIRRINGU Við njótum öll einhverra forréttinda og erum öll einhvern tímann í valdastöðu gagnvart fólkinu í kringum okkur. Við vinnum (sem betur fer) fæst við að krukka í augu annars fólks með hnífum, en okkar hversdagsleiki getur verið framandi og jafnvel ógnvænlegur fyrir okkur jaðarsettara fólk. Þess vegna þurfum við að vera meðvituð um stöðu okkar og það valdamisræmi sem kann að vera til staðar þó við finnum ekki fyrir því.Óöryggið sem jaðarsett fólk upplifir er óöryggi sem við hin þekkjum ekki. Ótti við að vera niðurlægð, mismunað eða beitt ofbeldi vegna kynvitundar, húðlitar eða fötlunar er eitthvað sem ég þekki ekki og get ekki skilið. En hann er raunverulegur og hann á rétt á sér. Við þurfum öll að virða það, horfast í augu við að við getum ekki skilið það til fulls og reyna að koma í veg fyrir að við völdum eða viðhöldum slíkri vanlíðan. Lítum í eigin barm og reynum að leggja okkar af mörkum í þágu öruggara samfélags.Bestu kveðjur,Sóley
Læknirinn: Við hvað vinnur þú?Ég: Ráðgjöf á sviði fjölbreytileika og inngildingar.Læknirinn: Nú. Ertu þá ósammála Trump?Ég: Svona í meginatriðum, já.Læknirinn: Hann hefur nú samt rétt fyrir sér í mörgum málum. Til dæmis með kyn. Auðvitað er þetta komið út í algjöra vitleysu og fólk á bara ekkert að vera að...
SPENNUSAGA VIKUNNAR: LÝTAAÐGERÐIN Ég fór í lýtaaðgerð á föstudaginn var. Augnlokin mín voru farin að hanga mjög óþægilega yfir augunum svo ég lét minnka þau. Ég var auðvitað búin að velta lengi fyrir mér fegurðarstöðlum, öldrunarfordómum og hvort ég myndi þurfa að skila inn femínistaskírteininu en ákvað á endanum að láta slag standa. Hvort ég verð fegurri fyrir vikið á eftir að koma í ljós, enn er ég þrútin og marin og eiginlega bara frekar ljót, svona ykkur að segja.Hugleiðingin snýst þó ekki um útlit, hvorki mitt né annarra. Ég ætla að segja ykkur frá aðgerðinni og því sem gerðist á meðan á henni stóð. AÐGERÐIN Ég var mjög stressuð. Mér fannst óhugnanlegt að leggjast á bekk, fá smá tannlæknadeyfingu í kringum augun og finna lækninn hefjast handa við að skera upp á mér augnlokin. Læknirinn skynjaði stressið, sagði mér að best væri að hugsa bara um eitthvað annað og bryddaði upp á léttu samtali sem hófst á þessa leið:Læknirinn: Við hvað vinnur þú?Ég: Ráðgjöf á sviði fjölbreytileika og inngildingar.Læknirinn: Nú. Ertu þá ósammála Trump?Ég: Svona í meginatriðum, já.Læknirinn: Hann hefur nú samt rétt fyrir sér í mörgum málum. Til dæmis með kyn. Auðvitað er þetta komið út í algjöra vitleysu og fólk á bara ekkert að vera að...Ég reyndi að komast að öðru hverju en gekk álíka vel og Þorbjörgu Þorvaldsdóttur í Kastljósi á haustmánuðum. Á einhverjum tímapunkti þótti hjúkrunarfræðingnum ástæða til að grípa inn í. Það gekk svona og svona:Hjúkrunarfræðingur: Já já, nóg um það. Segðu okkur meira frá þér. Hvaðan kemurðu?Ég: Frá Íslandi.Læknirinn: Já, það er nú frábært land. Ég hef komið þangað og það er hárrétt sem er sagt, þar eru mjög fallegar konur. Þær eru virkilega...Aðgerðin tók 35 mínútur. Í rúman hálftíma lá ég og hlustaði á mann ausa yfir mig transfóbíu, rasisma og karlrembu á meðan hann framkvæmdi skurðaðgerð á augnlokunum mínum. VALDAMISRÆMIÐ Ég er ýmsu vön, en þetta fannst mér mjög óþægilegt. Ég var algerlega berskjölduð þar sem ég lá innpökkuð, dofin og stressuð í skurðaðgerð á augum. Ég gat ekki staðið upp. Ég gat eiginlega ekki mótmælt. Varnarleysi mitt fólst í stellingu (liggjandi/sitjandi), stöðu (læknir/sjúklingur), tungumáli (móðurmál/fjórða mál) og svo auðvitað hnífandskotanum sem ég óttaðist en var hversdagslegt vinnutæki fyrir honum.Þessi aðgerð var stór ákvörðun fyrir mér, eitthvað sem ég hafði hugsað um í tvö ár og mun aldrei gleyma. Fyrir honum var ég eitt af mörgum verkefnum dagsins sem hann hefur örugglega gleymt nú þegar. Læknirinn var algerlega ónæmur fyrir þessum aðstæðum. Ég get ekki fullyrt að honum hafi verið sama um mig en hann virðist hvorki hafa haft áhuga né ástæðu til að spá í hvað gæti haft áhrif á van- eða vellíðan fólks á meðan á aðgerðum stendur. DRÖGUM ÚR FORRÉTTINDAFIRRINGU Við njótum öll einhverra forréttinda og erum öll einhvern tímann í valdastöðu gagnvart fólkinu í kringum okkur. Við vinnum (sem betur fer) fæst við að krukka í augu annars fólks með hnífum, en okkar hversdagsleiki getur verið framandi og jafnvel ógnvænlegur fyrir okkur jaðarsettara fólk. Þess vegna þurfum við að vera meðvituð um stöðu okkar og það valdamisræmi sem kann að vera til staðar þó við finnum ekki fyrir því.Óöryggið sem jaðarsett fólk upplifir er óöryggi sem við hin þekkjum ekki. Ótti við að vera niðurlægð, mismunað eða beitt ofbeldi vegna kynvitundar, húðlitar eða fötlunar er eitthvað sem ég þekki ekki og get ekki skilið. En hann er raunverulegur og hann á rétt á sér. Við þurfum öll að virða það, horfast í augu við að við getum ekki skilið það til fulls og reyna að koma í veg fyrir að við völdum eða viðhöldum slíkri vanlíðan. Lítum í eigin barm og reynum að leggja okkar af mörkum í þágu öruggara samfélags.Bestu kveðjur,Sóley
Lýtalækningar Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira