Innlent

Handboltaveisla í beinni, máls­vörn olíu­fé­laga og fögnuður leigu­bíl­stjóra

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Innan við klukkustund verður í sögulega viðureign Íslendinga gegn Dönum á EM í handbolta þegar kvöldfréttatími Sýnar fer í loftið. Líkt og flestir verðum við því með hugann við handboltann og fáum stemninguna beint í æð. Við verðum í beinni útsendingu frá Danmörku þar sem stuðningsmenn eru að þétta raðirnar og frá Borgarleikhúsinu þar sem sýningum var frestað vegna leiksins. Við verðum einnig í beinni frá Skógarböðunum á Akureyri þar sem sundgestir ætla að horfa á leikinn og frá Droplaugarstöðum þar sem íbúar eru í miklu stuði. Auk þess rýnum við í fyrri viðureignir okkar gegn Dönum með fyrrverandi forseta. 

Þá förum við yfir fleiri tíðindi dagsins. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa bent á olíufélögin vegna aukinnar verðbólgu og sagt þau bera hluta ábyrgðar vegna álagningar. Forstjóri olíufélags segir framsetninguna villandi og ekki standast skoðun.

Við hittum einnig formann félags leigubílstjóra sem fagnar því að herða eigi reglur um starfsemina á ný. Samgöngustofu hafa borist um tvö hundruð kvartanir vegna leigubílaaksturs frá því að reglur voru rýmkaðar.

Jói Fel sýnir nú myndir sínar sem hann málaði með puttunum. Magnús Hlynur skoðar þær og fær Jóa til að hnykla vöðvana.

Í Sportpakkanum förum við síðan ítarlega yfir allt sem þarf að vita fyrir leikinn og heyrum í aðstoðarlandsliðsþjálfara.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×