Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 30. janúar 2026 14:02 Hvar er Flóttamannavegurinn var fyrirsögn greinar eftir fyrrverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðar og núverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins, Rósu Guðbjartsdóttur sem birtist í byrjun vikunnar. Svarið við þeirri spurningu er að vegurinn er loksins fundinn þökk sé ríkisstjórninni og málflutningi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Nýtilkominn áhugi Sjálfstæðisflokksins, sem fór einnig fram á umræðu um málið á fundi bæjarstjórnar í vikunni, er hins vegar hlálegur í ljósi þess að á þeim 10 árum sem flokkurinn fór með stjórn mála bæði í bæjarstjórn og ríkisstjórn gerðist ekkert í málinu - nákvæmlega ekkert og umræður á síðasta bæjarstjórnarfundi leiddu það berlega í ljós. Fyrirsögn greinar bæjarstjórans fyrrverandi er því í raun mjög góð og raunsönn lýsing á vinnubrögðum hennar og þeirra meirihluta, sem hún hefur farið fyrir í bæjarstjórn, og Sjálfstæðisflokksins sem setið hefur í ríkisstjórn allan þennan tíma. Þau týndu veginum og fundu hann aldrei aftur. Samfylkingin ítrekað sett úrbætur í samgöngumálum á dagskrá Allt þetta kjörtímabil hefur Samfylkingin ítrekað sett mikilvægar samgönguúrbætur í þágu Hafnfirðinga á dagskrá. Við höfum kallað eftir því að bæjarstjórn tali með skýrari hætti um áherslur bæjarins og hefði skýra stefnu og sýn. Því miður hefur meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks einatt mætt tómhentur til þeirrar umræðu og erfitt hefur verið að átta sig á stefnu og áherslum meirihlutans í þessum mikilvæga málaflokki. Það er áhyggjuefni fyrir bæjarbúa. Sjálfstæðisflokkurinn vaknar til lífsins En hvað varð til þess að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði vaknaði loksins til lífsins í málinu eftir 10 ára þyrnirósarsvefn? Jú, hann áttaði sig á því að með nýrri ríkisstjórn er loksins komin hreyfing á málið. Í tillögu að nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er vegurinn settur á dagskrá og gert er ráð fyrir 50 milljón kr. framlagi vegna hönnunar á veginum á næstu tveimur árum. Vissulega mætti taka enn stærri skref í málinu og jafnaðarfólk í Hafnarfirði hvetur sannarlega til þess að fjárveitingar hækki svo hraða megi verkefninu eins og kostur er. Enda hafa fulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði margoft bent á mikilvægi þess að ráðist verði í endurbætur og uppbyggingu á Elliðavatnsvegi/Flóttamannavegi, sem gegnir lykilhlutverki sem tenging milli Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs og hvatt til þess ráðist verði í þær strax svo tryggja megi öruggari og greiðari samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Samfylkingin berst áfram fyrir umbótum í samgöngumálum Hafnfirðinga Flóttamannavegurinn var sannarlega týndur í meðförum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, bæði í ríkisstjórn og meirihluta þessara flokka í Hafnarfirði. En hann er loksins fundinn - þökk sé ríkisstjórn og málflutningi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Við fögnum auðvitað öllum nýjum liðsmönnum í baráttu fyrir stórum hagsmunamálum Hafnfirðinga og bjóðum Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn velkomna til leiks í þessu máli. Það er ánægjulegt að þeir hafi loksins vaknað til lífsins í kjölfar málflutnings Samfylkingarinnar þó þeir hafi auðvitað sofið alltof lengi í þessu máli - og mörgum öðrum raunar líka. Samfylkingin mun hins vegar hér eftir sem hingað til halda á lofti og berjast fyrir mikilvægum umbótum í samgöngumálum Hafnfirðinga. Þar er verk að vinna og Samfylkingin er með skýra stefnu og sýn og tilbúin að ganga í verkin. Árni Rúnar Þorvaldsson Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Hvar er Flóttamannavegurinn var fyrirsögn greinar eftir fyrrverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðar og núverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins, Rósu Guðbjartsdóttur sem birtist í byrjun vikunnar. Svarið við þeirri spurningu er að vegurinn er loksins fundinn þökk sé ríkisstjórninni og málflutningi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Nýtilkominn áhugi Sjálfstæðisflokksins, sem fór einnig fram á umræðu um málið á fundi bæjarstjórnar í vikunni, er hins vegar hlálegur í ljósi þess að á þeim 10 árum sem flokkurinn fór með stjórn mála bæði í bæjarstjórn og ríkisstjórn gerðist ekkert í málinu - nákvæmlega ekkert og umræður á síðasta bæjarstjórnarfundi leiddu það berlega í ljós. Fyrirsögn greinar bæjarstjórans fyrrverandi er því í raun mjög góð og raunsönn lýsing á vinnubrögðum hennar og þeirra meirihluta, sem hún hefur farið fyrir í bæjarstjórn, og Sjálfstæðisflokksins sem setið hefur í ríkisstjórn allan þennan tíma. Þau týndu veginum og fundu hann aldrei aftur. Samfylkingin ítrekað sett úrbætur í samgöngumálum á dagskrá Allt þetta kjörtímabil hefur Samfylkingin ítrekað sett mikilvægar samgönguúrbætur í þágu Hafnfirðinga á dagskrá. Við höfum kallað eftir því að bæjarstjórn tali með skýrari hætti um áherslur bæjarins og hefði skýra stefnu og sýn. Því miður hefur meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks einatt mætt tómhentur til þeirrar umræðu og erfitt hefur verið að átta sig á stefnu og áherslum meirihlutans í þessum mikilvæga málaflokki. Það er áhyggjuefni fyrir bæjarbúa. Sjálfstæðisflokkurinn vaknar til lífsins En hvað varð til þess að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði vaknaði loksins til lífsins í málinu eftir 10 ára þyrnirósarsvefn? Jú, hann áttaði sig á því að með nýrri ríkisstjórn er loksins komin hreyfing á málið. Í tillögu að nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er vegurinn settur á dagskrá og gert er ráð fyrir 50 milljón kr. framlagi vegna hönnunar á veginum á næstu tveimur árum. Vissulega mætti taka enn stærri skref í málinu og jafnaðarfólk í Hafnarfirði hvetur sannarlega til þess að fjárveitingar hækki svo hraða megi verkefninu eins og kostur er. Enda hafa fulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði margoft bent á mikilvægi þess að ráðist verði í endurbætur og uppbyggingu á Elliðavatnsvegi/Flóttamannavegi, sem gegnir lykilhlutverki sem tenging milli Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs og hvatt til þess ráðist verði í þær strax svo tryggja megi öruggari og greiðari samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Samfylkingin berst áfram fyrir umbótum í samgöngumálum Hafnfirðinga Flóttamannavegurinn var sannarlega týndur í meðförum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, bæði í ríkisstjórn og meirihluta þessara flokka í Hafnarfirði. En hann er loksins fundinn - þökk sé ríkisstjórn og málflutningi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Við fögnum auðvitað öllum nýjum liðsmönnum í baráttu fyrir stórum hagsmunamálum Hafnfirðinga og bjóðum Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn velkomna til leiks í þessu máli. Það er ánægjulegt að þeir hafi loksins vaknað til lífsins í kjölfar málflutnings Samfylkingarinnar þó þeir hafi auðvitað sofið alltof lengi í þessu máli - og mörgum öðrum raunar líka. Samfylkingin mun hins vegar hér eftir sem hingað til halda á lofti og berjast fyrir mikilvægum umbótum í samgöngumálum Hafnfirðinga. Þar er verk að vinna og Samfylkingin er með skýra stefnu og sýn og tilbúin að ganga í verkin. Árni Rúnar Þorvaldsson Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar